7.6.2010 | 12:17
Hlægilegt að heyra sjálfstæðisþingmenn tala um spillingu
Það er nú ekki hægt annað en að brosa út í annað, já jafnvel skellihlægja þegar þingmaður sjálfstæðisflokksins vænir stjórnmálamenn í öðrum flokkum um spillingu.
Góð vísa er aldrei of oft endurtekin og hér er samantekt um þingflokk sjalla - Hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er kolflæktur í spillingu af einum eða öðrum toga. Dæmi: Bjarni vafningur, Illugi níundi, þorgerður kúla (þau tvö eru í leyfi, sögðu ekki af sér!), Tryggvi kúluhaus, Ásbjörn skattsvikari, Guðlaugur styrkjakóngur, Árni dæmdur þjófur og eflaust einhver nöfn sem ég gleymi og er þá borgarstjórnarflokkurinn með Gísla Martein styrkjaprins óupptalinn!
Rafkanínan Sigurður Kári hefur aðeins haft tvö mál fram að færa eftir hrunið, annarsvegar er honum mikið í mun að geta keypt bjór í Bónus allan sólarhringinn,- sem náttúrulega eykur því miður líkurnar á að hann verði tekinn aftur fyrir ölvunarakstur og svo þetta mál með laun seðlabankastjóra sem hann hefur gjörsamlega á heilanum.
Staðreyndin er sú að þegar sjálfstæðismenn tala um spillingu þá er eitthvað orðið verulega öfugsnúið!
Vænd um spillingu og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eflaust allt rétt hjá þér allir sjálfstæðismenn eru spilltir. þeir hafa ekki efni á því að benda á aðra.
En ég vil spyrja þig, skiptir máli í þínum huga í hvaða flokki menn eru sem eru uppvísir um spillingu og lygar eða er það bara glæpur þegar sjálfstæðismenn eru viðriðnir spillinguna ?
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 13:08
Nei alls ekki- málið er bara að þetta mál er eitt stórt skúbb og þvæla. Það er verið að tala um eitthvað klink í laun til seðlabankastjóra, ekki tugmilljónir og þaðan af stærri upphæðir sem spilling sjálfstæðismanna tengist yfirleitt.
Það lá alltaf fyrir að ef það ætti að fá hæfan mann í þetta embætti þá yrði að borga honum eitthvað meira en eflingartaxta. Davíð Oddsson var með miklu hærri laun en telst þó vart hafa verið hæfur í embættið enda olli hann þjóðinni stórkostlegum skaða meðan hann sat í því og þurfti að koma honum í burtu með valdi.
Óskar, 7.6.2010 kl. 13:16
málið er ekki upphæðin heldur það hvort Forsætisræðherra hafi sagt ósatt og svo einnig hvort að ákveðið hafi verið fyrirfram hvort að Már fengi starfið eins og margt bendir til, það sem þú hefur mestar áhyggjur af er að þessi ábending kemur frá sjálfstæðismanni
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 13:28
Hlægilegt jamm !
En sannleikurinn er alltaf jafn sár ! hvort sem það er Davíð eða Jóhanna.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:33
Sigurður Kári er alltaf fenginn í skítverkin hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur ekkert fram að færa og er ekki nothæfur í annað. Hann var fenginn til þess að verja skipun sonar Davíðs í dómaraembætti. Það var lögbrot en Sigurður Kári varði þá skipun með kjafti og klóm í fjölmiðlum vitandi að þarna var um að ræða spillingu á hæsta stigi auk þess að vera lögbrot.
Það þarf að skoða allt sem Sigurður Kári segir í því ljósi. Hann ber ekki mikla virðingu fyrir sannleikanum.
Það að Sigurður Kári sé að væna fólk um spillingu er svipað og ef Árni Johnsen færi að bera þjófnað upp á fólk. Þetta kallast víst að kasta steinum úr glerhúsi. Sigurður Kári hefur ekki talað um annað en laun seðlabankastjóra síðustu 5 vikurnar eða svo á þingi. Þetta er að hans mati það mál sem hann telur mikilvægast fyrir hina íslensku þjóð. Skítt með kreppu og atvinnuleysi.
Svona mælti Siguður Kári á þingi árið 2005 , engin spilling í stjórnmálum á Íslandi
http://www.althingi.is/altext/raeda/131/rad20050511T142409.htmlGuðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 14:30
Sjálfstæðismenn (og framsókn) hafa verið mjög uppteknir að því að þyrla ryki í augun á fólki til að bægja athyglinni frá þeim hörmulegu mistökum sem þeir gerðu á meðan þeir sátu á valdstólunum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 16:37
Er ekki verið að fjalla um meinnt óheilindi núverandi forsetis ráðherra ?
er ekki sama hverjir benda á það sem miður fer ?
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gerðu fullt af mistökum ég held að flestir séu sammála um það en ég er mjög hræddur um að þau mistök og sú spilling sem nú er að gerist sé gerð réttlætanleg vegna fortíðarvanda.
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 17:27
Þröstur-
En hvað ef Jóhanna Sigurðardóttir sé að segja satt og rétt frá því sem gerðist ? Hvað þá ? Hefur þú eitthvað staðfast fyrir því að hún sé að ljúga ? Vissulega skiptir heiðarleiki höfuðmáli í stjórnmálum en ég spyr mig samt sem áður. Ef ég væri í sporum Jóhönnu og hafði ekki gert neitt rangt af mér- væri þa ekki mitt fyrsta verk að þræta gegn lyginni sem endalaust er höfð á lofti um hana.
Hvað sem þér finnst um þessa ríkisstjórn þá hefur hún ekki haft við því að leiðrétta rangfærslur um hana. T.d að Ísland sé að fara á hausinn og hvernig hún tók við Icesave á sínum tíma. En hver fullvita maður veit að það var í beinan arf frá sjálfstæðisflokknum og aðeins súralíksir reiknimeistarar geta fengið það út að samningur Íhaldsins hafi verið skárri en samningur Svavars Gestssonar.
Eina sem ég get sagt að mér þykja svör Jóhönnu trúverðug og það er dæmigert að búa til fjaðrafok úr einhverju svona. Tilgangurinn er eingöngu til þess að losa sig undan óþægjulegri athygli hrunskýrslunnar.
Brynjar Jóhannsson, 7.6.2010 kl. 18:18
Á spilling meiri rétt á sér hjá Samfylkingunni af því að aðrir flokkar hafa verið spilltir á árum áður.
Hreinn Sigurðsson, 7.6.2010 kl. 18:45
Munið góðir hálsar að Jóhrannar hefur dregið sinn synduga búk í gegnum ÞRJÁ (bráðum fjóra) flokka sem allir hafa liðast í sundur í spillingu og bak-hnífa-kasti.
Óskar Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 19:02
Brynjar: Ég veit ekki hvort Jóhanna sé að segja satt mér finnst aftur á móti mjög óeðlilegt að hún hafi ekkert vitað um þetta og ef hún segir satt þá er einhver að ljúga í ferli sem viðkemur seðlabankastjóra sem hún stóð á bak við.
Finnst þér Ísland ekki vera að fara á hausinn ?
"samningur íhaldsins" hvaða samningur ertu að tala um minnisblaðið, það er ekki samningur og þú veist það.
Og varðandi hrunskýrslunnar þá var bent á óbeina ábyrgð ráðherra sem voru í þáverandi ríkisstjórn og hver var aftur félagsmálaráðherra aftur ?
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 20:12
Sigurði Kára er alveg sama hvort að þessar ásakanir séu á rökum reistar. Sannleikurinn hefur aldrei þvælst mikið fyrir Sigurði Kára. Þetta er spilltur og siðblindur vikapiltur sem stígur ekki beint í vitið og sem gerir það sem honum er sagt að gera hverju sinni. Hundar gelta þegar þeim er sigað.
Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 20:21
Enn hefur ekki verið upplýst hver lofaði Má 400 þ kr launahækkun. Af hverju allt þetta pukur, væri ekki betra fyrir alla að hafa þetta allt uppi á borðinu
Hreinn Sigurðsson, 7.6.2010 kl. 23:35
Það er gríðarlega aðkallandi að leysa þetta alvarlegast mál sem þjóðin á við að glíma. Þrátt fyrir 10% atvinnuleysi, gengishrun og gífurlega lífskjaraskerðingu eftir viðskilnað sjálfstæðisflokksins þá verður að setja allan tíma og kraft alþingis í að ræða um þenna 400þúsundkall.
Ég hef sjaldan séð aðra eins hræsni og það sem kemur frá sjöllum í þessu máli. Hálfur þingflokkur þeirra er flæktur í spillingarmál á einn eða annan hátt þar sem hundruð milljóna kúlulán og annar viðbjóður kemur við sögu en þarna fundu þeir aldeilis smjörklípu útaf einhverjum 400 þúsundkalli. Og sá sem lætur hvað verst er einmitt sá er sat áður í starfi seðlabankastjóra á miklu hærri launum en setti þó landið nánast á hausinn. við ykkur sjálfstæðismenn vil ég bara segja HALDIÐI KJAFTI OG GEFIÐ FÓLKI SEM ER AÐ TAKA TIL EFTIR VIÐBJÓÐINN SEM ÞIÐ SKILDUÐ EFTIR VINNUFRIÐ.
Óskar, 8.6.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.