Og á ekkert að segja af sér?

Nei, auðvitað ekki, hann er sjalli!  Það hafa nú nokkrir sjallarnir og framararnir verið afhjúpaðir síðustu daga og Júlíus má reyndar eiga það að hann er sá eini sem "biðst velvirðingar" , þó að sjálfsögðu ekki að eiga reikninginn á í Panana heldur á að hafa "ekki látið vita" fyrr! 

Mogginn hamaðist eins og óður á starfsmanni Samfylkingarinnar sem sagði af sér ólíkt hunum skúrkunum og þó var hann ekki kjörinn fulltrúi eins og Júlíus, Bjarni, Ólöf og Sigmundur.  Hætt er nú við að þessi listi eigi eftir að lengjast talsvert næstu dagana og þá sérstaklega hjá hinum gjörspilltu ríkisstjórnarflokkum.

Það er algjörlega óboðlegt á Íslandi árið 2016 að fjöldi ráðherra og kjörinna fulltrúa eigi reikninga í alræmdum skattaskjólum. Það kemur reyndar ekkert lengur á óvart hvað varðar spillinguna og mafíustarfsemina hjá rikisstjórnarflokkunum.  Hundskist þið i burtu ræflarnir ykkar.


mbl.is Júlíus stofnaði sjóð í banka í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband