Eiga þeir ótakmarkaðan mannskap ?

Það virðist alveg sama hvað margir talibanar falla, þið virðast hreinlega spretta upp tveir fyrir hvern einn sem er drepinn.  En hverjir eru þessir talebanar, hvaðan koma þeir og hvað vilja þeir ?  Allar fréttir eru dálítið einhliða, þetta eru bara "vondu karlarnir" sem fara illa með konur og vilja drepa Ameríkana. 

Saga Talibanahreyfingarinnar er nokkuð merkileg.  Orðið "Taliban" þýðir námsmaður og er þá að sjálfsögðu átt við námsmann í fræðum kóransins.   Hreyfingin er upprunin í fjallahéruðum á landamærasvæðum Pakistans og Afganistans.  Byggir hún fræðilega grunninn á trúarhugmyndum Súnní múslima og Pastúna.

Sovétríkin réðust inn í Afganistan árið 1978 og náðu aldrei alminilegum tökum á landinu.  Mótspyrna Afgana var mjög öflug og sérstaklega frá róttækum hópum úr umræddum fjallahéruðum sem síðar mynduðu talibanahreyfinguna.   þessir hópar nutu á þessum tíma stuðnings Bandaríkjanna og má því segja að Bandaríkin beri vissa ábyrgð á því að talibanar urðu svona öflugir.

Í stríðinu við Sovétríkin flúðu 2,8 milljónir Afgana til Pakistans og settust að í þessum héruðum.  þaðan koma talibanarnir.  Það er ekki svo einfalt að hægt sé að senda stórar hersveitir til þessara héraða og afvopna talebana, þessi héröð eru afar erfið yfirferðar og engir aðrir en heimamenn þekkja þau.  Þetta er harðgert fólk, afkomendur stríðsmanna langt aftur í aldir og þekkja ekkert annað en að berjast.  Bandaríkin eru föst með hersveitir sínar í Afganistan nema það náist einhvernskonar samkomulag við talebana um að þeir komi að stjórn landsins með einhverjum hætti.  Líkur á slíku samkomulagi eru litlar sem engar.

 


mbl.is Misheppnuð árás talíbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis frétt þar sem franskur fréttamaður fer og hittir nokkra talíbana,

http://www.youtube.com/watch?v=H_F29PxYTck

palli (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Frábær bloggfærsla. Hins vegar er ég ósammála þér um nokkra hluti.

Fyrsta lagi, fleiri en heimamenn þekkja héruð og dali í Afganistan, sérútbúnar deildir innan Bandaríkjahers þekkja hvern hól og hæðir vel, í samvinnu við afgana auðvitað.

Annað sem ég er ekki alveg sammála, er að líkur á sigri í Afganistan sé nánast engar. Það er mjög rangt. Þvert á móti erum við að þokast nær sigri. Talibanar stráfellast. Jú rétt að 2 talibanar spretta upp fyrir hvern einn sem er drepinn, en samkvæmt tölum frá UN, NATO og USAAF drepast að meðaltali 33 talibanar fyrir hvern hermann á vegum NATO.

Engu að síður frábær færsla hjá þér. Takk fyrir. Siggi.

Siggi Lee Lewis, 30.10.2010 kl. 16:02

3 Smámynd: Örn Sigurður Einarsson

Ágæt færsla - ekki frábær. Ef ég skildi orðið "alminilegum" og ef ekki væri stundum skrifað talibanar og stundum talebana og ef Afgana væri skrifað með litlu a (afgana) þá kynni ég að skipta um skoðun. Engu að síður: ágæt færsla.

Örn Sigurður Einarsson, 30.10.2010 kl. 20:25

4 Smámynd: Óskar

Siggi Lee: takk, ég er nú samt ekki sammála þér um að Nato sé að vinna stríðið. Rússar voru að "vinna" stríðið í Afganistan í 11 ár en töpuðu á endanum.  Ég held að það sama muni gerast hér einfaldlega vegna þess að þessir Nato hermenn sjá ekki tilganginn í því að vera að berjast í fjarlægri heimsálfu við fólk sem er að verja sitt eigið land, jafnvel þó það séu talibanar.

,,nú eða Talebanar, Örn Sigurður  svosem ágætt að til sé svo smámunasamt fólk að það verði pirrað ef maður gleymir að renna færslunni í gegnum púkann, ég hefði nú haldið að innihaldið skipti meira máli en ein og ein stafsetningarvilla - en það verður hver og einn að hafa þá skoðun sem hann vill á því!

Óskar, 30.10.2010 kl. 20:55

5 Smámynd: Örn Sigurður Einarsson

Kæri Óskar.

Er ágætt ekki viðunandi?

Innihaldið skiptir vissulega máli en góðri gjöf er gjarnan pakkað í smekklegar umbúðir en ekki kastað í fljótfærni til þeirra sem eiga að njóta.

Þetta gæti verið munurinn á frábæru og ágætu.

Ég minni á að ágætt er betra en gott.

Einnig máttu vita að meirihluti bloggara fær ekki athugasemdir frá mér vegna þess að þeir eru að mínu mati ekki áhugaverðir.

Bestu kveðjur.

Örn Sigurður Einarsson, 30.10.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband