28.4.2019 | 11:28
Blessuð blaðabörnin þekkja ekki muninn á fellibyl og hvirfilbyl
Í fyrirsögninni er talað réttilega um fellibyl. Ef rétt er eftir Inu haft, þá nefnir hún alltaf fellibyl. En blessað blaðabarnið fer svo að tala um hvirfilbylina Kenneth og Idai!
Það er eiginlega lágmarkskrafa til blaðamanna sem fjalla um erlend málefni að þau skilji svo algeng veðurfarshugtök. Vissulega var hér um fellibyl að ræða en ekki hvirfilbyl enda er hvirfilbyljum aldrei gefin nöfn, það eru staðbundin og mjög stuttlíf veðurfarsfyrirbrigði sem gjarnan eiga sér stað í óstöðugu lofti, t.d. í kjölfar fellibylja.
Þetta er ítrekað að gerast á flestum miðlum, helst að Rúv virðist hafa þessa hluti á hreinu. Ég skora á viðkomandi blaðamann að googla í sig smá þekkingu og leiðrétta svo greinina.
Fellibylurinn ekki það hættulegasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.