Þá á að skrá Ungverja sem heimsmeistara 1954

Á þessum tíma var Þýskalandi skipt í tvö ríki og það var Vestur - Þýskaland sem hampaði þessum heimsmeistaratitli.  Nú veit ég ekki hvort það var beinlínis bannað að nota lyf á þessum tíma til þess að auka árangur í íþróttum en hafi svo verið þá hljóta Ungverjar að fara fram á að titillinn verði skráður á þá :)  ...Löngu liðin tíð og allt það en rétt skal vera rétt! 

Ungverjar hafa aldrei orðið heimsmeistarar en tvívegis tapað úrslitaleik, fyrir Ítalíu 1938 og Vestur- Þýskalandi í umræddum leik 1954.


mbl.is Heimsmeistarar í vímu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem vantar inn í fréttina var .. að þetta var sennilega almennt útbreitt og góðar líkur á að öll hin liðin gerðu slíkt hið sama.. að þjóðverjar skuli í dag birta þessar skýrslur bendir meira til heiðarleika þeirra en sakleysi hinna ;)

Óskar Þorkelsson, 27.10.2010 kl. 07:05

2 identicon

Tja, fyrst V-Þjóðverjar voru á lyfjum, á hverju voru þá kommarnir í ungverska liðinu? Sbr. langa sögu lyfjamisferlis austan megin við múr... Tek annars undir með Óskari Þorkels hér að ofan

Eiki S. (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Óskar

Það má svosem vel vera rétt hjá ykkur að hinir hafi ekkert verið skárri.  Það fór reyndar sérstaklega slæmu orði af Austur - þýskum íþróttamönnum, sér í lagi kúluvörpurum ef ég man rétt.  Hinn dæmigerði kvenkyns kúluvarpari frá Austur - Þýskalandi þurfti að raka sig tvisvar á dag. - í framan.

Óskar, 28.10.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband