Íslensk lög og hefðir gilda ekki í Evrópu

Þó Bjarni Ben haldi að Ísland sé nafni alheimsins og að Íslenskir aðilar geti rænt og ruplað útum allan heim án þess að það hafi afleiðingar þá er það bara ekki svo.  Þessi fyrirsögn er útaf fyrir sig súrrealísk, hvern andskotann kemur Evrópu við hvaða lagahefðir gilda á Íslandi þegar um er að ræða alþjóðamál ? 

Málið er að nú er að koma í ljós hvaða skaða Indefence , stjórnarandstaðan og forsetinn hafa valdið þjóðinni með því að tefja Icesave málið út í hið óendanlega.  Þessir aðilar fullyrtu að dómstólaleiðin yrði góð fyrir Ísland, flestir með eitthvað á millii eyrnanna gerðu sér þó grein fyrir því að í þessu máli er Ísland svo að segja algjörlega einangrað.  Neyðarlögin þar sem kveðið var á um að reikningar í innlendum lánastofnunum skildu tryggðir en ekki í útibúum þeirra erlendis eru auðvitað á svig við allt sem eðlilegt getur talist.  Þarna var málstað okkar algjörlega fórnað með gjörsamlega fáránlegri lagasetningu.

Jafnframt öskruðu þessir aðilar á að samningsstaðan yrði svo miklu betri eftr þjóðaratkvæðagreiðsluna!  Já bíddu við, hvar er þessi frábæra samningsstaða okkar núna ?  Hún er nefnilega svo góð að viðsemjendur okkar neita að setjast að samningaborði!  Það er að sannast sem réttilega var haldið fram að fyrir Breta og Hollendinga skiptir þetta mál í raun engu máli nema að þeir halda eðlilega í það prinsipp að láta ekki glæpastofnun ræna þegna sína þegjandi og hljóðalaust.  Fyrir Ísland skiptir það hinsvegar öllu að leysa þetta mál.  Það hefur ekkert breyst þó lítið hafi farið fyrir Icesave umræðum allra síðustu vikur. 


mbl.is Álitið gegn lagahefð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Það er nú svo.

Einnig mæli eg með að Bjarni og Pétur Blönd. lesi ESA áitið vandlega. )að vísu var Bjarni alveg viss um það haustið 2008 að dómsleið væri ófær)

Það er mjög afdráttarlaust - og ef menn hefðu kynnt sér mál 1% eða meira - hefði engum þurft að koma það óvart.

Ennfremur skil eg ekki gaura eins og Steán Má, að hann er að gefa sig út fyrir að vera sérfræðing og einhverja þekkingu á efninu.

Þessi niðurstaða er alveg fyrirséð - og málið er td. hvað mig varðar, að eg gat ekki (og get ekki ennþá) séð einhver horn eða vinkla sem koma íslandi til hjálpar í þessu máli.  Því miður.  Það sem hefur verið fært fram virkar svo orðhengils og útúrsnúningalega að til vansa er.  Í rauninni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þið eruð góðir saman - sé ég.

  • Icesave samningurinn, hefði bundið endi á efnahagslegt sjálfstæði Íslands - "full stop".
  • Þess vegna, var öllu - þá meina ég öllu - fórnandi til að fella hann.

Deiluna við Breta og Hollendinga þarf að leysa.

Það gerum við einfaldlega áfram, og engin ástæða er til að fara á taugum.

En, svar ESA - má segja að taki undir það sjónarmið, og um leið hafni þeim áróðri um annað, að skuldbining nái einungis til lágmark-upphæðar.

----------------------

Varðandi heilaga vandlætingu, sem alltaf kemur upp öðru hverju, þá hafa allir fengið greitt - þegar - sem nokkurn rétt eiga til greiðsla.

Svo, þ.e. einungis um að ræða hagsmuni skattgreiðenda landanna - sem við eigum í deilu við. Fyrir þá, er að sjálfsögðu þessi kostnaður, einungis dropi í hafið sbr. þ.s. þeir sjálfir eru að borga í kostnað, vegna eigin kreppu.

Þó svo, að hve upphæðin er lítil fyrir þá, hafin engin áhrif á lagaformlega stöðu, þá er hún ágætt svar við heilagri vandlætingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skondið hvernig allir, þar með talið ESA, virðast hunsa þá staðreynd að það er aðeins einn aðili sem er ábyrgur fyrir greiðslum til innstæðueigenda vegna greiðslustöðvunar banka. Það er Tryggingasjóður Innstæðueigenda og Fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun og nýtur ekki ríkisábyrgðar skv. áliti ríkisendurskoðunar, og slík ábyrgð er beinlínis bönnuð skv. evróputilskipun um innstæðutryggingar. Þetta stendur skýrum stöfum í texta tilskipunarinnar, ef menn hefðu nú bara fyrir því að lesa hana, eins og Rannsóknarnefnd Alþingis virðist sem betur hafa gert og fram kemur í skýrslu hennar.

Og talandi um jafnræði og mismunun, hvenær ætla Bretar að beita hryðjuverkalögum gegn bandarískum bönkum, sem hafa bakað þeim og öðrum Evrópubúum margfalt meira tjón en þeir íslensku hefðu nokkurntíma getað gert? Eða er það sanngjarnt að draga Íslendinga eina til ábyrgðar fyrir meint tjón af völdum banka, þegar vandamálið er alls ekki séríslenskt? Það væri forvitnilegt að heyra álit ESA á slíkri mismunun vegna þjóðernis.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2010 kl. 19:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðmundur, þessu er öllu svarað í áliti esa.  Reyndar er eg marg, margbúinn að skýra þetta út fyrir ykkur.

Sko, það sem eg gerði var að kafa til botns.  Eg skoðaði dómafordæmi ECJ varðandi ábyrgð ríkja.  Í því ljósi er ómögulegt annað en skynja að mjög erfitt er um vik fyrir ísland í málinu - ogtil þess að einhver vopn væru, þá þyrfti mér að yfirsjást eitthvað grundavallaratriði.  Slík atriði hafa ekkert komið fram so far.  Þetta hjá þeim Stebba og Lalla er svo grunnt að tekur engu tali. 

Nú kann einhver að segja;  ECJ?  So what o.s.frv.  Málið er að EFTA dómstóllinn hefur fylgt sömu línu.  Það eru ekki eins margir dómar og línan er ekki nærri eins skýr - en í rauninni er þetta alveg það sama.  Dómstólarnir fylgja sömu hefð og línu. 

Sjáið þetta í álitinu.  það hvort sjóðurinn sé formlega undir ríkinu samkv. íslenskum lögum - það er bara ekkert relevant ! :

"Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999. 

As a consequence any breach by the Fund of the Directive is directly attributable to the Icelandic State.

The Court of Justice has held that a directive may be relied on as against a State,  regardless of the capacity in which the latter is acting, that is to say, whether as employer or as public authority. The entities against which the provisions of a directive that are capable of having direct effect may be relied upon include a body,   whatever its legal form,  which has been made responsible, pursuant to a measure adopted  by the State, for providing a public service under the control of the State and has for that purpose special powers beyond those which result from the normal rules applicable in relations between individuals. 

The Deposit Guarantee Fund was established by law with the sole purpose of fulfilling Iceland's obligations under Directive 94/19 as well as Directive 97/9. The Fund has no other tasks than the fulfilment of this public law obligation.

Moreover, all member companies operating in Iceland are obliged to finance the Fund in accordance with Articles 6 and 7 of the Act. Consequently, the Fund is to be regarded, for the purposes of EEA law and Directive 94/19, as an emanation of the Icelandic State.

Even if that were not the case that the Fund is part of the Icelandic State and is considered to be an independent entity, the State remains under the obligation to ensure full compliance with the Directive and proper compensation of depositors  under its terms.

Lesið þetta svona 10-20 x hægt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi setning: "Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999," er jafn-arfavitlaus og heildarniðurstaða álits ESA í þessu máli. Dírektív eða tilskipun Evrópubandalagsins 1994/19/EC, sem hér hefur verið leidd í lög 1999, tiltekur, að ríki geti ekki verið gert skuldbundið um innistæðu-tryggingar, ef stofnaður hefur verið tryggingasjóður. Til þess sjóðs mátti ríkið EKKI leggja fé skv. þeirri8 tilskipun. Hann ER sjálfseignarstofnun.

ESA er ekki hlutlaus stofnun gagnvart okkur og Evrópubandalaginu. Og Ómar Bjarki virðist af einhverjum undarlegum ástæðum jafnan kjósa að vera málsvari Brussel-valdsins fremur en þjóðar sinnar.

Guðmundi Ásgeirssyni þakka ég hans snjalla innlegg. Fylgizt líka með málinu á bloggsíðu Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson, 26.5.2010 kl. 22:32

6 Smámynd: Óskar

það þýðir náttúrulega ekkert að rökræða þessa hluti við Guðmund og Jón Val enda algjörlega blindir-  hamast bara á einhverjum lagaklausum sem enginn utan einhverra þjóðrembubjálfa á Íslandi túlka okkur í hag.

Ég vil benda á að þessir menn sögðu að stóra Neiið í grínþjóðaratkvæðagreiðslunni átti að styrkja samningsstöðu Íslands alveg gífurlega.  - Hún hefur styrkst svo mikið að nú nennir enginn að tala við okkur lengur!  Þið eruð hlægilegir báðir tveir.

Óskar, 27.5.2010 kl. 00:48

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar, það gleður mig ef þú getur a.m.k. hlegið að mér og Jóni Val, það hefur alltént góð áhrif á heilsuna! Það gleður mig líka að þú skulir þó viðurkenna að við beitum rökum, því þá erum við líklega ekki að beita rökleysum!

Hinsvegar er ég alls ekki að túlka nokkurn skapaðan hlut í athugasemd minni hér að ofan, sem er tvíþætt. Annars vegar vísa ég á staðreyndir sem standa orðrétt í tilskipun 94/19 og þarfnast engrar túlkunar við, og hinsvegar vísa ég í álit Ríkisendurskoðunar sem er ótvírætt og yfir alla túlkun hafið. En hver myndi samt ekki túlka lagarök sjálfum sér í hag?

Hvað varðar samningsstöðu Íslands, þá styrkist hún óðfluga eftir því sem örvæntingin vex vegna skuldakreppu Evrópu. Ef mótaðilarnir nenna ekki að tala við okkur þá er það fínt, þeir rukka okkur allavega ekki á meðan!

En svo ég fari út í aðra sálma, þá virðist aldrei vera nóg hamrað á því að Landsbankinn var einkarekinn glæpabanki, og ábyrgðarröðin gagnvart afleiðingum af rekstri hans held ég því að flestir geti sammælst um að sé:

  1. Skaðabótaábyrgð stjórnenda og fyrrum eigenda bankans
  2. Greiðsluskylda Tryggingasjóðs vegna innstæðna í bankanum
  3. Meint skylda ríkisins til að ábyrgjast lántöku Tryggingasjóðs

Takið eftir að þarna kemur ríkisábyrgðin ekki fyrr en í þriðja sæti og er í besta falli óbein og umdeild að réttmæti, en fyrri tvö atriðin eru það ekki. Vandamálið með atriði #2 er að TIF er álíka gjaldþrota og Landsbankinn. Vandamálið með atriði #3 er að í framkvæmd myndi þurfa að fjármagna það með afturvirkri skattheimtu, en slíkt stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins sem er æðri öllum öðrum lögum. Fullyrðingar um að ríkisábyrgðin sé óhjákvæmileg vegna EES eru þannig um leið fullyrðingar um ólögmæti þess samnings. Þá stendur aðeins eftir atriði #1 sem er bæði rökrétt og eðlilegt ásamt því að vera litlum vandkvæðum bundið, það eina sem vantar er pólitískur vilji til að taka af skarið og endurheimta með valdi eignir þeirra sem báru ábyrgð á rekstri bankans og tæmdu hann innanfrá. Burtséð frá afstöðu fólks til ríkisábyrgðar myndi ég því vilja leggja til að við bíðum a.m.k. og sjáum til hvað kemur út úr rannsóknum Sérstaks, Efnó og FME á málum sem þegar hafa borist frá skilanefnd bankans, og hversu mikið endurheimtist. Best væri auðvitað ef eignirnar dygðu svo ríkisábyrgð yrði óþörf og málið dautt!

Og já, vissulega eru þarna lagarök en eins og áður sagði er fullkomlega eðlilegt að túlka lagarök sjálfum sér í hag, annað væri óábyrg málsvörn að lögum. Sem skattgreiðanda er það mér í óhag að þurfa að fjármagna meinta ríkisábyrgð, en erum við ekki annars örugglega öll í sama bátnum þar? Eða er það kannski málið með ykkur borgunarsinna að þið fattið einfaldlega ekki hvað þessi meinta ríkisábyrgð kæmi til með að kosta ykkur sjálfa og börnin ykkar í beinhörðum peningum, með skattheimtu af framtíðartekjum?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2010 kl. 20:38

8 Smámynd: Elle_

Ef ég get notað orðalagið þitt, Óskar:  Hvern fjárann kemur okkur, íslenskum skattgreiðendum, það við þó e-r Íslendingar rupli og ræni út um allan heim???  Erum við sek af því óþokkar stela í útlöndum bara af því það er jú í þeim íslenskt ræningjablóð? 

Hví erum við þá ekki öll í fangelsi úr því við erum öll sek um glæpi?  Það hafa jú líka verið framin barnaníð og manndráp af Íslendingum og samkvæmt rökum ykkar Ómars erum við öll sek.   Og nú er óstjórn og vitleysa ICESAVE-STJÓRNARINNAR forsetanum og InDefence að kenna??   Við eigum ekkert að semja um rán og skuldir sem koma okkur ekki við.  

Elle_, 27.5.2010 kl. 21:01

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - "Even if that were not the case that the Fund is part of the Icelandic State and is considered to be an independent entity, the State remains under the obligation to ensure full compliance with the Directive and proper compensation of depositors  under its terms."

 --------------------------

Höfum í huga, að ESA er ekki dómstóll.

Það akkúrat, hvað "full compliance" akkúrat er, - er nú bísna teygjanlegt, ekki satt?

ESA, vill teygja þetta hugtak í þá átt, - sama vilja stofnanir ESB einnig - , að "full compliance" hafi merkinguna, að tryggingin skuli tryggð "no matter what".

Þarna erum við komin í lagatæknileg atriði, sem vantar dómafordæmi fyrir.

--------------

Rétt er að fá þau fram - svo mín skoðun er, að við eigum að láta málið fara alla leið, þ.e. dómstóla-leið.

Að sjálfsögðu veit enginn niðurstöðu dómstóla fyrirfram - þannig að alltaf er einhver áhætta til staðar.

En, þetta er atriði, sem að mínu viti þarf að fá úrskurð um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.5.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband