Það á að draga sjálfstæðisflokkinn í heilu lagi fyrir landsdóm

Þessi flokkur, eða réttara sagt skipulögðu glæpasamtök sem kallast sjálfstæðisflokkur, hefur valdið þjóðinni þvílíkum skaða í gegnum tíðina að í raun ætti að draga hann í heilu lagi fyrir landsdóm  Síðustu 18 árin fyrir hrun stjórnaði FLokkurinn því sem hann vildi.  Hann innleiddi hömlulausa nýfrjálshyggju í þjóðfélaginu en hún fólst aðallega í því að flokksgæðingum voru færð auðæfi þjóðarinnar á silfurfati.  Fyrst kvótinn, síðan bankarnir og flestöll fyrirtæki sem áður höfðu verið í eign þjóðarinnar.

Icesave þekkja svo allir, sjalli gaf sjöllum Landsbankann, sjallar stofnuðu og markaðssettu Icesave, sjallar settu bankann á hausinn og sjallar komu þannig icesave viðbjóðinum á þjóðina.  Sjallar lofuðu svo Bretum og Hollendingum að greiða icesave með 6,7% vöxtum en öll þessi forsaga icesave virðist týnd og tröllum gefin núna, - nú skyndilega ákveða sjallar að icesave hafi byrjað þegar slökkviliðið reyndi að semja um þennan viðbjóð sem sjallra skildu eftir sig.

Gjaldþrot seðlabankans er svo enn einn kapitulinn og er margfalt dýrari en icesave skuldin en fær enga umfjöllun í fjölmiðlum enda heilagur davíð sem á í hlut og þá má ekki snerta hár á höfði náhirðarkóngsins, það gæti fokið í hann.  En að draga kónginn fyrir landsdóm ?  Nei, Gulli litli styrkþegi hefur ekki áhuga á því.

Að lokum er athyglisvert að renna yfir þingflokk sjálfstæðisflokksins.  Þar sitja amk. 2 stórtækir kúlulánaþjófar, formaðurinn er flæktur í mjög vafasöm viðskipti sem kostuðu þjóðina 12 milljarða (Landsdómur ? ónei), þarna er skattsvikari, þarna finnum við marga styrkþega og til að kóróna glæsilegan þingflokk er svo dæmdur þjófur í hópnum.   ....Gulli Landsdómur hvað ?


mbl.is „Nú er þetta allt orðið ég einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki til pillur við þessu Óskar?

Sveinn (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Óskar

Nei Sveinn, ekki frekar en að eru ekki til pillur við siðblindu sem 35% þjóðarinnar sem kjósa sjálfstæðisflokkunn þurfa sárlega á að halda.

Óskar, 13.12.2010 kl. 13:09

3 identicon

Hér kemur afrekalisti þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Endilega deilið honum á sem flesta.

1. Ábjörn Óttarsson, játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti.

2. Árni Johnsen var dæmdur fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Svo tók hann garð-hellur án leyfis um daginn, en er búinn að skila þeim aftur, eftir að frétt hafði komið um málið á netinu. Sumir læra aldrei neitt.

3. Bjarni Benediktsson tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, stærsta olíufyrirtækis Íslands. (Ben-fjölskyldan á sumarbústað á Flórída sem kostar meira en 600 miljónir. Fólki finnst það samt eiga samleið með Ben-fjölskyldunni og Sjálfstæðisflokknum).

4. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þáði tæplega 25 milljónir í styrki sama árið og hann hafði millgöngu fyrir 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins - á sama tíma áttu styrkveitingur beinna hagsmuna að gæta gagnvart ríkinu.

5. Kristján Þór Júlíusson er Ísfirðingum góðu kunnur og ekki af góðu, enda muna þeir hvernig hann fór með þá í Guggumálinu. Prófið að gúggla "Kristján Þór Guggan Samherji".

6. Ólöf Nordal sagði að Skýrsla Rannsóknanefndar Alþingis væri að þvælast tímabundið fyrir Sjálfstæðismönnum. Hún er einmitt nefnd í skýrslunni undir kaflanum um lánveitingar til þingmanna - endilega lesið hann. (Framhald....)

7. Óli Björn Kárason, var-þingmaður og fyrrverandi ritstjóri hægriöfga-vefsins amx.is skuldaði einmitt Kaupþingi um hálfan milljarð. Hefur átt það til að haga sér með dólgshætti við almenna borgara og þá drukkinn.

8. Sigurður Kári Kristjánsson, þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir greiddu honum féð.

9. Tryggva Þór Herbertsson þarf varla að kynna fyrir ykkur, þetta er maðurinn sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde. Svo þáði hann milljónir fyrir að gefa út einhvers konar heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið fyrir utan fleiri hundruð miljóna kúlulán.

Pétur Blöndal var aðal hvatamaðurinn af því að koma sparisjóðakerfinu í einkaeign sem varð svo til þess að það fór lóðrétt á hausinn. Fé án hirðis kallaði hann sparisjóðakerfið.

10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  var með milljarða skuldir frá Kaupþingi, en þar var eiginmaður hennar einn af hákörlunum sem stýrðu ferðinni.

Svo eru einn þingmaður  flokksins í leyfi – ath.  Þeir sem fóru í leyfi  sögðu ekki af sér!

11. Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni, en sá sjóður fór langt frá auglýstri fjárfestingarstefnu sinni sbr. Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Þannig að það er fátt um fína drætti í þingflokki Sjálfstæðismanna. Það er einna helst að maður geti bent á Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem einu heiðarlegu manneskjuna innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Ég spyr bara, hvernig fær fólk sig til að styðja annan eins Flokk og Sjálfstæðisflokkinn?

Valsól (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert alveg ágætur Óskar, en ansi er þetta nú mikil einföldun hjá þér á staðreyndum.

Það er alveg óþarfi að missa sig þó ráðist sé á Steingrím!!

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Og samfylkinguna, ekki gleyma, þeyr sögðu flokkinn allan sekan, ekki einstakling. Og svo Icesafe, ekki gleyma vinstri grænum með KÚBU stefnuna! það er af mörgu að taka svo þú ættir bara að vera rólegur, Óskar minn!Þetta á allt eftir að skírast!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.12.2010 kl. 13:53

6 identicon

Þáveradni seðlabankastjóri Davíð Oddsson lofsöng Landsbankann og Icesave þegar hann ræddi við fréttamanninn Faisal Islam á bresku sjónvarpsstöðinni Channel four í febrúar 2008. Fréttamaðurinn skrifaði svo grein um ástandið sem birtist í tímaritinu Monocle í febrúar 2009 eða nákvæmlega ári síðar og birti viðtal við Davíð um Icesave og Kaupthing Edge.


Þar segir hann:
,,innstæður eru öruggar aðallega í Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður fyrir 120 árum. Hann er virtur og gengur vel hér á landi og annars staðar. Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann.“


Davíð segir í þessu viðtali við Faisil: ,,Ég held að íslenski bankar hafi áttað sig á því fyrir tveimur árum að þeir ættu að fara innlánaleiðina frekar en að endurfjármagna sig á markaði. Það var eðlilegra að gera slíkt með innlánum og það hefur gengið vel. Ég held að við ættum að hrósa þeim fyrir það en ekki refsa þeim.”


Takk fyrir Icesave Davíð.

Valsól (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:26

7 Smámynd: Óskar

Gunnar stundum þarf að einfalda og stytta langt mál.  Synalisti sjalla er of langur til að ég nenni að birta hann hér en allt í þessu bloggi er satt og rétt enda fær maður sjaldan rök til baka.   -Flest svörin svona eins og frá honum Eyjólfi, röflar eitthvað óskiljanlegt óráðshjál um samfylkinguna og vg.  Valsól, já þetta er glæsilegur þingflokkur hjá sjöllum, hann ætti eiginlega að fá sér gang á Litla Hrauni, menn hafa nú setið þar fyrir minna en þetta.

Óskar, 13.12.2010 kl. 15:35

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Óskar en Samfylkingin Jón Ágeir og kó áttu hana skuldlaust áþá ekki að draga hana fyrir landsdóm

best væri að gefa öllum flokkum 2 ára frí og hætta öllum fjárstuðningi við alla flokka og setja það fé þar sem það gagnast 

setja upp starfstjórn þann tíma 

Magnús Ágústsson, 13.12.2010 kl. 15:35

9 identicon

Kristján Þór var bæjarstjóri á Ísafirði þegar eigandinn seldi Gugguna til Samherja. Er það honum að kenna að hún var seld? Er það honum að kenna að Samherji stóð ekki við sitt? Þú ert uppfullur af heift og drullar yfir menn, sumt satt og annað logið en til hvers? Líður þér betur á eftir? Þú passar þig líka að snerta ekki á málefninu sem bloggið er þó tengt við... áttu engar varnir fyrir leiðtoga þinn og eyst því aðra auri í staðinn? Þú átt bágt.

Ben (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 17:41

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar"

Það er alltaf væl í öllum öðrum en ykkur, skelfing hefur Steingrímur (vitringur) heilaþvegið ykkur!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.12.2010 kl. 17:44

11 identicon

Það er eðli kommúnismans að heilaþvo fólk snúa út úr og sjá ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í augum náungans. Gömul sannindi og ný. Þú Óskar villt sjálfsagt ekki draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm þrátt fyrir að hún hafi staðið í nákvæmlega sömu hlutum og Geir Haarde. Hvað þá Svavar Gestson sem var á góðri leið með að gera þetta land óbyggilegt einn og sér af því að hann ætlaði ekkert að eyða löngum tíma í þessa samninga eins og hann sagði í utvarpsviðtali skömmu eftir sína undirskrift. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 19:41

12 identicon

hahaha ;) Já eðli kommúsnismans er að heilaþvo fólk snúa út úr og sjá ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í augum náungans.

Já... hmmmm Já...  Þetta er allt bara Kapitalismi vs Kommúnisti.. Ú á vinstri áfram hægri !!!!!!!!!!!!

Í þessum kommentum hér að ofan er mjög augljóst hverjir eru með tilfinningalegan varnarmekanisma og hverjir eru að koma með góðar upplýsingar til að sýna fram á spillta siðferðiskennd ákveðins hóps.

Reynum að vera fólk, ekki hugtök eða stefnur. 

Nonni (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:16

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skoðanakönnun:

Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?

-

Takið þátt og farið á hlekkinn:

 -

http://gthg.blog.is/blog/gthg/

-

Með kveðju, Björn bóndi     

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 11:18

14 Smámynd: Óskar

Já Sigurbjörn, sjallinn hann Gunnart Th. mundi nú tæplega setja skoðanakönnun á síðuna sína um hvort draga ætti hrunkónginn í Hádegismóum fyrir landsdóm.

Óskar, 14.12.2010 kl. 12:09

15 Smámynd: Óskar

Hér er svo bloggfærsla sem ætti að vera skildulesning fyrir þá sem eru enn að íhuga að kjósa náhirðarflokkinn. http://blog.eyjan.is/fia/2010/12/14/medan-ekkert-gerdist/

Óskar, 14.12.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband