Ömurleg hræsni sjálfstæðisflokksins

Nú rétt í þessu lauk fundi stórnar og stjórnarandstöðu.  Stjórnin vill vita hvað stjórnarandstaðan hefur fram að færa í þessu máli.  Framsókn virðist nokkuð heil, hrein og bein í því að vilja fara almenna leiðréttingaleið.   

En öðru máli gegnir um sjálfstæðisflokkinn.  Á rúv var viðtal við Ólöfu Norðdal sem hefur greinilega ekki nokkurn áhuga á að leysa vanda heimilanna.  Hún röflaði í sífellu um atvinnumálin og reyndi að tengja þau þessu máli.  

Bjarni Ben hafði áður tekið í svipaðan streng, reyndi að ljúga því að honum hefði ekki verið boðið á samráðsfundina en varð svo að viðurkenna undir rós að hann hefur ekki nokkurn áhuga á að leysa skuldavanda heimilanna.

Svona er sjálfstæðisflokkurinn grímulaus.  Flokkur fjármagnseigenda, blóðsuga á almenningi.  Þessi flokkur, einstaklingar innan hans, fyrrverandi ráðherrar OG EKKI SÍST ÖMURLEG HUGMYNDAFRÆÐI HANS SEM BYGGIR Á GRÆÐGI OG MANNVONSKU, HEFUR KOSTAÐ ÞJÓÐINA ÞVÍLÍKAR UPPHÆÐIR AÐ HÚN VERÐUR ÁRATUGI AÐ NÁ SÉR EFTIR RÁN ÞESSARA MANNA.


mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ertu að segja að það sé Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig þessi Ríkisstjórn vinnur verkið sitt...

Þessi Vinstri Ríkisstjórn hlítur að hafa haft eitthverjar hugmyndir í farteski sínu þegar hún lofaði okkur fólkinu í Landinu að skjaldborg ætlaði hún að slá utan um heimili okkar og fyrirtæki...

Þessi Vinstri Norræna Velferðar-ríkisstjórn er ekki að standa sig í einu eða neinu er varðar hag okkar og velferð..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Óskar

Ingibjörg, sönn og hrein sjálfstæðismanneskja!  Nærð að lesa eitthvað allt annað úrúr því sem ég skrifa heldur en það sem stendur í færslunni.

Nú hafa bæði formaður og varaformaður sjálfstæðisflokksins staðfest að flokkurinn hefur ENGAN ÁHUGA Á AÐ LEYSA SKULDAVANDA HEIMILANN,,,nema smá letrið,,- tekið sé á einhverjum allt öðrum og óskildum málum fyrst!  Svona haga sér bara hræsnarar en það er svosem ágætt að FLokkurinn kemur loksins grímulaus til dyra.  ..Halló , þið þarna 35% sem ætlið að kjósa FLokkinn,  wake up!

Óskar, 13.10.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þú hlítur að hafa sofið í þessi 2 ár. Sjálfstæðismenn hafa komið mer nokkrar tillögur, en það er bara ekki hlustað!! og hefur aldrei verið hlustað á minnihlutann! Þú segir að Ólöf nordal hafi verið að röfla' er þetta það sem þið kallið að hlusta á minnihlutan? Ég er viss um að Bjarni Ben og Ólöf Nordal hafa ekki komið þjóðinni í þessa klípu sem við erum í. Líttu þér nær Óskar!!!! Svona segir maður ekki!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ingibjörg og Eyjólfur - það er rétt hjá ykkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram ótal tillögur sem allar miða að því að leysa skuldavanda heimilanna - og fyrirtækjanna sem og að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Eitt af því sem hefur áunnist er að Icesave landráðið var stoppað af - sumar af tillögunum frá í fyrra hefur tekist að koma í gegn og núna um helgina ( eða fyrir helgi ) koma útfærðar tillögur frá flokknum.

En - ef þið tvö eruð ekki læknislærð þá getið þið ekki hjálpað Óskari - til þess hafið þið ekki læknisfræði kunnáttu og ég ekki heldur.

Verjum tímanum frekar í uppbyggilegar umræður og hugmyndasmíð - látum til þess bærar deildir sjúkrahúsanna fást við Óskar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband