Færsluflokkur: Bloggar
5.12.2010 | 19:07
18 ára öfgahægri stefna skilur landið eftir í rúst
Auðvitað stillir mogginn þessu upp eins og þetta sé núverandi stjórn að kenna. Hjá mogganum virðast þeir ekki ennþá vita að það varð hrun hér á landi fyrir tveimur árum vegna 18 ára raðnauðgunar sjálfstæðisflokksins á Íslensku þjóðinni. "Græða á daginn og grilla á kvöldin" hagfræði Hannesar Hólmstein endaði með því að heil þjóð var grilluð og tekin í görnina að auki.
Alveg frá hruni hefur sjálfstæðisflokkurinn ,sem ég vil reyndar kalla skipulögð glæpasamtök, þvælst fyrir björgunarstarfinu af öllum mætti. Ennþá sitja á þingi fyrir flokkinn dæmdur þjófur, kúlulánapakk, skattsvikari og styrkþegar eins og ekkert sé. Svo er sjálfur formaðurinn kolflæktur í vægast sagt vafasöm viðskipti. Þetta pakk hefur ekki beðið þjóðina afsökunar enda held ég að þjóðin mundi senda þá beiðni í afturendann á þeim aftur.
Það að millistéttin standi verr en áður er bein afleiðing hrunsins og þar með bein afleiðing 18 ára helstefnu sjálfstæðisflokksins. Skipulög glæpasamtök á að banna og þar með sjálfstæðisflokkinn- Flestir þingmenn hans ættu í raun og veru að vera inni á Litla Hrauni.
![]() |
Telur millistéttina enda í fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2010 | 18:57
Man einhver eftir raunhæfum tillögum frá sjöllum ?
Hræsni sjálfstæðismanna er nú alveg kostuleg. Ekki að ég hafi búist við því að Bjarni Vafningur mundi fagna þessum úrræðum en það er athyglisvert að hann hefur í raun lítið sem ekkert út á þau að setja. Hann veit sem er að að þessar aðgerðir njóta almenns stuðnings í þjóðfélaginu, hann veit líka að sjálfstæðisflokkurinn mundi aldrei bjóða heimilum landsins upp á viðlíka lausn og þessa, hvað þá meira.
Við sáum eitthvað plagg frá sjöllum fyrir stuttu um hvernig "leysa" á skuldavanda heimilanna, það var nú ekki uppá marga fiska, eiginlega sorglegt.
Hitt er annað mál að þetta tók alltof langan tíma hjá stjórninni, en betra er seint en aldrei. Væru sjallar í stjórn hefði þetta einfaldlega aldrei gerst. Að færa stórar upphæðir frá fjármálafyrirtækjum til almennings er nokkuð sem er ekki "inn" á þeim bænum.
![]() |
Töfin kostaði milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2010 | 13:40
Eru sjallar á neyðarfundi ?
Engin viðbrögð hafa komið frá Valhöll við þessum tíðindum sem bendir tll mikillar örvæntingar á þeim slóðum. Tillögur Valhallar til lausnar á skuldavanda heimilanna hafa líka verið afskaplega fábrotnar svo vægt sé til orða tekið og alveg ljóst að ríkisstjórnin er að gera meira fyrir heimili landsins heldur en sjálfstæðisflokkurinn hefði nokkurntímann vogað sér að gera, enda ekki beinlínist þekktur fyrir að bera hagi annarra fyrir brjósti en yfirstétt landsins.
Ég spái því að Bjarni Ben finni þessu allt til foráttu þegar loksins næst í manninn, enda veit vafningurinn og N1 kóngurinn ekki hvað það er af lifa af venjulegum launum og vera með allt veðsett upp í rjáfur.
![]() |
60 þúsund heimili njóta góðs af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.11.2010 | 23:26
Landris verður ekki af sjálfu sér
Það er ekkert nýtt að þarna skjálfi en eins og fram kemur á eldgos.is þá er það landrisið sem er áhugaverðara. Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum síðan árið 1240 svo vitað sé en auðvitað varir það hlé ekki að eilífu.
![]() |
Önnur skjálftahrina í Krýsuvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2010 | 20:11
Stórhættulegt og snarbilað viðundur
Sarah Palin er því miður nokkuð líkleg til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. það er nánast öruggt að repúblikani verður forseti enda er Obama óvinsæll, hann ræður ekkert við starfið, hefur ekki vott af persónutöfrum, virkar ráðalaus og talar í frösum eins og Bush forveri sinn. Talandi um Bush, þá hefur móðir hans lýst því yfir að Sarah eigi bara að halda sig í Alaska og þegar einhverjum úr Bush ættinni finnst hún of öfgafull þá má ljóst vera að manneskjan er hættuleg.
Sarah Palin hefur ekkert vit á utanríkismálum, hún boðar stríð við allar þær þjóðir sem ekki geðjast af Bandaríkjunum og ruglar meiraðsegja saman Norður og Suður Kóreu. Þetta er sauðheimskur trúarnöttari með mjög öfgafullar skoðanir og alveg ljóst að heimurinn stendur frammi fyrir stórkostlegu vandamáli ef hún færist nær forsetaembættinu. það er nefnilega enginn repúblikani sem virðist líklegri en hún og þá er það ljótt.
![]() |
Líkir Wikileaks við Al-Qaeda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2010 | 13:17
Hvað þykist Ólöf ætla að gera fyrir heimilin ?
Enn nær hræsni sjálfstæðisflokksins nýjum hæðum. Flokkurinn gagnrýnir allt sem stjórnin gerir en hefur sjálfur ekki komið með EINA EINUSTU tillögu um hvernig á að koma til móts við heimilin í landinu. Hann birti eitthvað plagg um daginn sem var ekki pappírsins virði, engar tillögur umfram það sem stjórnvöld eru að gera sem er því miður engan veginn ásættanlegt fyrir heimil landsins. Í þessu máli er stjórnin og sjálfstæðisflokkurinn því miður algjörlega samstíga, það á ekki að leiðrétta skuldir heimilanna, bara afskrifa hjá auðkífingum áfram. Ólöf Nordal veit það ósköp vel og getur alveg sleppt því að tuða í vandlætingartón um úrræðaleysi stjórnarinnar þegar hún hefur nákvæmlega ekkkert betra fram að færa. - sjálf þarf hún varla að hafa áhyggjur, álversforstjórafrúin.
![]() |
Stefna að niðurstöðu á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2010 | 11:48
Hefur forsetinn heimsótt fjölskylduhjálpina ?
Þetta forsetaidjót sem við höfum er sannkölluð landeyða og hefur valdið þjóðinni stórkostlegum skaða. Hann er síður en svo hættur því eins og sést. Hann er duglegur að troða sér í kokteilboð hér og þar um víða veröld, aðallega þó í einræðisríkjum þar sem mannréttindi er ekki einu sinni til í orðaforðanum. Að sama skapi gerir hann allt til þess að gera þróuðustu lýðræðisríki heims og vini okkar til áratuga tortryggileg.
Hefur þetta skoffín heimsótt fjölskylduhjálpina nýlega og spurt þar hvort ástandið sé betra ? Staðreyndin er sú að skoffínið á miklu meira sameiginlegt með kvótanáhirð íhaldsins heldur en venjulegum Íslendingum sem þurfa að hafa fyrir lífinu.
Ég vil þessa landeyðu, þennan lýðskrumara og tækifærissinna burt af Bessastöðum. Þjóðin heldur þessu uppi með skattfé sínu og hann launar til baka með því að rúa þjóðina trausti erlendis.
![]() |
Forsetinn: Ísland í betri stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2010 | 18:12
Forsetinn sleikir upp kúgunarríki
Forseti Íslands er iðinn við að sleikja upp ríki þar sem mannréttindi eru álíka mikilvæg og karamellubréf sem fýkur eftir götu. Alkunna er dálæti hans á Kína þar sem tugir þúsunda eru í fangelsum landsins fyrir skoðanir sínar. Hann vill efla tengsl Íslands og Kína og hikar ekki við að fórna vináttu okkar við elstu lýðræðisríki heims í Evrópu þar sem mannréttindi eru virt.
Það kemur engum á óvart að forsetafíflið sleiki líka upp valdhafana í Íran. Ég yrði ekkert hissa á því að heyra næst að hann væri í opinberri heimsókn í Burma eða Norður Kóreu. Það er svona í stíl við allt annað hjá honum. Ég vil þennan mann burt úr embætti, hið snarasta.
![]() |
Sérkennileg frásögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2010 | 13:58
Banna skotvopn takk
![]() |
Skutu hreindýr og skildu hræin eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2010 | 22:13
Eldur út frá kamínu ?
![]() |
Tilkynnt um reyk við Laugaveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)