Náhirðin fer á taugum

það má glögglega sjá á bloggfærslum við þetta frétt að náhirðin og heykvíslahjörðin er gjörsamlega farin á taugum, það þarf kannski ekki mikið til.  Það eina sem virðist þurfa til að þetta hyski hagar sér eins og manníg naut er að nefna Icesave, það er eins og að sprauta sinnepi í afturendann á ketti hvað þetta lið varðar.

Að sjálfsögðu hefur Steingrímur einfaldlega rétt fyrir sér.  Þetta verður á endanum borgað með einum eða öðrum hætti og það er fullkomlega eðlilegt enda ber þjóðinni að skila þessu þýfi.  - Nú heyrist garnagaulið, "ég stal þessu ekki"  "ég borga ekki skuldir útrásarvíkinga" og annað þvaður af sömu sort.

Málið er einfalt,  það voru Íslendingar sem stálu þessu, Íslenskur banki, rekinn af sjöllum, gefinn af sjöllum til sjalla (svona til að benda á ábyrgð sjalla á Icesave sem þeir vilja ekkert kannast við), nú bankinn átti að vera undir Íslensku eftirliti, seðlabankans, stjórnvalda og FME sem allt brást og það vill þannig til að Íslenskir kjósendur kjósa yfir sig stjórnvöld sem bera því ábyrgð á klúðrinu.

Síðan er í lokin rétt að benda á að upphaflega LOFAÐI RÍKISSTJÓRN GEIRS HAARDE AÐ GREIÐA ÞETTA, HANN SJÁLFUR OG ÁRNI MATTHIESSEN.   NEYÐARLÖGIN SEM SÚ STJÓRN SETTI GERÐI SVO ENDANLEGA ÚT UM AÐ ÞETTA MÁL VÆRI FRÆÐILEGA HÆGT AÐ VINNA FYRIR DÓMSTÓLUM - EN ÁFRAM GARGAR HEYKVÍSLAHJÖRÐIN, BLIND OG HEYRNARLAUS OG SKILUR NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT.  MAÐUR ER FARINN AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR SÉR HVAÐA EFNISMASSI ER Í HÖFÐINU Á ÞESSU LIÐI, ÞAÐ Á ALLAVEGA EITTHVAÐ LÍTIÐ SKILT VIÐ HEILABÚ.


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vonandi vaknarðu einn góðan veðurdag af þessum blauta vinstri-draumi þínum !!!

Íslenzka þjóðin ber EKKI ábyrgð á skuldum einkaaðila í útlöndum.  Punktur !!

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Óskar

Sigurður það kemur vinstri-hægri ekkert við þó ég vilji að þjóðin standi við alþjóðlega skuldbindingar og verði áfram í samfélagi siðaðra þjóða.  Nú ert þú með sönginn um að borga ekki skuldir einkaaðila, það er þúsundsinnum búið að reyna að troða því inn í hausinn á ykkur að banki er aldrei 100% einkafyrirtæki.  Banka ber að fara eftir reglum yfirvalda og þegar stjórnvöld hafa ekki rænu á að hafa eftirlitið í lagi þá eru þau þar með orðin ábyrg fyrir afglöpum bankans.  En ég veit þetta kemst ekki í kollinn á þér en reyni samt.

Óskar, 18.9.2010 kl. 14:34

3 identicon

Þú ert greinilega sama útlendinga undirlægjan.  Hér á íslandi var þitt sama kyn undirlægjur þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni.

Njáll (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bull og þvaður í þér Óskar.  

Lestu einu sinni til tilbreytingar rök þeirra manna sem hafa vit á því sem þeir eru að segja, Stefáns Más og Lárusar Blöndal. 

Vonandi vaknarðu við það !!

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2010 kl. 14:48

5 identicon

Óskar, hvaða endemis þvæla er þetta í þér?? Þetta eru ekki alþjóðlegar skuldbindingar. Landsbankinn starfaði ekki á vegum íslenska ríkisins og hvað þá íslenskra skattgreiðenda.

Heldur þú að ef franskur pulsusali komi hingað og opni pulsubar sem fari síðan á hausinn, að franska þjóðin mæti og borgi reikningana eftir hann?

Kommúnistavinstriþvæla í Steingrími.

Baldur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 14:57

6 Smámynd: Óskar

Baldur franskur pulsusali á ekki að lúta jafnströngum reglum og banki sem starfar á alþjóðlegum markaði.   Ég frábið mér að menn séu að pósta svona "rökum" hér inn en ég veit reyndar að rök eru ekki sterkasta hlið náhirðarinnar.

Nú fyrir ykkur í náhirðinni sem flestir eruð fylgismenn Davíðs - afglöp hans kostuðu skattborgara 500 milljarða, JÁ 500 MILLJARÐA, margfalt meira en Icesave kostnaðurinn kemur nokkurntímann til með að verða.   Ekki virðist þið mótfmæla því að þurfa að standa skilum á þeim peningum,,, hvað veldur ?

Óskar, 18.9.2010 kl. 15:04

7 identicon

Haltu þínu striki, Óskar, og hlustaðu ekki á heykvíslahjörðina! (Dásamlegt orð!)

Baldur hinn eldri (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 15:05

8 identicon

Bara að menn átti sig á því að það eru LÖG Í LANDINU, samþykkt af hinu háa Alþingi um að við borgum Icesave-skuldina. Á fjármálaráðherra þá að segja eitthvað annað? Svo má líka minnast þess að kommúnistavinstriþvælurnar Haarde og Mathiesen marglofuðu að borga þetta, og það ÁN ÞESS að þing landsins hefði fjallað um málið.  Maðu bara spyr sig hvort sumir ættu ekki að lesa betur heima áður en þeir byrja að þenja sig.....

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 15:05

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Baldur ! Hvernig nennirðu að rökræða við þetta hyski sem snýr öllu á haus,þessar lýsingar á fólki hjá þeym. Eyga bara við þá sjálfa, en eins og gefur að skylja þá sjá þeyr það ekki

Eyjólfur G Svavarsson, 18.9.2010 kl. 15:12

10 Smámynd: Landfari

Et það ekki bara þú Óskar minn sem ert að fara á taugum?

Skellur, ef eitthvað er samykkt með skilyrðum þá þarf að uppfylla þau skilyrði til að samþykktin taki gildi.

Ég er með smá verkefni fyrir þig: 

Finndu nú hver þessi skylyrði voru fyrir ríkiábyrgð á Icesave og hver þeirra hafa verið uppfyllt.

Landfari, 18.9.2010 kl. 15:26

11 identicon

Steingrímur og kommónistarnir hans eru náttlega réttdræpir:

Þeir einkavinavæddu bankanna

Þeir átu þá að innan

Þeir stofnuði Icesave

Þeir lofuðu í nóv. 2008 að borga allt

Þeir ákváðu einir og án samráðs að borga bara allt!

 Þetta eru asnar, Steingrímur! 

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:52

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar hver tróð því í hausinn á þér að það að vera þjóð á meðal þjóða þýðir að játa öllu sem aðrar þjóðir segja og vilja að þú gerir...

Þetta er mikið óréttlætismál segi ég og eru örugglega flestir á því máli alveg frá upphafi, en eftir að það hefur komið í ljós að það er og getur aldrei verið okkar Íslensku skattgreiðenda að borga Icesave þá er hvorki ég eða fleiri að skilja þetta gaspr sem Fjármálaráðherra er að láta út úr sér...

Af hverju talar hann ekki fyrir hönd yfir 90% þjóðarinnar... Hann er að gera sjálfan sig að fífli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 18:03

13 Smámynd: Óskar

Ingibjörg það hefur aldrei staðið til að borga ítrustu kröfur BogH og þessvegna einmitt hafa verið samningaviðræður í gangi.  Þú kannski veist ekki hvað samningaviðræður eru og þá get ég lítið hjálpað þér að skilja hlutina.

finnst þér mikið réttlæti falið í því að fórnarlömb íslensku þjófanna beri skaðann sjálf eða skattborgarar þeirra landa ?  Hvernig heldur þú að umræðan væri hér á landi ef erlendur banki hefði komið hingað og hagað sér svona eins og Landsbankinn gerði? 

Svo er eitt sem ég er alveg sjúr á að þú og heykvíslavinir þinir hafið ekki hugmynd um,  það HEFUR ALDREI STAÐIÐ TIL AÐ ÍSLENDINGAR BÆRI EINIR KOSTNAÐINN AF ICESAVE, KRAFAN ER UPP AÐ 20,800 EVRU, RESTINA BERA B OG H OG MUN HLUTUR ÍSLENDINGA VERA UM ÞRIÐJUNGUR AF HEILDARUPPHÆÐINNI.  Mér finnst það bara vel sloppið að fórnarlömbin þurfi að bera 66% en samlandar þjófanna restina. 

ANNARS Á ÞESSI REIKNINGUR NÁTTÚRULEGA HEIMA Í VALHÖLL EF ÚT Í ÞAÐ ER FARIÐ.  ALLIR ÞESSIR ANDSKOTAR SEM KOMU OKKUR Í ÞETTA ER SJALLAR!

Eitt að lokum, afhverju ER FÓLK EKKI SVONA ÆST Í AÐ SLEPPA VIÐ AÐ BORGA 500 MILLJARÐANA SEM DAVIÐ SKELLTI Á ÞJÓÐINA Í AÐDRAGANDA HRUNSINS ?  HVERSVEGNA TALAR NÁKVÆMLEGA ENGINN Í HEYKVÍSLAHJÖRÐINNI UM ÞAÐ SEM KOSTAR ÞJÓÐNA ÞÓ MIKLU MEIRA EN ICESAVE ?

Óskar, 18.9.2010 kl. 18:28

14 Smámynd: Kommentarinn

Mér finnst það mjög athyglisvert hversu lítið fólk hefur nennt að væla yfir Davíðsskuldafjallinu sem bleðlabankinn sankaði að sér á síðustu metrunum fyrir gjaldþrot. Af hverju vælir enginn yfir því?

Hey ég veit, finnum minni skuld sem er aðeins minna Dabba að kenna og vælum okkur hás yfir henni!

Kommentarinn, 18.9.2010 kl. 19:47

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér kemur þessi umræða ekkert við lengur :)  það er gott

Óskar Þorkelsson, 19.9.2010 kl. 07:03

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Óskar pistlahöfundur. Þú ert illa haldinn af "alltsemríkisstjórninsegiroggerirsamahversuvitlaustþaðerþá skalégapaþaðupp" vinstri manna-syndrome. Ég er viss um að ef Steingrímur Joð segði þér að byltingaleiðtoginn Fidel Castro væri uppalinn austur í Mjóafirði þá myndir þú trúa því.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.9.2010 kl. 11:01

17 Smámynd: Jón Ragnarsson

Geir ákvað að bjarga 'sínu fólki' með því að tryggja innstæður íslendinga 100%, jafnvel þótt það sé þak á þessu í lögum.

Þetta veldur því að við þurfum að trygga innistæður englendinga og hollendinga, það er ekki hægt að mismuna fólki eftir þjóðerni. 

Þess vegna sitjum við uppi með icesave.

Jón Ragnarsson, 19.9.2010 kl. 12:24

18 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvers vegna töpuðu þá svona margir Islenskir viðskiptafélgar öllu sínu sparifé, ef þeym var bjargað? Ættli mig hafi dreymt það að ég tapaði 10 000 000. þá væri ég nú ansi feginn, þú vísar mér kanski á peningana mína?

Eyjólfur G Svavarsson, 19.9.2010 kl. 22:30

19 Smámynd: Landfari

Óskar, auðvitað er miklu meira réttlæti í því " að fórnarlömb íslensku þjófanna beri skaðann sjálf " heldur en blásaklaus almenningur á Íslandi geri það.

"Fórnarlömbin" sem þú kallar svo, lögðu inn á þessa reikninga sjálfviljug í von um skjóttekinn gróða í háum vöxtum. Gildir einu þó þau hafi gert það í góðri trú um að þetta væri öruggt.

Almenningur á Íslandi hafði hinsvegar ekkert með þessi viðskipti að gera. Átti enga hagnaðarvon, kom hvergi nálægt og vissi hreinlega ekki af þeim.

Hvernig í veröldinni finnst þér það meira réttlæti að íslenskir skattgreiðendur beri tapið heldur en þáttakendurnir í viðskiptunum?

Íslenskur almenningur situr ekki á því fé sem reikningseigendur úti töpuðu og því fráleitt eins og sést hefur hér á blogginu að við eigum að skila "þýfinu".

Það má færa fyrir því rök að almenningur á íslandi hafi beinlínis tapað á gróðafíkn Icesave reikningseigenda því ef þeir hefðu ekki ginið við agninu sem Landsbankinn seti út fyrir þá hefði bankinn farið mun fyrr á hausinn og tapið orðið minna hér.

Þú mátt ekki gleyma því að íslenskur almenningur hefur margur tapað  aleigunni vegna framferðis bankann, jafnvel þó við þyrftum ekki að greiða krónu fyrir Icesave ævintýrið.

Landfari, 22.9.2010 kl. 16:18

20 Smámynd: Óskar

Landfari margt til í þessu hjá þér. EN- þú gleymir eins og reyndar flestir aðrir, að aldrei hefur staðið til að Ísland beri allan kostnaðinn, það er ca þriðjungur sem mun sennilega lenda á okkur, restina bera Bretar og Hollendingar - þó þeir hafi ekkert gert af sér!  Þætti þér sanngjarnt að borga fyrir afglöp Bresks banka á Íslandi ?  Ég er nú hræddur um ekki!

Auðvitað er það hárrétt hjá þér að hér hefur fullt af fólki tapað aleigunni vegna þessara glæpamanna.  Við erum vonandi sammála um að það er hneyksli að allt þetta pakk gangi laust.

Óskar, 22.9.2010 kl. 20:24

21 Smámynd: Landfari

Auðvitað þætti mér ekki sanngjarnt að borga fyrir afglöp bresks banka hér ef ég hef ekkert með hann að gera. Ef hann hinsvegar er að bjóða mér viðskipti með umtalsverðri hagnaðarvon miðað við íslenska banka er það mitt að taka áhættuna en ekki breskra skattgreiðenda sem haf ekki hugmynd um hvaða díla bankinn er að bjóða.

Landfari, 23.9.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband