Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2010 | 02:57
Járntjaldið fallið
Það felast í þessu meiri tíðindi en ein lítil frétt nær að covera. Málið er að skv. erlendum fjölmiðlum er þetta í fyrsta skipti sem þeldökkur maður nær kosningu í eitthvað alvöru embætti í Austur Evrópu að Rússlandi meðtöldu. Þessi lönd hafa verið langt á eftir Vesturlöndum hvað mannréttindi og jafnrétti kynþátta varðar og er rasismi landlægur og áberandi víðast hvar í Austur Evrópu. Fordómar gagnvart samkynhneigðum eru á svipuðu róli og þeir voru hér fyrir 50 árum eða svo. En þessi frétt markar því tímamót og vonandi fellur nú þetta járntjald líka.
![]() |
Afrískur læknir bæjarstjóri í Slóveníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2010 | 16:34
Tapaði svo miklu að hann hefur efni á Sjóvá
Þessar ömurlegu tilraunir Heiðars til að snúa staðreyndum á hvolf eru aumkunarverðar. DV hefur ótal gögn undir höndum þar sem vitnað er beint í tölvupósta sendum af Heiðari og það er einfaldlega ekkert hægt að misskilja þá.
Það er aðeins landráðamenn sem slátra gjaldmiðli eigin þjóðar. Landráðamenn á ekki að taka neinum silkihönskum, ég ætla nú ekki að segja upphátt hvað mér finnst að eigi að gera við landráðamenn.
Svo þykist vesalingurinn hafa tapað svo voðalega á hruninu,,, að já hann ætlar að kaupa Sjóvá! Bíðum við, var að ekki fyrirtækið sem var rekið af Engeyjararmi sjálfstæðisflokksins (Heiðar er tengdasonur BB) og síðan rændu þessir eðalsjallar fyrirtækið innanfrá með þeim afleiðingum að ríkið þurfti að henda í það 12 milljörðum til að halda því gangandi. Enn eitt "afrek" sjálfstæðisflokksins - Reyndar kominn tími á að einhver hlutlaus hagfræðingurinn reiknaði út hvað þessi skipulögðu glæpasamtök sem kall sig sjálfstæðisflokkinn hafa kostað þjóðina. Þessir 12 milljarðar sem fóru í að bjarga Sjóvá hefðu betur farið í fjölskylduhjálp Íslands.
![]() |
Undirbýr meiðyrðamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.10.2010 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2010 | 12:36
Áfall fyrir fjármagnseigendamafíuna
Þetta er risastór frétt í litlum og ómerkilegum umbúðum. Í raun er þetta lyklafrumvarpið með öðrum formerkjum. Nú geta kröfuhafa ekki hundelt fólk áratugum saman og lagt líf þess í rúst eins og ótal dæmi eru um.
Það þarf hugaða ríkisstjórn til að samþykkja svo róttækar breytingar á högum almennings, sérstaklega á þessum tímum. ÞAÐ VERÐUR AFAR FRÓÐLEGT AÐ SJÁ VIÐBRÖGÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VIÐ ÞESSUM TÍÐINDUM!
![]() |
Skuldir fyrnist á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.10.2010 | 18:52
Sjálfstæðisflokkurinn þvælist fyrir
Enn ítrekar varaformaður sjálfstæðisflokksins þá afstöðu flokksins að hann hefur ekki nokkurn ,nákvæmlega engan áhuga á því að leysa skuldavanda heimilanna. Allt kjaftæði um að þetta verði að gera um leið og farið er í atvinnumálin er auðvitað helvítis fyrirsláttur.
Sjálfstæðisflokkurinn er að sanna sig sem flokkur auðjöfra og kvótakónga. Þessi flokkur sem er valdur bæði hugmyndafræðilega og framkvæmdalega að mesta efnahagshruni sem vestræn þjóð hefur glimt við á síðari tímum, hefur ekkert lært. Það litla sem eftir er í þessu landi til að ræna af almenningi, því mun hann ræna komist hann til valda.
Þessi flokksómynd og samansafn glæpamanna heldur áfram að þvælast fyrir uppbyggingarstarfinu hér fram í rauðan dauðann. Sjáið bara þingmannahópinn: Kúlulánaþegar, styrkþegar, þjófar og skattsvikarar - já allt í sama flokknum. Glæsilegt!
![]() |
Ekki raunverulegur samráðsvettvangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.10.2010 | 15:55
Nú spangólar heykvíslahjörðin
Nú þegar þessi "glæsilega" arfleifð sjálfstæðisflokksins er kannski að leysast þá má búast við að heykvíslahjörðin sem vill einangra landið frá samskiptum við umheiminn ærist, spangóli, grenji og væli. Að vísu eru sífellt fleiri að gera sér grein fyrir því að Indefence, forsetinn og hringlandaháttur stjórnarandstöðunnar í þessu máli hefur stórskaðað efnahag þjóðarinnar og orðspor hennar út á við. Stór fyrirtæki eiga í vandræðum með að fjármagna sig útaf þessu máli sem hefur hliðaráhrif á allt atvinnulífið, svo einhverjar afleiðingar séu nefndar. Gjaldeyrishöftin verður ekki hægt að afnema verði þetta mál ekki leyst. Dómstólaleiðin getur aldrei verið hagstæð fyrir Ísland vegna neyðarlaganna en það getur heykvíslahjörðin einfaldlega ekki skilið.
Eða haldið þið að það sé tilviljun að það hefur ekki heyrst orð frá Indefence í marga mánuði? Jú fyrirgefið, það heyrðist frá þeim síðast þegar hópurinn þáði sérstök verðlaun frá Kjartani Gunnarssyni í Landsbankanum!
Vonandi er það rétt að lausn er í sjónmáli og þar með væri einn skítaklumpurinn sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig frá.
![]() |
Skriður kominn á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 21:43
Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn með bankapakkinu
Sjálfstæðisflokkurinn fer undan þessu máli í skemmtilegum flæmingi. Bjarni Ben reyndi að ljúga því að þjóðinni að honum hafi ekki verið boðið á samráðsfundina en varð svo að viðurkenna það að hann hafði bara engan áhuga á að leysa skuldavanda heimilanna. Flokkurinn hefur nú berrassað sig framan í landsmenn rétt einu sinni sem flokkur sérhagsmuna og varðhundur LÍÚ og auðvaldsins.
Hann stendur þétt að baki Birnu kúlu bankastjóra sem fékk sínar skuldir niðurfelldar, ekki bara 18% heldur 100%! Almenningur er nú ekki svo galinn að fara fram á það. Reyndar er ekki rétt að tala um niðurfellingu heldur leiðréttingu. Það er greinilegt að sjálfstæðisflokkurinn og bankarnir hafa nú tekið höndum saman um að gæta þess að stökkbreytt okurlán sem heimilin eru að kikna undan verða ekki leiðrétt. Við þekkum þetta lið! Þið þarna 35% sem ætlið að kjósa hyskið, verði ykkur að góðu.
![]() |
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.10.2010 | 12:32
Ömurleg hræsni sjálfstæðisflokksins
Nú rétt í þessu lauk fundi stórnar og stjórnarandstöðu. Stjórnin vill vita hvað stjórnarandstaðan hefur fram að færa í þessu máli. Framsókn virðist nokkuð heil, hrein og bein í því að vilja fara almenna leiðréttingaleið.
En öðru máli gegnir um sjálfstæðisflokkinn. Á rúv var viðtal við Ólöfu Norðdal sem hefur greinilega ekki nokkurn áhuga á að leysa vanda heimilanna. Hún röflaði í sífellu um atvinnumálin og reyndi að tengja þau þessu máli.
Bjarni Ben hafði áður tekið í svipaðan streng, reyndi að ljúga því að honum hefði ekki verið boðið á samráðsfundina en varð svo að viðurkenna undir rós að hann hefur ekki nokkurn áhuga á að leysa skuldavanda heimilanna.
Svona er sjálfstæðisflokkurinn grímulaus. Flokkur fjármagnseigenda, blóðsuga á almenningi. Þessi flokkur, einstaklingar innan hans, fyrrverandi ráðherrar OG EKKI SÍST ÖMURLEG HUGMYNDAFRÆÐI HANS SEM BYGGIR Á GRÆÐGI OG MANNVONSKU, HEFUR KOSTAÐ ÞJÓÐINA ÞVÍLÍKAR UPPHÆÐIR AÐ HÚN VERÐUR ÁRATUGI AÐ NÁ SÉR EFTIR RÁN ÞESSARA MANNA.
![]() |
Engin verkáætlun kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2010 | 13:22
Hvað er Birgitta með í laun frá okkur ?
Hræsni hreyfingarþingmanna er með eindæmum. Það er auðvelt að vera í stjórnarandstöðu, rífa kjaft hægri vinstri en þurfa aldrei að taka ábyrgð á gerðum sínum eða orðum. Þjóðin hefur hvað eftir annað horft upp á veruleikabrenglaða stjórnarandstöðuna eyðileggja og tefja hér uppbyggingarstarfið eftir hrun sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn ber þó meginábyrgð á.
Hvað hefur Birgitta í laun frá þjóðinni ? Hvað hefur Óli Björn í laun frá þjóðinni ? Allavega nóg fyrir búsinu, svo mikið er ljóst.
Hræsni sjálfstæðisflokksins birtist svo í vægast sagt vandræðalegum tilburðum Bjarna Ben þessa dagana. Hann reyndi að ljúga því að þjóðinni að honum hefði ekki verið boðið á fundi um skuldavanda heimilanna, en svo neyddist hann til að VIÐURKENNA AÐ HANN HEFUR EKKI NOKKURN ÁHUGA Á AÐ LEYSA SKULDAVANDA HEIMILANNA! - TIL AÐ KÓRÓNA VERULEIKABRENGLUNINA HELDUR HANN ÞVÍ FRAM AÐ 8000 MANNS HAFI VERIÐ Á AUSTURVELLI TIL AÐ KOMA HONUM TIL VALDA!!
![]() |
Tunnur barðar við Stjórnarráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2010 | 15:48
Þessa menn upphefja forsetinn og ESB andstæðingar
Ég geri ráð fyrir því að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fagni einnig með Norður Kóreumönnum og Kínverjum enda eyddi hann ómældum tíma við setningu Alþingis í að mæra vini sína sem halda hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum þegna sinna í gíslingu. Á sama tíma og 8000 Íslendingar mótmæltu á Austurvelli vék forsetinn ekki einu orði að þjáðum samlöndum sínum.
ESB andstæðingar hafa einnig horft í þessa átt, til Kína og Rússlands. Þeir vilja efla tengsl við ríki sem troða illilega á mannréttindum þegna sinna, drepa og fangelsa þá sem mótmæla stjórnvöldum. Það er svona hyski sem ESB andstæðingar vilja friðmælast við í stað þess að efla tengsl við öflugustu lýðræðisþjóðir veraldnar þar sem mannréttindi eru efst í forgangsröðinni. Forsetinn hlýtur að senda Norður Kóreu afmælisskeyti.
![]() |
Kínverjar fagna með N-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2010 | 18:35
Rétt hjá þér Steingrímur - en GERÐU ÞÁ EITTHVAÐ!
Mikið Rétt hjá þér Steingrímur, ég var þarna í dag vegna þess að það er búið að ræna því sem ég átti þó í minni íbúð. Ég hef borgað af henni í 6 ár og á ekki krónu í henni, reyndar skulda ég 6 milljónir umfram verðmat á íbúðinni og bankinn vill ekkert gera, finnur hinar og þessar afsakanir til að gera ekki neitt -NEMA RUKKA! og ég borga enn samviskusamlega þrátt fyrir mikinn tekjumissi en í raun ætti ég að hætta því.
Ef stjórnin gerir EKKERT Á ALLRA NÆSTU VIKUM fyrir þá sem eru í þessari stöðu, og þeir skipta tugum þúsunda , þá herra Steingrímur er úti um friðinn í þessu landi. Þá er úti um ríkisstjórnina sem ég vonaði að héldi velli og gerði eitthvað fyrir almenning ÞVÍ EKKI TREYSTI ÉG STJÓRNARANDSTÖÐUNNI TIL ÞESS LEIDDRI AF GJÖRSPILLTUM ÞINGFLOKKI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
STEINGRÍMUR, HLUSTAÐU Á ÞAÐ SEM FÓLK SAGÐI Á AUSTUVELLI Í DAG OG FOKKING GERÐU EITTHVAÐ MAÐUR. EF ÞÚ TREYSTIR ÞÉR EKKI TIL ÞESS, Í GUÐANNA BÆNUM SEGÐU ÞÁ AF ÞÉR TIL AÐ RÝMA FYRIR FÓLKI SEM ÞORIR OG NENNIR AÐ GERA EITTHVAÐ Í MÁLUNUM.
![]() |
Óánægja vegna skuldavanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)