Stórtíðindi í lítilli frétt

Það er skrítið hvað heykvíslahjörð íhaldsins á moggablogginu er þögul um þessa frétt.  kannski er það reyndar ekkert svo skrítið því þessari náhirð er eins og sjálfstæðisflokknum skítsama um hinn venjulega Íslending.

Enda sjáum við - jú sjálfstæðisflokkurinn situr hjá og afsökun Sigurðar Kára fyrir því er hreinlega fjarstæðukennd og hlægileg. 

Hér er um gríðarlega réttarbót fyrir gjaldþrota einstaklinga, nú geta handrukkarar innheimtufyrirtækjanna ekki elt þá áratugum saman eins og áður var og þeim einstaklingum sem lenda í gjaldþroti er þar með gert kleift að hefja aftur nýtt líf.   Reyndar alveg stórmerkilegt hvað fjölmiðlar í dag hafa takmarkaðan áhuga á þessu máli.  Þeir eru fljótir að hjóla í ríkisstjórnina þegar hún þarf að taka óvinsælar ákvarðanir en þegar eitthvað jákvætt gerist þá er bara þagað.  Moginn á þó heiður skilinn í þetta skiptið fyrir að segja yfirhöfuð frá þessu.


mbl.is Fyrningarfrestur styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

ég er sjálfstæðismanneskja og mjög ánægð með þetta. Þetta ætti að setja þrýsting á fjármálastofnanir að semja um skuldaleiðréttingar.

Ánægð með að mitt fólk hafi ekki greitt atkvæði á móti þó að þeim fyndist frumvarpið gallað og efuðust um að það nýttist þeim sem mest þyrftu á að halda.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.12.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband