Hefur ekkert með lónið að gera

Menn gætu freistast til þess að halda að lónið hafi eitthvað með þessa skjálfta að gera en það harla ólíklegt svo ekki sé meira sagt og hrein tilviljun að þeir eigi upptök beint undir því.  Stærsti skjálftinn í kvöld á uppdök á 18,5 km. dýpi sem er frekar óvenjulegt þegar kemur að hefbundnum brotaskjálftum á Íslandi.  Mér finnst að jarðfræðingar ættu að reyna að útskýra þessa skjálfta því staðsetningin er undarleg eins og lesa má um hér á eldgos.is  og þá er upptakadýpið einnig óhefðbundið.

Tekið skal fram að eldgos.is verður lokað síðar í köld vegna uppfærslu en henni verður vonandi lokið í fyrramálið. - Næturvakt framundan -, og það má helst ekkert stórt gerast á meðan.Halo


mbl.is Skjálftahrina undir Blöndulóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það ekki einmitt þá sem eitthvað æsispennandi gerist?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef skjálftarnir eru undir Blöndulóni verður auðvitað að segja frá því hvar þeir eru. Það á enginn að þurfa að fara á límingunum út af því, bara einföld staðreynd.

Ómar Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: Óskar

Það væri eftir öllu,,, ég var búinn að plana þessa nótt í uppfærsluna í langan tíma.  Hef nú reyndar enga trú á að þetta verði neitt meira,,, jæja 7-9-13.

Óskar, 28.10.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Óskar

Jújú Ómar, rétt er það!

Óskar, 28.10.2010 kl. 23:04

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

 Tekið af eldgos.is

 "Hvorki meira né minna en fjórar eld­stöðvar undir Vatna­jökli hafa sýnt jarð­skjálfta­virkni í vik­unni."

Kannski, bara kannski, er  eitthvað mikið meira að fara ske en fólk gerir sér grein fyrir. Of margir hafa spáð fyrir hrikalegar hörmungar, of margir svo að hægt sé að humma það af sér. Sigurður Haraldsson á http://sighar.blog.is/blog/sighar/ hefur reynt að vara fólk við, en þar sem þeim fer fækkandi sem trúa á spádómsgetu mannanna þá hlusta fáir á hann.

Merkilegt, og eingöngu tíminn mun leiða í ljós hvað mun ske. Persónulega tel ég að við, og ekki bara Íslendingar heldur allur heimurinn, eigi eftir að upplifa hrikalega hörmunga.

Vert er að spyrja sjálfan sig að þessu.

Vil ég vera kallaður fífl fyrir að gera ráðstafanir og komast af yfir versta tímann, eða sitja uppi með þurr- og dósamat og hreint drykkjarvatn.

Eða vil ég vera fíflið sem hló að öllu og gerði engar ráðstafanir, og drapst.

Tómas Waagfjörð, 28.10.2010 kl. 23:46

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir Tómas og Óskar sæll og blessaður ég er hér og mun fylgjast með öllu sem fram fer. Kærar þakkir fyrir blogg þitt og síðu

Sigurður Haraldsson, 29.10.2010 kl. 00:48

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vatnsþungi lónsins nær langt niður í jörðina. Jarðskorpan þarna er í kringum 30 km þykkt samkvæmt mælingum jarðvísindamanna. Sjá hérna.

Ég er með minn eigin jarðskjálftamæli og er að mæla talsvert fleiri jarðskjálfta en koma fram á vef Veðurstofu Íslands. Flestir af þessum jarðskjálftum eru minni en ML2.0 að stærð sýnist mér. Næmni míns mælakerfis er niður í ML0.7 í góðu veðri og aðstæðum samkvæmt mínu persónulega mati.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, en jarðskjálftanir virðast koma í bylgjum af einhverjum ástæðum.

Jón Frímann Jónsson, 29.10.2010 kl. 04:03

8 Smámynd: Jón

Ég er einmitt í fyrirlestri hjá Páli Einarssyni núna og hann fjallaði um þessa skjálfta. Þeir stafa einmitt af tilvist þessa lóns, en vegna þess hve mikið vatn lekur niður í gropa bergið þá myndast heilmikið "Pore pressure". Þetta getur valdið jarðskjálftum og voru til dæmis áform og rannsóknir í gangi í bandaríkjunum í Colorado þar sem þeir voru að gera tilraunir með það hvort að fólk gæti stjórnað jarðskjálftum, eða öllu heldur komið þeim af stað. Þetta gerðu þeir þar til það var ákveðið að jarðskjálftar væru í hlutverkahring guðs og að við ættum ekki að skipta okkur af þeim.

 Jæja, þá sný ég mér aftur að fyrirlestrinum :D

Jón, 29.10.2010 kl. 09:26

9 Smámynd: Jón

Að sjálfsögðu er það bara möguleg skýring, en ekki endanleg skýring.

Jón, 29.10.2010 kl. 10:03

10 Smámynd: Óskar

Mér sýnist að sá möguleiki sér fyrri hendi aldrei þessu vant að ég hafi ekki haft rétt fyrir mér!  það gæti verið að lónið hafi eitthvað með þetta að gera en afhverju núna svona löngu eftir að það verður til?

Jón, gaman væri að fá frekari fréttir af þessum fyrirlestri frá Páli Einarssyni um þetta skjálfta.  Þú mátt einnig gjarnan setja eitthvað um þetta inn á eldgos.is  annaðhvort sem komment eða á spjallið.

Jón Frímann sennilega er mælakerfi veðurstofunnar ekki nógu þétt á þessum slóðum til að mæla minnstu skjálftana.  Þetta er ekki svæði sem þeir hafa beinlínis verið að vakta.

Óskar, 29.10.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband