Áfall fyrir fjármagnseigendamafíuna

Þetta er risastór frétt í litlum og ómerkilegum umbúðum.  Í raun er þetta lyklafrumvarpið með öðrum formerkjum.  Nú geta kröfuhafa ekki hundelt fólk áratugum saman og lagt líf þess í rúst eins og ótal dæmi eru um. 

Það þarf hugaða ríkisstjórn til að samþykkja svo róttækar breytingar á högum almennings, sérstaklega á þessum tímum.   ÞAÐ VERÐUR AFAR FRÓÐLEGT AÐ SJÁ VIÐBRÖGÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VIÐ ÞESSUM TÍÐINDUM! LoL


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært !... en

Þeir sem lenda í skattaskuldum ? Ríkið er manna verst í að elta fólk áratugum saman vegna þeirra.

AFB (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 12:55

2 identicon

Heill og sæll Nafni; jafnan !

Ætli tunnubarsmíðar íslenzkrar Alþýðu; ásamt gor og slóg losun, við útidyr þeirra Jóhönnu og Steingríms, eigi nú ekki meiri þátt í, að þau snáfuðust til, að fara að hlusta.

Í Guðanna bænum; ekki, ekki eyðileggja bjartan og góðan dag, fyrir okkur, með því að nefna ''Sjálfstæðisflokkinn'', ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:00

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Lokagrein lagana á að verða: Lög þessi gilda aðeins um Búsmenn sem fæddir eru á Íslandi eftir 2090.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Óskar

Sæll nafni og aðrir.  AFB, það er tekið fram í frétt um málið á DV að skatturinn sé í þessu dæmi líka þ.e. hann getur ekki elt lengur en í 2 ár.  Nei nafni þetta er of fallegur og góður dagur til að nefna ránflokkinn á nafn ,,,en ég get ekki gert að því mig hlakkar svakalega til að heyra vælið í BB og co í fréttum kvöldsins!

Óskar, 19.10.2010 kl. 13:39

5 identicon

"Fjármagnseigendamafían"

 Ertu að grínast?

 Þeir sem leggja fyrir peninga og geyma í bönkum eru nú orðnir mafía?

Ef ég á pening í banka þá tilheyri ég semsagt mafíu, en get orðið góður með því að taka fullt af lánum fyrir hlutum sem ég hef ekki efni á?

balli (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:36

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Balli: Ekki sé ég nú fyrir mér að venjulegt fólk sem á einhverja smáaura og jafnvel þó að telja megi talsvert fé í banka sé það sem hér er átt við. Hins vegar þegar ástandið er þannig að 10% ríkustu þjóðarinnar „eiga“ 70% allra þjóðareigna, þá sé ég ekkert að því að nota orðið mafía yfir slíkt. Enda verulega vandséð að slík samsöfnun auðæfa geti gerst með nokkrum heilbrigðum hætti.

Magnús Óskar Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 20:25

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færsla Óskar.

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband