18 ára öfgahægri stefna skilur landið eftir í rúst

Auðvitað stillir mogginn þessu upp eins og þetta sé núverandi stjórn að kenna.  Hjá mogganum virðast þeir ekki ennþá vita að það varð hrun hér á landi fyrir tveimur árum vegna 18 ára raðnauðgunar sjálfstæðisflokksins á Íslensku þjóðinni.  "Græða á daginn og grilla á kvöldin" hagfræði Hannesar Hólmstein endaði með því að heil þjóð var grilluð og tekin í görnina að auki. 

Alveg frá hruni hefur sjálfstæðisflokkurinn ,sem ég vil reyndar kalla skipulögð glæpasamtök, þvælst fyrir björgunarstarfinu af öllum mætti.  Ennþá sitja á þingi fyrir flokkinn dæmdur þjófur, kúlulánapakk, skattsvikari og styrkþegar eins og ekkert sé.  Svo er sjálfur formaðurinn kolflæktur í vægast sagt vafasöm viðskipti.  Þetta pakk hefur ekki beðið þjóðina afsökunar enda held ég að þjóðin mundi senda þá beiðni í afturendann á þeim aftur.

Það að millistéttin standi verr en áður er bein afleiðing hrunsins og þar með bein afleiðing 18 ára helstefnu sjálfstæðisflokksins.   Skipulög glæpasamtök á að banna og þar með sjálfstæðisflokkinn- Flestir þingmenn hans ættu í raun og veru að vera inni á Litla Hrauni.


mbl.is Telur millistéttina enda í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott. Alveg það sama og ég hugsa.

Það besta sem getur komið fyrir þjóðina, er að glæpaflokkurinn verði upprættur.

Doddi (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:30

2 identicon

Óskar.

Nú eru 2 ár liðin frá hruni. Þessi ríkisstjórn lofaði gulli og grænum skógum, norrænu velferðar kerfi og stöðugleika.

Hverjar eru efndirnar? Ríkisstjórnin er að rústa fjármálakerfinu með óhólegum sköttum á almenning og fyrirtæki. Hindrar að erlent fjámagn komist inní landið. Rústar heilbrigðiskerfinu. og er með gjaldeyrishöft sem hyndra alla uppbyggingu í landinu.

Þetta er allt á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar hvort sem vinstrimönnum líksr betur eða verr. Til viðbótar er ekki meirihluti fyrir Icesave samningnum þeim nýjasta, leita verður til Sjálfstæðismanna eftir stuðningi. Af hverju fer stjórnin ekki eftir fyrir mælum þjóðarinnar varðandi Icesave málið og niðurstöðu úr þjóðaratkvæðisgreiðslunni? Svona stjórn á aðhætta strax áður en hún veldur meiri skaða.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Óskar

Arnar þetta er vitleysa.  Þessi ríkisstjórn lofaði aldrei gulli og grænum skógum.  Hún lofað að milda áhrif kreppunnar eins og mögulegt væri.  Það hefði engum heilvita manni dottið í hug að lofa gulli og grænum skógum eftir viðskilnað sjálfstæðisflokksins sem kemst í sögubækurnar sem mesta slátrun eins stjórnmálaflokks á efnahag þjóðar sinnar á síðari tímum.

Talandi um Icesave þá er það krafa viðsemjenda okkar að breið samstaða náist um málið á þingi, ekki nóg að stjórnin merji út meirihluta.  Þarna er reyndar enn eitt hörmungarmál sem stjórnin erfði eftir sjálfstæðisflokkinn, auðvitað á að senda þennan helvítis reikning beint í Valhöll og skipta honum á þá sem hafa kosið sjálfstæðisflokkinn undanfarin kjörtímabil.  

Óskar, 6.12.2010 kl. 01:11

4 identicon

Hér kemur afrekalisti þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Endilega deilið honum á sem flesta.

1. Ábjörn Óttarsson, játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti.

2. Árni Johnsen var dæmdur fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Svo tók hann garð-hellur án leyfis um daginn, en er búinn að skila þeim aftur, eftir að frétt hafði komið um málið á netinu. Sumir læra aldrei neitt.

3. Bjarni Benediktsson tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, stærsta olíufyrirtækis Íslands. (Ben-fjölskyldan á sumarbústað á Flórída sem kostar meira en 600 miljónir. Fólki finnst það samt eiga samleið með Ben-fjölskyldunni og Sjálfstæðisflokknum).

4. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þáði tæplega 25 milljónir í styrki sama árið og hann hafði millgöngu fyrir 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins - á sama tíma áttu styrkveitingur beinna hagsmuna að gæta gagnvart ríkinu.

5. Kristján Þór Júlíusson er Ísfirðingum góðu kunnur og ekki af góðu, enda muna þeir hvernig hann fór með þá í Guggumálinu. Prófið að gúggla "Kristján Þór Guggan Samherji".

6. Ólöf Nordal sagði að Skýrsla Rannsóknanefndar Alþingis væri að þvælast tímabundið fyrir Sjálfstæðismönnum. Hún er einmitt nefnd í skýrslunni undir kaflanum um lánveitingar til þingmanna - endilega lesið hann. (Framhald....)

7. Óli Björn Kárason, var-þingmaður og fyrrverandi ritstjóri hægriöfga-vefsins amx.is skuldaði einmitt Kaupþingi um hálfan milljarð. Hefur átt það til að haga sér með dólgshætti við almenna borgara og þá drukkinn.

8. Sigurður Kári Kristjánsson, þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir greiddu honum féð.

9. Tryggva Þór Herbertsson þarf varla að kynna fyrir ykkur, þetta er maðurinn sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde. Svo þáði hann milljónir fyrir að gefa út einhvers konar heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið fyrir utan fleiri hundruð miljóna kúlulán.

Pétur Blöndal var aðal hvatamaðurinn af því að koma sparisjóðakerfinu í einkaeign sem varð svo til þess að það fór lóðrétt á hausinn. Fé án hirðis kallaði hann sparisjóðakerfið.

10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  var með milljarða skuldir frá Kaupþingi, en þar var eiginmaður hennar einn af hákörlunum sem stýrðu ferðinni.

Svo eru einn þingmaður  flokksins í leyfi – ath.  Þeir sem fóru í leyfi  sögðu ekki af sér!

11. Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni, en sá sjóður fór langt frá auglýstri fjárfestingarstefnu sinni sbr. Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Þannig að það er fátt um fína drætti í þingflokki Sjálfstæðismanna. Það er einna helst að maður geti bent á Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem einu heiðarlegu manneskjuna innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Ég spyr bara, hvernig fær fólk sig til að styðja annan eins Flokk og Sjálfstæðisflokkinn?

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband