Lygar náhirðarinnar afhjúpaðar

Þá er búið að afgreiða þetta skúbb náhirðarinnar í Davíðspóstinum, ef einhver er í vafa þá kalla ég mbl því nafni hér eftir.

Gleymum heldur ekki að daginn áður en Davíð Oddsson varð seðlabankastjóri þá voru laun seðlabankastjóra hækkuð um 37%.  Gleymum því heldur ekki að sami maður á stóran þátt í að landið er svo gott sem gjaldþrota.  Nú situr hann með skósveinum sínum uppi í Hádegismóum og verkefnið alla daga er eingöngu að finna smjörklípur á ríkisstjórnina svo hægt sé að koma sjöllum að kjötkötlunum aftur og stela því litla sem þeir hafa ekki þegar stolið.

Hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er kolflæktur í spillingu af einum eða öðrum toga.  Dæmi:  Bjarni vafningur, Illugi níundi, þorgerður kúla (þau tvö eru í leyfi, sögðu ekki af sér!), Tryggvi kúluhaus, Ásbjörn skattsvikari, Guðlaugur styrkjakóngur, Árni dæmdur þjófur og eflaust einhver nöfn sem ég gleymi og er þá borgarstjórnarflokkurinn með Gísla Martein styrkjaprins óupptalinn!

Þessi flokkur, þetta hyski leyfi ég mér að segja, hamast dag og nótt við að krefjast afsagna stjórnmálamanna í öðrum flokkum.  Það er ekki verið að kasta grjóti úr glerhúsi, heldur björgum úr postulínshöll.

Trúverðugleik þessa liðs er enginn.  Það notar moggann orðið á svipaðan hátt og sovétmenn notuðu prövdu á sínum tíma.  Sjálfstæðisflokkurinn og allt sem honum tengist er krabbamein á þjóðinni líkt og kommúnistaflokkurinn var á Rússum.  Þeir höfðu þó rænu á að banna þann flokk. 


mbl.is „Ræddi ekki launamálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður :)

Óskar Þorkelsson, 6.6.2010 kl. 19:06

2 identicon

Góð samantekt. Þetta eru glæpahundar.

Doddi (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband