7.3.2010 | 00:05
"Hlutlaust" mat frá fyrrverandi þingmanni sjálfstæðisflokksins
Auðvitað er Stefanía marktækur og hlutlaus álitsgjafi þegar kemur að túlkun á þessum kosningum. Hún sat að vísu á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda hrunsis, en alveg óþarfi að minnast á svoleiðis smotterí. Stefanía er ein af nokkuð mörgum sem virðist ekki hafa lesið á kjörseðilinn í dag. Það stendur hvergi að verið sé að kjósa um hvort semja eigi um þetta mál yfirleitt - það var verið að kjósa um einn tiltekinn samning en það virðist hafa farið framhjá sjálfum stjórnmálafræðingnum.
Ég spyr, ef stjórnmálafræðingur getur ekki skilið kjörseðilinn rétt, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að almenningur geti það?
Skilaboð til ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju læturðu svona, Óskar. Hefur þú heyrt eða séð nokkuð frá hlutlausum aðila í fjölmiðlum? Mér sýnist þeir allir meira og minna valdir út frá því hvaða fyrirframgefna skoðun menn vilja fá. Annars gæti alveg verið að Stefanía hafi eitthvað heyrt í Steingrími. Hann hefur ekki farið sérlega hljótt með hvernig hann grét utan í viðsemjendum og lofaði að tala við þá á sömu nótum, alveg burtséð frá úrslitum atkvæðagreiðslu, bara ef þeir yrðu ekki reiðir. Hvílíkt og annað eins. Þetta lið hefur lagst á eitt með að eyðileggja öll vopn sem leggjast okkur til, því miður.
Erlingur Friðriksson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:19
Mbl er nú einu sinni málgagn sjálfstæðisflokksins, ekki von á vitrænni eða málefnalegri umfjöllun þar. Því miður, þar sem þetta er mest lesni vefurinn. Sýnir bara enn og aftur hvað Ísland er orðið mikið drasl. Þessi kona er bara hlægileg, og þessar kosningar í dag algjör skrípaleikur.
Haraldur Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 05:17
Hvað lestu út úr þessu Óskar. Steingrímur Joð lagði hjarta og sál í að koma þessum ólögum í gegnum þingið á sínum tíma. Hann barðist fyrir því með brugðið réttlætisverð að það væri fásinna að Íslendingar borguðu ekki eftir lögunum. YFir 90% þjóðarinnar hafa hafnað þessum lögum. Var þetta mikil stjórnviska á stjónarheimilinu? Hvað segir þetta þér (?) og þótt þú sért ekki hlutlaus geturðu ekki sagt annað að ríkisstjórnin hafi klúðrað hlutunum big time.
Annars eru fæstir stjórnmálaskýrendur hlutlausir, jafnvel ekki blaðamenn. Það er bara fyndið að bera saman fyrirsanir Moggans og Fréttablaðsins. Eins og krakkar í sandkassaleik. Það vantar hlutlausan miðil og ekki er DV það.
Guðmundur St Ragnarsson, 7.3.2010 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.