Stjórnarandstaðan ætlar sér að koma í veg fyrir að málið leysist

Þetta nýjasta útspil stjórnarandstöðunnar í bandalagi við náhirðina í sjálfstæðisflokknum er með því ógeðfelldara sem sést hefur í Íslenskri pólitík.  Eitt það mikilvægasta við að ná nýjum samningi var að lækka vextina.  Þannig hafa margir talað t.d. forsetinn, Indefence og stjórnarandstaðan.   Nú svo stefnir í að málið leysist einmitt á þann veg og hvað gerist þá?  Jú stjórnarandstaðan grunar stjórnina um leynimakk!  Hvar eru rökin?  Hver í stjórnarandstöðunni þorir að koma fram og standa fyrir máli sínu?

Stjórarandstaðan hefur svo sannarlega opinberað skítlegt eðli sitt undanfarna daga.  Það sáum við í upphlaupi Bjarna Ben útaf viðræðum stjórnvalda við Bandaríkjamenn.  Bjarni hafði gagnrýnt stjórnina fyrir að tala ekki máli Íslands og þegar svo kemur í ljós að það hefur heldur betur verið gert þá gagnrýnir hann það líka.  Þessi drullusokksháttur Bjarna Milestone vafnings og augljós og áberandi.  Nú hefur hann svo fengið stólpípu Davíðs Oddssonar til að hjálpa sér að drulla yfir þjóðina nýjum lygum.  Þessi stólpípa heitir Agnes Bragadóttir.


mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar ef þú sérð ekki hvað er í gangi þá getur enginn hjálpað okkur, hjálpin liggur hjá þér og þínum krafan er þjóðstjórn ó háð flokksræðinu. Nú er þetta spurning um Lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Fáðu þér nú skóflu og grafðu þína gröf sjálfur!  Annað eins bull hefur maður bara ekki séð!

Björn Finnbogason, 20.2.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Björn á hvern ertu að deila? Ert þú ánægður með ástandið?

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn að sjálfsögðu eru til menn í öllum flokkum sem vinna að heilindum sem gætu tekið þátt í stjórninni en um leið ekki háðir flokksræðinu.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband