Færsluflokkur: Bloggar

Hefði manni dottið í hug árið 1981 að þessir tveir ættu eftir að rífast um trúmál?

Ég held ekki!  Valgarður söng um pönkið, negrófíla, hippa og stelpur - Utangarðsmenn sungu um stelpur sem þeir vildu ekki, kjarnorkusprengjur, Jón Pönkara og slorið.  ,,,"Heill þér faðir alheimsins" byrjar eitt lag Utangarðsmanna en mikið dýpra ristu þeir ekki í trúarlegum pælingum.  Báðir þessir menn hafa fært þjóðinni mikið tónlistarlega, sérstaklega reyndar Bubbi þó Fræbbblarnir séu á sinn hátt algjört legend. 
mbl.is „Heimska að rífast um trú“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta með mbl.is og fiska?

Ekki veit ég hvort sami blaðamaðurinn er ábyrgur fyrir tveim furðufréttum um fiska undanfarið, þ.e. þessari um meintan "kúlufisk" sem vantar latneska heitið á til að átta sig á hvaða skepna þetta er- og hinni fréttinni fyrir nokkrum dögum um "Snákshaus" Snakehead þar sem hann var sagður náskyldur Piranha fiskum!  Það er helbert kjaftæði enda Snakehead allt að meterslangur, piranha 10-20 cm og gjörólíkir í vaxtarlagi og lifnaðarháttum. 
mbl.is Kúlufiskur réðst á dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var allt landflóttatalið í stjórnarandstöðinni þá bara marklaust rugl?

Já, reyndar var það þannig.  Landflótti hefur í kreppunni ekki verið mikið meiri heldur en á góðærisárunum og hefur aðalega mótast af því að farandverkafólk frá Austur Evrópu fór heim til sín eða eitthvað annað!  Vissulega fóru einhverjir til Noregs en bara brot af því sem hefði mátt vænta miðað við stærðargráðu hrunsins.  Held að stjórnarandstaðan ætti að finna eitthvað annað til að röfla yfir.  Case Closed.

mbl.is Miklu minni brottflutningur en frá Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur óþverraháttur sjálfstæðisflokksins

Þessi skipulögðu glæpasamtök sem nefna sig sjálfstæðisflokkinn eru söm við sig.  Að sjálfsögðu koma glæpasamtökin í veg fyrir að þjóðin fái að segja sína skoðun í mikilvægum málum.  Þeir passa sína sérhagsmuni fram í rauðan dauðann, hagsmuni LÍÚ klíkunnar og hagsmuni fjársterkustu aðila í landinu sem flestir sitja á illa fengnu fé. 

Sjálfstæðisflokkurinn er krabbamein sem þjóðin verður að skera í burtu.  Vonandi verða þessi skipulögðu glæpasamtök látin hverfa í næstu kosningum.


mbl.is Þingfundi gæti lokið kl. 3 í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt að þetta fyrirbæri sé þingmaður

Fáir ráðherrar í Íslandssögunni komast með tærnar þar sem Jón Bjarnason hefur hælana í vanhæfi.  Hvernig nokkrum sæmilega heilbrigðum manni datt til hugar að gera hann að ráðherra er mér hulin ráðgáta.  Hann drattaðist í 2 ár með frumvarp sem var svo gjörsamlega handónýtt og engu líkara en það hafi verið samið í höfuðstöðvum LÍÚ. - enda ljóst fyrir hvaða öfl þessu maður vinnur, laumusjalli eins og Lilja Mós.
mbl.is „Sjaldan heyrt aumari málflutning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpafyrirtækin sem níðast á þjóðinni

LÍÚ er búið að grenja í sólarhring eftir að nýtt kvótafrumvarp kom fram þar sem þeim er réttilega gert að skila hluta hagnaðarins til þjóðarinnar- hagnaði af auðlind sem þjóðin öll á.   Stóru fyrirtækinn innan mafíusamtakanna hafa mergsogið þjóðina svo áratugum skiptir og fært eigendum þeirra tugi milljarða í hagnað.  Margir þeirra eru löngu hættir afskiptum af sjávarútvegi en fengu gjafakvóta sem þeir leigðu eða seldu og urðu milljarðamæringar fyrir vikið, á kostnað Íslensku þjóðarinnar.  Þetta var kerfi sam FRAMSKÓKNAR- OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN KOMU Á LAGGIRNAR, ÞVÍ SKAL EKKI GLEYMA.

Nú virðist vera að leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi hafi brotið lög sem varða gjaldeyrishöftin og ekki er ólíklegt að þetta sé ein ástæða þess að krónan hefur fallið í verði undanfarna mánuði.  Þessum mönnum er nefnilega ekkert heilagt, græðgin er taumlaus- enda eru þetta allt siðblindir sjallar.


mbl.is Húsleitir standa enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitrir menn leyfa sér að skipta um skoðun

Það er greinilegt að Steingrímur hefur komist að þeirri sjálfsögðu niðurstöðu 15 árum síðar að, að sjálfsögðu er veiðileyfagjaldið fullkomlega eðlilegt.  Sá sem skrifar þessa frétt í einhverju svekkelsi lætur þess alveg ógert að geta þess að hér hefur ýmislegt breyst á 15 árum og þar á meðal í sjávarútvegi.  Þjóðin á þessa auðlind en nokkrar moldríkar LÍÚ fjölskyldur hafa hagnast um tugi milljarða á auðlind sem þeir eiga ekkert í.  Loksins örlar á réttlætinu og að sjálfsögðu fer allt vælubatterý LÍÚ í gang með náhirðarsnepilinn í fararbroddi.
mbl.is Steingrímur var á móti veiðigjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ríkisstjórnin gerir ekki neitt tuðar stjórnarandstaðan!

Þetta er langur listi af verkefnum sem verið er að ýta úr vör en Bjarni og Sigmundur gullrass sitja enn í fýlu niðrá þingi og röfla um að ríkisstjórnin geri ekki neitt.  Hálfvitar!
mbl.is Hundraða milljarða fjárfestingar til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur er trúður - ekki stjórnmálamaður

Trúðurinn laug því að þjóðinni að Norðmenn ætluðu að lána okkur 2000 milljarða.  Einhver norskur Ástþór hafði sannfært trúðinn um það á 3ja glasi. 

Trúðurinn skammast í ríkisstjórninni fyrir að segja sannleikann um krónuna, að hún sé ónýt.  Hann sakar stjórnina um að tala niður krónuna - nánast daginn eftir leggur trúðurinn til að við tökum upp Kanadadollar,  væntanlega bara svona uppá grín því krónan er að hans mati fín.

Eftir smábríarí skiptir trúðurinn um skoðun og segir að Norska krónan henti okkur betur!

Enn skiptir þessi bjáni um skoðun og segir að við þurfum bara að dæla upp olíunni á drekanum og þá verði krónan sterkur gjaldmiðill.

Þarf að segja eitthvað meira um þennan trúð?  ,,,Case closed - maðurinn er fífl.

 


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegasti lýðskrumari Íslands

Ísland á nokkra fyrirtaks lýðskrumara- En hvað er lýðskrumari ?  Jú lýðskrumari er manneskja sem reynir að blekkja fólk til fylgis við sig með því að breiða út boðskap sem er rangur, afvegaleiddur og eingöngu til þess fallinn að afla viðkomandi fylgis.

Þór Saari og Lilja M eru bæði mjög öflug í lýðskruminu.  Þau geta auðvitað ekki starfað i sama flokki þó engan mun sé að sjá á "skoðunum" og boðskap þeirra.  Þetta fólk er það sjálfhverft að það getur ekki starfað með öðru fólki nema það ráði algjörlega ferðinni.

Lilja skammast í VG fyrir að semja við AGS.  Það sem Lilja TALAR ALDREI UM er HVERNIG VÆRI ÁSTANDIÐ HÉR EF AGS HEFÐI EKKI KOMIÐ MEÐ NAUÐSYNLEGT FJÁRMAGN TIL ÞESS AÐ HALDA ÞJÓÐFÉLAGINU GANGANDI EFTIR HRUNIÐ.   LILJA HEFUR ALDREI SVARAÐ ÞESSARI SPURNINGU, HVERNIG ÁTTI AÐ FJÁRMAGNA ENDURREISN ÞJÓÐFÉLAGSINS EFTIR HAUSTIÐ 2008. 

Það vita allir sem vilja vita AÐ ÞAÐ VORU ENGIR AÐRIR MÖGULEIKAR Í BOÐI, ÞAÐ VILDI ENGIN ÞJÓÐ, ENGIN SAMTÖK, ENGIN FJÁRMÁLASTOFNUN LÁNA SVO MIKIÐ SEM EINA KRÓNU HINGAÐ, nema reyndar Færeyingar.

Að sjálfsögðu spyr blaðamaður Moggans Lilju ekki hvernig átti að bjarga þessu máli enda hefur Mogginn studd lýðskrumið í einu og öllu bara til að koma höggi á rikisstjórnina.


mbl.is „AGS varð besti vinur VG“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband