Færsluflokkur: Bloggar

Stórtíðindi í lítilli frétt

Það er skrítið hvað heykvíslahjörð íhaldsins á moggablogginu er þögul um þessa frétt.  kannski er það reyndar ekkert svo skrítið því þessari náhirð er eins og sjálfstæðisflokknum skítsama um hinn venjulega Íslending.

Enda sjáum við - jú sjálfstæðisflokkurinn situr hjá og afsökun Sigurðar Kára fyrir því er hreinlega fjarstæðukennd og hlægileg. 

Hér er um gríðarlega réttarbót fyrir gjaldþrota einstaklinga, nú geta handrukkarar innheimtufyrirtækjanna ekki elt þá áratugum saman eins og áður var og þeim einstaklingum sem lenda í gjaldþroti er þar með gert kleift að hefja aftur nýtt líf.   Reyndar alveg stórmerkilegt hvað fjölmiðlar í dag hafa takmarkaðan áhuga á þessu máli.  Þeir eru fljótir að hjóla í ríkisstjórnina þegar hún þarf að taka óvinsælar ákvarðanir en þegar eitthvað jákvætt gerist þá er bara þagað.  Moginn á þó heiður skilinn í þetta skiptið fyrir að segja yfirhöfuð frá þessu.


mbl.is Fyrningarfrestur styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð mbl frétt

Hvað segir þessi frétt?  Jú hreinlega nákvæmlega ekki neitt, engin útfærsla á umræddu láni. " buðust til þess að lána bankanum ", ok á hvaða kjörum og hvenær átti að endurgreiða það ?  Býst einhver við að Deuche Bank mundi lána Íslenskum gjaldþrota banka á einhverjum afsláttarkjörum ?  En eins og fréttin er uppsett er hún eingöngu til þess fallin að gefa heykvíslahjörð íhaldsins enn eitt tækifærið til þess að ráðast á þá aðila sem eru að reyna að leysa þetta mál, já þetta mál SEM ER ÖMURLEG ARFLEIFÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugludallur

Það var nú alltaf talað um að fyrri samningurinn hræðilega mundi kosta svona 200-250 milljarða.  Nú sprettur upp hver vitringurinn af öðru, fyrst efnahagsráðgjafi hrunstjórnarinnar Tryggvi Þór Herbertsson og talar um að munurinn sé 432 milljarðar og svo Sigmundur sem toppar hrunráðgjafann og talar um 500 milljarða en sam telur hann gífurlega áhættu í samningnum!!  Er hægt  að bera annað eins rugl á borð fyrir fólk?  Miðað við þetta þá ætla Bretar og Hollendingar að borga okkur ca 250 milljarða til að allar tölur stemmi.  Þrátt fyrir þessa gjöf frá þeim þá er "gífurleg áhætta" í samningnum.  Ég mæli með því að Sigmundur Davíð hætti að tjá sig um icesave áður en hann gerir sig að enn meira fífli en orðið er.


mbl.is Enn mikil áhætta í samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir haga sér eins og sannir sjallar, kenna öðrum um allt.

Jájá þetta kemur ekkert á óvart.  Endurskoðendur kvitta greinilega uppá hvaða vitleysu sem er ef þeir fá bara andskoti nógu vel borgað fyrir það.  þetta minnir helst á harmakvein sjalla yfir icesave, þó þeir eigi þann hrylling með húð og hári þá kenna þeir öllum öðrum um.  Svona ætla pwc  ,,eða bara wc , að haga sér líka - við gerðum ekkert af okkur,  við fengum pappíra, okkur var skipað að krota á þá, fengum í staðinn nokkra tugi milljóna og laxveiðiferðir.   Þetta var 2007 , það er greinilegt að árið 2010 hefur ennþá enginn úr hrunliðinu lært að skammast sín.


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að draga sjálfstæðisflokkinn í heilu lagi fyrir landsdóm

Þessi flokkur, eða réttara sagt skipulögðu glæpasamtök sem kallast sjálfstæðisflokkur, hefur valdið þjóðinni þvílíkum skaða í gegnum tíðina að í raun ætti að draga hann í heilu lagi fyrir landsdóm  Síðustu 18 árin fyrir hrun stjórnaði FLokkurinn því sem hann vildi.  Hann innleiddi hömlulausa nýfrjálshyggju í þjóðfélaginu en hún fólst aðallega í því að flokksgæðingum voru færð auðæfi þjóðarinnar á silfurfati.  Fyrst kvótinn, síðan bankarnir og flestöll fyrirtæki sem áður höfðu verið í eign þjóðarinnar.

Icesave þekkja svo allir, sjalli gaf sjöllum Landsbankann, sjallar stofnuðu og markaðssettu Icesave, sjallar settu bankann á hausinn og sjallar komu þannig icesave viðbjóðinum á þjóðina.  Sjallar lofuðu svo Bretum og Hollendingum að greiða icesave með 6,7% vöxtum en öll þessi forsaga icesave virðist týnd og tröllum gefin núna, - nú skyndilega ákveða sjallar að icesave hafi byrjað þegar slökkviliðið reyndi að semja um þennan viðbjóð sem sjallra skildu eftir sig.

Gjaldþrot seðlabankans er svo enn einn kapitulinn og er margfalt dýrari en icesave skuldin en fær enga umfjöllun í fjölmiðlum enda heilagur davíð sem á í hlut og þá má ekki snerta hár á höfði náhirðarkóngsins, það gæti fokið í hann.  En að draga kónginn fyrir landsdóm ?  Nei, Gulli litli styrkþegi hefur ekki áhuga á því.

Að lokum er athyglisvert að renna yfir þingflokk sjálfstæðisflokksins.  Þar sitja amk. 2 stórtækir kúlulánaþjófar, formaðurinn er flæktur í mjög vafasöm viðskipti sem kostuðu þjóðina 12 milljarða (Landsdómur ? ónei), þarna er skattsvikari, þarna finnum við marga styrkþega og til að kóróna glæsilegan þingflokk er svo dæmdur þjófur í hópnum.   ....Gulli Landsdómur hvað ?


mbl.is „Nú er þetta allt orðið ég einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð frétt og þá blogga fáir!

Það er greinilegt að blogg heykvíslahjörð íhaldsins  er útkeyrð eftir icesave samninginn enda hefur hún hamast við að vera óánægð yfir því hversu samningurinn er góður!  Það er hreinlega leitun að öðrum eins vitleysingum.

Nú kemur jákvæð stórfrétt- já ríkisstjórnin er að dæla fjármunum í mannaflsfrekar framkvæmdir, þrátt fyrir tregðu lífeyrissjóðanna til þess að taka þátt í verkefninu.  Þetta er besta mál en blogg heykvíslahjörðin hefur ekkert um þetta að segja enda vill hún kreppu, eymd og volæði áfram svo hægt sé að kenna núverandi stjórnvöldum um ástandði - jafnvel þó hún hafi tekið við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið.  Gullfiskar hafa hinsvegar betra minni en blogg heykvíslahjörð íhaldsins.


mbl.is 40 milljarða vegaframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn fer hamförum i óþverraskap

Mogginn fagnar því ekki að Icesave, þessi viðbjóðslegi Trójuhestur sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig er nú loks að leysast með mjög ásættanlegri niðurstöðu.  Nei, nú er ráðist með lygum og óþverraskap á alla þá sem reynt hafa að leysa þetta mál siðastliðin 2 ár.  Forsíðufréttin í morgun var hrein og klár lýgi þar sem allra svartasta mögulega útkoma var niðurnegld sem heilagur sannleikur og miðað við að hreinlega ekkert fengist upp i kröfurnar með eignum Landsbankans.  Raunveruleikinn er allt annar eins og flestir vita. 

Það sem mogginn segir ekki er jafnan mun athyglisverðara en það sem hann segir.  Mogginn talar ekkert um loforð Árna Matt og Geirs Haarde um að borga Icesave með 6,7% vöxtum haustið 2008.  Mogginn talar ekkert um hver leiddi fyrstu samninganefnd Islands, hann heitir Baldur Guðlaugsson og er sjálfstæðismaður sem er undir rannsókn vegna meintra innherjaviðskipta.

Mogginn talar heldur ekkert um tilurð Icesave, hvernig ákveðinn maður sem nú er ritstjori Moggans gaf flokkshollum glæpamönnum Landsbankann, þeir réðu svo aðra sjalla til að reka hann, sjallarnir stofnuðu icesave og settu svo bankann á hausinn eftir að hafa stolið öllu steini léttara innan úr honum.  Mogginn minnist ekkert á þetta og hvernig það gat gerst að þjóðin fékk trójuhestinn eftir þessa eðalsjalla.  Auðvitað á Icesave reikningurinn heima i Valhöll og hvergi annarsstaðar.  Réttast væri að kjósendur sjálfstæðisflokksins síðustu 18 ár skiptu honum á milli sín en því miður virkar lýðræðið ekki þannig.

Mogginn er óðum að mála sig út í horn sem ómerkilegur áróðurssnepill hægri öfgamanna og raðlygara.

Við þetta má svo bæta að vaxtakostnaður ríkisins og þar með skattborgara vegna gjaldþrots seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar er um 20 milljörðum hærri en vegna icesave.  Mogginn hefur engan áhuga á þvi.  I wonder  Why?


mbl.is „Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafningurinn gleymir eigin þætti

Alltaf er þessi Vafningur jafn aumkunnarverður í sínum málflutingi.  Hann telur sig ekki þurfa að svara fyrir 12 milljarða sem skattgreiðendur urðu að borga úr sínum vasa vegna bruðls hans og Engeyinganna í Sjóvá.  Þessi "fína" ætt hans kostaði þjóðina stórfé, engin þjóðaratkvæðagreiðsa um það, bara taka upp veskin og borga.

Svo gleymir Bjarni Vafningur að sjálfsögðu því að sjálfstæðisflokkurinn á í raun Icesave með húð og hári.   Sjalli gaf sjöllum landsbankann , honum var stjórnað af sjöllum og sjallar stofnuðu Icesave og sjallar rændu bankann innanfrá og sjallar settu svo bankann á hausinn. - Svo má ekki gleyma að Árni Matt skrifaði uppá minnisblað fyrir Breta og Hollendinga um að borga Icesave með 7,4% vöxtum og borga strax!  ,,,Bjarni hver þarf að svara fyrir hvað,?  Sjálfstæðisflokkurinn, getur það verið ?

Sjallar þvælast svo fyrir björgunarstarfinu í þessu landi, m.a. með því að tefja icesave vandamálið sem þeir komu þjóðinni í hvað eftir annað.    Nú loks liggur ásættanlegur samningur á borðinu og EF SJALLAR KOMA Í VEG FYRIR AÐ HANN GANGI Í GEGN,  ÞÁ VERÐA AFLEIÐINGARNAR ALFARIÐ Á ÞEIRRA ÁBYRGÐ.  - En það má reyndar nú þegar heyra á Bjarna að hann þarf að hringja í kojubyttuna uppi í Hádegismóum til að fá að vita hvort hann á að vera með eða á móti.  Það kemur væntanlega í ljós næstu daga,  ekki dettur mér í hug að Bjarni Ben hafi sjálfstæðan vilja eða sjálfstæða skoðun.  Það væri hreinlega framandi.


mbl.is „Þurfa að svara fyrir fyrri samning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomið ábyrgðarleysi

Lýðskrumarinn og tækifærissinninn Lilja Mósesdóttir hefur enn einu sinni sýnt í verki fullkomið ábyrgðarleysi og skilningsleysi á aðstæðum.  Ætli hún geri sér nokkra grein fyrir því að falli fjárlögin þá er verið að opna leið fyrir glæpahyskið í Valhöll að kjötkötlunum á nýjan leik ? Skilur manneskjan ekki sem þó er hagfræðingur að fjárhyrslur ríkissins eru tómar ?  Hvernig vill hún ná endum saman, hækka skattana ennþá meira?   Það eru aðeins 2 leiðir, hækka skatta eða skera niður.    

En tækifærissinnar eru allir eins.  Þeir nýta sér tilteknar aðstæður til að slá sig til riddara og láta aðra lýta út fyrir að vera skúrka.  Lilja er með þessu að láta samflokksmenn sína og ríkisstjórnina líta illa út en hefur ekki frekar en stjórnarandstaðan ekki nokkurn skapaðan hlut að færa fram sjálf.   Hún vill ekki samstarf vð AGS.  Flestir gera sér þó grein fyrir því að ef AGS hefði ekki komið hér að málum þá væri orðin hér algjör landauðn.  AGS kom til okkar líflínu haustið 2008 þegar allt var að hrynja, það er eins og sumir geti ekki skilið það eða vilji ekki viðurkenna það.  Engin þjóð var tilbúin til að lána okkur fyrir nauðþurftum á þeim tíma nema í gegnum AGS.  Lilja veit betur, hún er bara einhver ömurlegasti populisti sem þetta land hefur alið ásamt forsetanum.  Hún ætti eiginlega að flytja lögheimili sitt á Bessastaði.


mbl.is Hafnar niðurskurði í frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heykvíslahjörðin rekur upp harmakvein

Það er kostulegt að lesa viðbrögð heykvíslahjarðarinnar við þessari frétt.  Fyrirsagnir eins og "landstómur blablabla" , "þjóðin borgar ekki",  "vonandi tefst það" eru dæmigerðar fyrir þessa hjörð sem er fyrirmunað að skilja að tafir á þessu máli hafa þegar kostað þjóðina dýpri kreppu, lengri gjaldeyrishöft, meiri landflótta og álitshnekki í alþjóðlegu viðskiptalífi til langframa , nokkuð sem þjóðin mátti tæplega við eftir "afrek" nýfrjálshyggjunnar hér undanfarin ár.

Nú liggur víst á borðinu samningur sem er okkur mjög hagstæður og alveg ljóst að hagstæðari kjör munu ekki bjóðast með samningaleiðinni.   Heykvíslahjörðin vill dómstólaleiðina sem AUÐVELDLEGA GÆTI ENDAÐ ÞANNIG AÐ ÍSLENDINGUM BERI AÐ GREIÐA MIKLU MEIRA EN ÞESSIR SAMNINGAR KVEÐA Á UM.  Þetta pakk sem ég kalla svo, landeyður, lýðskrumarar og vesalingar vilja taka stórkostlega áhættu með framtíði þjóðarinnar frekar en að klára málið með samningi sem er þess eðlis að hámarksgreiðsla Íslands verður 50 milljarðar á löngu tímabili sem mun ekki á nokkurn hátt vera erfitt að borga af, OG JAFNVEL MÖGULEIKI AÐ EKKI FALLI EIN EINASTA KRÓNA Á ÍSLAND EF HEIMTUR VERÐA GÓÐAR ÚR ÞROTABÚI LANDSBANKANS OG REYNDAR ER ÝMISLEGT SEM BENDIR TIL ÞESS.  NEI HEYKVÍSLAHJÖRÐIN VILL FREKAR TAKA SÉNSINN Á AÐ RÚSTA ENDANLEGA FJÁRHAGSLEGRI FRAMTÍÐ ÞJÓÐARINNAR.  Ef orðið "Landráðahyski" á einhverntímann við, þá er það núna.


mbl.is Niðurstaða vonandi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband