Færsluflokkur: Bloggar

Smámenni

Ég hafði hér áður fyrr meira álit á Geir en flestum samflokksmönnum hans.  Hann virtist á jörðinni, alþýðlegur og tiltölulega laus við þann hroka og snobb sem gjarnan einkennir flokksfélaga hans.  Ekki veit ég hvað hefur komið fyrir manninn en viðbrögð hans við þessum dómi eru vægast sagt vonbrigði.  Hann vælir eins og ofdekraður krakki sem hefur verið skammaður, þetta er allt öðrum að kenna, dómararnir eru fífl og þetta eru pólitiskar ofsóknir.  Ekki hvarflar að manninum að biðja þjóðina afsökunar.

En kosturinn við þessi viðbrögð er að ýmsir sjálfstæðismenn hafa grenjað með Geira og þjóðin fær að sjá á hverju hún á von eftir næstu kosningar verði þessu liði hleypt aftur að kjötkötlunum.  Ég held að sjallar hafi misst mörg vafaatkvæði út á þessi vanhugsuðu viðbrögð við dóminum.


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á fólk að búa þegar það hefur skilað lyklunum?

Þetta lyklafrumvarp hljómar eins og einhver furðuleg fantasía enda eru það stjórnarandstöðuflokkarnir sem skilja ekki raunveruleikann sem eru fastir í því.

Það gleymist nefnilega að hugsa aðeins lengra en að deginum sem fólk skilar inn lyklunum og labbar brosandi út frá sýslumanni, bíddu hvert á ég að fara, ég á hvergi heima ?  

Leigumarkaðurinn er þannig að ef fólk getur ekki borgað af húsnæði sínu þá getur það alveg örugglega ekki borgað leigu.  Ef fólk skilar lyklunum og fær skuldir niðurfelldar þá segir sig sjálft að kröfuhafar eiga þá allavega íbúðina og viðkomandi verður að koma sér út samdægurs.  Kanski gera Lilja og Ólöf bara ráð fyrir því að fólk fari með fyrstu vél til Noregs eftir að það skili lyklunum.  Allavega geri ég það ef þessar kerlingar komast til valda.


mbl.is Greiðsluaðlögun brjóti fólk niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram heldur vælið...

Það er kostulegt að lesa moggann þessa dagana.  Það væla hver i kapp við annan kvótagreifarnir sem hafa falið milljarða á aflandseyjum til þess að helst fari ekki króna til þjóðarinnar vegna nýtingar auðlindar sem þjóðin telst þó eiga.- Eða kanski er það bara misskilningur, kvótafjölskyldurnar 20 eiga auðlindina.

Þessir menn líkja aðförinni að sér við helförina sem er nú helvíti gróf móðgun við þær milljónir manna sem týndu lífi.  Frekjan og yfirgangurinn í þessu pakki er ekki nokkru lagi líkt.  Mogginn stendur sig fantavel í að leyfa þeim að væla enda rekinn fyrir kvótafé.


mbl.is Á rétt á eignarnámsbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarleg viðbrögð Geirs og sjálfstæðismanna við tíðindum dagsins

Í stað þess að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök þá rífur fyrrverandi forsætisráðherra kjaft sem aldrei fyrr, kastar steinum úr kristalshöll í allar áttir og gerir sig að afskaplega litlum manni vægast sagt.  Ekki verður sagt að viðbrögð annarra sjálfstæðismanna séu gáfulegri,  dómararnir voru pólitískir, hrunið er ekki þeim að kenna og einhverjir aðrir ættu að vera fyrir landsdómi! 

Afskaplega eru þetta svosem fyrirsjáanleg viðbrögð frá höfundum hrunsins.  Skítapakk sem setti þjóðina á hausinn og sýnir engin merki iðrunar.  Djöfuls ruslaralýður og hyski.  Vonandi hefur þjóðin rænu á að kjósa þetta rusl í burtu í næstu kosningum.  Kominn tími til.


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar auðmenn eignast náttúruperlur eigum við Íslendingar ekki landið lengur

Það ættu einfaldlega að vera lög um að helstu náttúruperlur þjóðarinnar séu í ríkiseigu.  Annað er einfaldlega ótækt.  Það að "eigendur" Kersins geti leyft sér svona dónaskap er algjörlega fyrri neðan allar hellur, þeir sýna með þessu fyrst og fremst Íslensku þjóðinni fullkomna óvirðingu. 


mbl.is Höfðu ekki áhuga á heimsókn Wen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannast einhver við að hafa séð tillögur frá sjálfstæðisflokknum um lausn á þessum vanda?

Ekki ég!  Hinsvegar hef ég séð óteljandi bullræður sjalla um að ástandið sé hræðilegt og það verði að koma ríkisstjórninni frá.  Hinsvegar hef ég EKKI SÉÐ EINA EINUSTU TILLÖGU SJÁLFSTÆÐISMANNA SEM ER RAUNHÆF. Þ.E. EKKI LÝÐSKRUM OG STENST SKOÐUN.  Hér með er lýst eftir slíkri tillögu, þ.e.  hvað á að gera og hvaðan eiga peningarnir að koma.
mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga í ESB og málið leyst - næsta keis takk

Það er umhugsunarefni hversvegna hægra hornið og vinstra lopapeysuliðið sameinast í afturhaldinu og vilja halda þjóðinni sem lengst frá lífskjörum sem eru samboðin 21. öldinni.  Innganga í ESB og upptaka Evru þýðir að við losnum við bæði verðtrygginguna og himinháa okurvexti.  Það er umhugsunarefni hversvegna enginn hefur sagt Kristjáni frá þessu.
mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarfjóskarlar leika sér í flórnum

Það er ekki heil brú í þessum þingmannahóp framsóknar.   Formaðurinn talar óskiljanlegum tungum- einn daginn lofar hann krónuna, þann næsta vill hann taka upp kanadadollar.  Ég yrði ekki hissa ef hann vildi taka upp Tælenska bathið ef hann fær sér núðlurétt.  Maðurinn er bara algjörlega gaga.  Nú, lady gaga er líka í Framsóknarflokknum, stundum kölluð Vigdís.  Það þarf nú eiginlega ekkert að ræða hana neitt frekar nema þá velta því fyrir sér hverní í ósköpunum hún komst á þing.   Flestir aðrir framsóknarþingmenn eru á örlítið hærra plani, þó ekki mikið hærra.  Þessi flokkur verður vonandi kosinn á þjóðminjasafnið í næstu kosningum.
mbl.is „Hvers konar kjaftæði er þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík - aflaverðmæti 11 milljarðar- ekki til klink til að malbika götur

Einar eins og aðrir sjálfstæðismenn sjá því allt til foráttu að kvótagreifarnir skili svo mikið sem einni krónu til samfélagsins af gróðanum sem þeir hafa rænt þjóðina áratugum saman.  Sagan frá Bolungarvík er klassískt dæmi um skepnuskap hinna sívælandi kvótagreifa, þar var skipað á land aflaverðmæti uppá 11 milljarða í fyrra en bæjarfélagið á þó í miklum kröggum enda skilar varla brot af þessum fjármunum sér til bæjarfélagsins og ekki heldur í ríkissjóð ef einhver skildi halda það. 

Þetta er kerfið sem 43% þjóðarinnar vilja viðhalda samkvæmt nýjustu skoðanakönnun og sjálfsagt vilja þessi 43% hafa svipað fyrirkomulag í framtíðinni varðandi væntanlegan olíuauð, þ.e. arðurinn af auðlindinni hverfur allur á leynireikninga sem um 20 valinkunnar sjallafjölskyldur hafa einar aðgang að.  Einar K. Guðfinnsson er talsmaður þessara afla sem og allir aðrir sjálfstæðismenn á þingi.


mbl.is Ekki grunnur til skattlagningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað mun Nei-ið kosta þjóðina?

Nú  þegar hið mjög svo fyrirsjáanlega hefur gerst að Icesave málinu ER EKKI LOKIÐ MEÐ NEI-INU, þá hleypur náhirðin upp til handa og fóta með "fréttir" um hvað "já" hefði kostað.  Ég á nú eftir að sjá rökin fyrir þessum útreikningum en komandi frá náhirðarsneplinum þá trúi ég ekki einu orði svona fyrirfram allavega. 

HINSVEGAR ER AÐ VERÐA LJÓST AÐ NEI-IÐ VERÐUR RÁNDÝRT EINS  þessir slefandi vitleysingar sem trúðu heykvíslahjörðinni voru varaðir við.  Nú eru lygarar eins og Indefence og aðrir lýðskrumarar skyndilega horfnir að yfirborði jarðar og vilja ekkert við lygar sínar kannast.  

Við þekkkum handbragð framsóknarsjalla á þessum vinnubrögðum, lygar og lýðskrum.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband