Gríðarleg vanþekking þingmanna á leigubílamarkaðinum

Þingsályktunartillaga Viðreisnar um þessi mál er byggð á mikilli vanþekkingu.  Menn virðast sjá Uber og sambærileg fyrirtæki í hyllingum.  

Afhverju heldur fólk, þmt. þingmenn að verið sé að banna starfsemi Uber í fjölmörgum löndum? Til að hindra samkeppni og vernda einokun?  Ónei, þar sem Uber hefur hafið innreið hefur staða farþega undantekningarlaust versnað þó hugsanlega borgi þeir eitthvað lægra gjald. Ófá rán, nauðganir og annað í þeim dúr hafa átt sér stað fyrir tilstilli Uber bílstjóra enda ekkert eftirlit með þeim, ekki krafist sakavottorðs.  Það getur dæmdur morðingi nýkominn úr grjótinu verið undir stýri.

Þá er eitt atriði varðandi Uber sárasjaldan nefnt.  Uber höfuðstöðvarnar taka allt að 25% af fargjaldinu til sín!  Hvernig dettur fólki í hug að leigubílaþjónusta verði ódýrari þegar bílstjórninn þarf að greiða þennan kostnað ofan á allt annað sem fylgir þvi að reka leigubíl, td. 400 þúsund á ári í tryggingar?  

Það er sagt að leigubílar á Íslandi séu dýrir.  Miðað við hvað?  Tæland ? Spán?  Já, enda allt önnur efnahagssvæði og allt annar launastrúktúr meðal venjulegs fólks.  En hvað um Noreg, Danmörku, þe.lönd sem eru lík okkur efnahagslega?  Þar eru leigubílar ef eitthvað er dýrari en á Íslandi!

Ein rök heyrast gjarnan að það sé skortur á leigubílum því leyfum hafi ekki fjölgað í samræmi við aukinn ferðamannafjölda.  Stutt svar, algjört kjaftæði!

Það er skortur ca 2-3 klukkutíma á viku, þe. í 1-1,5 klukkustund yfir helgarnæturnar.  Á öllum öðrum tímum er of mikið af bílum!  Fjölgar Bónus kössum af því að það er mikið að gera milli kl 5 og 6 á föstudögum?  Held ekki.

En ok, jú ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu 10 ár.  En þeir eru bara ekki mikið í leigubílum og hér eru nokkrar ástæður:  Þeir taka flestir rútu frá Leifsstöð enda byrjað að prangra miðum inná þá í flugvélunum.  Flestir aðrir taka bílaleigubíl og nota þá meðan þeir eru á landinu.  Þeir sem dvelja á hótelum í miðborginni hafa ekkert að gera við leigubíla þvi þeir eru í göngufæri við nánast allt sem vert er að sjá í borginni.  

En hvernig er leigubílstjórastarfið?  Þar sem ég þekki það nokkuð vel þá er hér smáhint:  Ef ég ætlað mér að vinna 40 tíma á viku frá 8-5 eins og flest fólk gerir og sleppa helgunum þá væri ég sennilega mun betur settur á atvinnuleysisbótum.  Hinsvegar með því að  vinna helgarnar sem flest fólk nennir ekki og þarf ekki að gera þá geta tekjurnar verið nokkuð góðar en það þarf að hafa fyrir  þeim og það er ekki fyrir alla að keyra drukkið eða dópað fólk í alls kyns ástandi eins og við lendum gjarnan í.

Dagvinnan er gjarnan þannig að leigubílstórinn bíður í 30-60 mínútur eftir túr og þó verðið lækkaði eitthvað eins og krafan virðist vera þá er ólíklegt að túrunum fjölgi af þeirri einföldu ástæðu að eftirspurnin er bara ekki meiri.  

Þá er enn einn ónefndur þáttur sem enginn hefur minnst á eða hefur skilning á virðist vera: Nokkuð stór hluti af dagvinnu bílstjórans er að keyra fatlað fólk, blinda , börn á vegum skóla/frístundaheimila ofl, aldraða á vegum dvalarheimila.  Allt eru þetta farþegar sem þarf sérstaka aðgát með, þeir hafa sínar sérþarfir.  Ef fótunum verður kippt skyndilega undan starfi bílstjóranna þá fara þeir að sjálfsögðu og fá sér aðra vinnu.  Ætla óþjálfaðir Úber bílstjórar sem hafa engu þekkingu eða kunnáttu á þjónustu við þessa hópa að taka þessa þjónustu að sér?  Gangi þeim vel!  

 


mbl.is Gefur lítið fyrir umsögn eftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband