Hvar á fólk að búa þegar það hefur skilað lyklunum?

Þetta lyklafrumvarp hljómar eins og einhver furðuleg fantasía enda eru það stjórnarandstöðuflokkarnir sem skilja ekki raunveruleikann sem eru fastir í því.

Það gleymist nefnilega að hugsa aðeins lengra en að deginum sem fólk skilar inn lyklunum og labbar brosandi út frá sýslumanni, bíddu hvert á ég að fara, ég á hvergi heima ?  

Leigumarkaðurinn er þannig að ef fólk getur ekki borgað af húsnæði sínu þá getur það alveg örugglega ekki borgað leigu.  Ef fólk skilar lyklunum og fær skuldir niðurfelldar þá segir sig sjálft að kröfuhafar eiga þá allavega íbúðina og viðkomandi verður að koma sér út samdægurs.  Kanski gera Lilja og Ólöf bara ráð fyrir því að fólk fari með fyrstu vél til Noregs eftir að það skili lyklunum.  Allavega geri ég það ef þessar kerlingar komast til valda.


mbl.is Greiðsluaðlögun brjóti fólk niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ætli það búi ekki á svipuðum slóðum og ef það hefði orðið gjaldþrota... sem er hvort eð er framtíð margra þeirra sem eru í þeirri stöðu að vilja nýta þetta úrræði.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.4.2012 kl. 16:19

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Það er vonandi að það gerist,,,,,,,,,,,,,,

Sigurður Helgason, 25.4.2012 kl. 16:48

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Nú ef 3000 manns skila íbúðunum sínum, þá fer væntanlega margt þessu á leigumarkað aftur.
spurning hvort leigan lækkar eitthvað...

en nei, það lækkar ekkert hér á landi, bara hækkar..orðið lækkun er ekki til og svo hrópa þessir fasteignasalar að allt sé að hækka í fasteignaverði.

djöfulsins lygi segi ég nú bara, þeir leika sér að því að hækka verðið!!!

Arnar Bergur Guðjónsson, 25.4.2012 kl. 23:27

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Til Ástralíu. Þar er góð kjör í boði handa öllum sem vilja vinna.

Hörður Þórðarson, 26.4.2012 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband