Skemmdarverkaliðið enn að þvælast fyrir á strandstað

Þessi hópur sem stendur að þessari tillögu hefur nákvæmlega ekkert erindi inná Alþingi Íslands þar sem verið er að reyna að koma þjóðinni uppúr kreppunni.  Þarna er samankomið fólk sem hefur ekkert vit á því hvað það er að gera, þarna eru líka lygarar og loddarar eins og Sigmundur Davíð og Höskuldur Noregsfarar.  Meiraðsega sjálfstæðismönnum dettur ekki í hug að leggja lag sitt við þennan félagsskap enda er hann þjóðinni beinlínis hættulegur.

Án aðstoðar AGS er ekki nokkur leið að koma efnahagslífinu aftur í gang.  Þar fyrir utan þarf að endurfjármagna stór lán á næsta ári og nauðsynlegt er að eiga vara gjaldeyrissjóð til að styrkja stoðirnar undir krónunni.  Það virðist þetta skemmdarverkafólk ekki geta skilið.  

Þetta fólk hefur nú þegar, ásamt reyndar sjálfstæðisflokknum og Indefence, stórskaðað þjóðina með því að tefja og þvæla Icesave málið von úr viti.  Kostnaðurinn sem hefur hlotist af því er margfalt meiri en hugsanlegur ávinningur af betri samning.  Ekki meira frá þessu pakki takk, það er komið nóg.


mbl.is Vilja hafna aðstoð AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

"Án aðstoðar AGS er ekki nokkur leið að koma efnahagslífinu aftur í gang."

Af hverju ekki?

Nú er rúmlega ár síðan stjórnarskipti urðu á Íslandi, og ástandið versnar enn, og það hratt. Hversu lengi á að afsaka sig með því að benda aftur til fortíðar?

Geir Ágústsson, 1.3.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Óskar

Ef þú lest það sem stendur á eftir viðkomandi setningu sem þú vitnar í þá sérðu rökin.  Það er búið að þvælast útum allan heim í leit að lánum.  Enginn vill lána okkur nema AGS.  Endurfjármögnun eldri lána 2011 getur því ekki átt sér stað án aðkomu AGS og ef við endurgreiðum ekki lán þá þarf ekkert að velta stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu lengur fyrir sér er það?

Óskar, 1.3.2010 kl. 11:59

3 identicon

Hvaða annarlegu sjónarmið liggja að baki?

Afhverju þarf lán til að borga önnur lán? Hvenær tökum við þá lán til að borga þau lán o.s.frv. Síðan hvenær varð endurfjármögnun forsenda velferðar?

Við erum búin að prufa að eiga helling af pening og það kom bara í ljós að margur verður af aurum api. Ég meina, gróði fór í að fjárfesta í meiri gróða, og svo þegar sá gróði var kominn í hús, þá þurfti að passa sig í að fjárfesta ekki í neinni vitleysu eins og menningu eða menntun heldur þurfti gróðinn að fara í að fjárfesta undir ennþá meiri gróða. Hvar endaði þessi vitleysa??? Jú með kreppu (reynda hálfaumkunarverðri þó). Og hvar mun þetta enda fái vitleysan að halda áfram?? Kannski með alvöru kreppu?

Hvernig væri að prufa hitt svona til tilbreytingar. Hætta að spila þennan vígaleik kapítalismans. Lán, Endurfjármagnanir, Gjaldeyrisvaraforði, Endurgreiðslur, Gjaldeyrissjóðir... Hver vill taka þátt í alþjóðasamfélagi sem snýst meira um þessi töfraorð kapítalismans heldur en að brosa, hafa gaman, lifa og ala upp börn? Allavega ekki ég.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:10

4 identicon

Í öðrum pistli kallar síðuhöfundur þingmenn "HREYFINGARINNAR, FORSETANN OG INDEFENCE" landráðamenn.

Say no more, þetta er ekki svaravert. 

sandkassi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Óskar

Rúnar- já afhverju ætli þurfi lán til að borga lán?  Ef þú átt ekki pening til að standa skil á lánum þá eru nú varla mörg úrræði fyrir hendi nema sleppa því að borga.  það virðist reyndar akkúrat vera það sem þú leggur til, vilt ekki taka þátt í alþjóðasamfélaginu.  Ég tel svoleiðis komment hreinlega ekki svaraverð.

Gunnar - gjörðir þessara aðila hafa kostað þjóðina ómælda fjármuni, dýpkað og lengt kreppuna eingöngu til að afla sér vinsælda.  Það gera aðeins landráðamenn.

Óskar, 1.3.2010 kl. 13:02

6 identicon

bull.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 15:36

7 identicon

Stöðug lán til að borga fyrri lán kallast nafni sem kapítalistarnir vilja ekki heyrt kallað sínu rétta nafni „skuldafangelsi“ og þátttaka í skuldafangelsi ber annað bannorð kapítalismans „skuldaþrældómur“. Þetta er heimskulegt kerfi sem leyfir yfirþjóðlegri yfirstétt kerfisbundið að níðast á alþjóðlegum verkalýð.

Ég er ekki að leggja til þess að við tökum ekki þátt í alþjóðasamfélaginu. Það þarf ekki að vera samansemmerki milli alþjóðasamfélagsins og alþjóðakapítalismans. Gallinn er sá að valdakerfi heimsins þröngvar þessu samansemmerki þarna með öllum tiltækum ráðum (m.a. með skuldafangelsi sumstaðar en hervaldi annarsstaðar). Og af tvennu illu vill ég frekar sleppa því að taka þátt í alþjóðasamfélagi sem þröngvar mann til að taka þátt í heimskulegu og ósanngjörnu kerfi.

En þá koma góðu fréttirnar. Alþjóðakapítalisminn er að hrynja og kannski verður bráðum hægt aðtaka þátt í einhverskonar „alþjóðasamfélagi“ án „alþjóðakapítalisma“

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband