Mogginn fer hamförum i óþverraskap

Mogginn fagnar því ekki að Icesave, þessi viðbjóðslegi Trójuhestur sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig er nú loks að leysast með mjög ásættanlegri niðurstöðu.  Nei, nú er ráðist með lygum og óþverraskap á alla þá sem reynt hafa að leysa þetta mál siðastliðin 2 ár.  Forsíðufréttin í morgun var hrein og klár lýgi þar sem allra svartasta mögulega útkoma var niðurnegld sem heilagur sannleikur og miðað við að hreinlega ekkert fengist upp i kröfurnar með eignum Landsbankans.  Raunveruleikinn er allt annar eins og flestir vita. 

Það sem mogginn segir ekki er jafnan mun athyglisverðara en það sem hann segir.  Mogginn talar ekkert um loforð Árna Matt og Geirs Haarde um að borga Icesave með 6,7% vöxtum haustið 2008.  Mogginn talar ekkert um hver leiddi fyrstu samninganefnd Islands, hann heitir Baldur Guðlaugsson og er sjálfstæðismaður sem er undir rannsókn vegna meintra innherjaviðskipta.

Mogginn talar heldur ekkert um tilurð Icesave, hvernig ákveðinn maður sem nú er ritstjori Moggans gaf flokkshollum glæpamönnum Landsbankann, þeir réðu svo aðra sjalla til að reka hann, sjallarnir stofnuðu icesave og settu svo bankann á hausinn eftir að hafa stolið öllu steini léttara innan úr honum.  Mogginn minnist ekkert á þetta og hvernig það gat gerst að þjóðin fékk trójuhestinn eftir þessa eðalsjalla.  Auðvitað á Icesave reikningurinn heima i Valhöll og hvergi annarsstaðar.  Réttast væri að kjósendur sjálfstæðisflokksins síðustu 18 ár skiptu honum á milli sín en því miður virkar lýðræðið ekki þannig.

Mogginn er óðum að mála sig út í horn sem ómerkilegur áróðurssnepill hægri öfgamanna og raðlygara.

Við þetta má svo bæta að vaxtakostnaður ríkisins og þar með skattborgara vegna gjaldþrots seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar er um 20 milljörðum hærri en vegna icesave.  Mogginn hefur engan áhuga á þvi.  I wonder  Why?


mbl.is „Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála....þvílíkur viðbjóður af hálfu moggans og ritstjóra hans.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:17

2 identicon

Þó það sé skítur í horni Sjálfstæðisflokkinn eins og alþjóð veit þá hreinsar það ekki skítinn í hornum Samfylkingar og Vinstri grænna! Árni Matt og Geir Harde eru ekki lengur til staðar til að segja af sér en Steingrímur situr þarna enn! Hreinsar það eitthvað Steingrím og Jóhönnu ef Mogginn myndi fjalla um tilurð IceSave? Er bara ekki komið nóg af því að draga íslensku þjóðina á asnaeyrunum??? Þú vilt bara benda á Sjálfstæðismenn til að borga þetta.... Hvurs konar endæmis rugl er þetta í þér? 

Einar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:19

3 identicon

Þetta sem þú telur upp hérna er ekki fréttin í dag Óskar og þú veist það. Mogginn er hægri blað, það skal ég taka undir en þó að Geir og Árni hafi gert sýn mistök að þá voru aðrir með þeim í för og þar á meðal Framsókn og Samfylkingin. Hvað þau mistök varðar að þá er nú verið að hengja Geir fyrir þau í landsdómi þannig að þú getur skálað í kampavíni yfir því.

Eitt sem ég skil ekki og það er það þegar fólk fer alltaf að telja upp mistök og óþverraskap fyrverandi stjórnarmanna þegar athugasemd er gerð við störf SJ og JS. Eins og það réttlæti það að keyra hafi átt fyrri samning Icesave vegna þess að Geir og Árni höfðu lofað einhverju öðru. SJ er búinn að vera að mínu mati, alveg eins og Geir en það má auðvitað ekkert setja út á þessa stjórn öðruvísi en vera úthrópaður sem glæpamaður sem hafi komið þjóðinni á hausinn.

Svo er þetta nú alveg með eindæmum vel orðað hjá þér "Réttast væri að kjósendur sjálfstæðisflokksins síðustu 18 ár skiptu honum á milli sín" og þá sér í lagi þessi setning: "en því miður virkar lýðræðið ekki þannig." Þá veit ég hvernig þú túlkar lýðræði, á þá ekki vinstri fólkið í Grikklandi að borga þær skuldir sem þar hafa myndast?

Svo minnist þú nú ekkert á þann óþverraskap hjá S og VG að kjósa bara Geir sem sekan og senda á landsdóm. Hann var nú ekki einn á ferð þar blessaður. En þér er auðvitað alveg sama um það enda Geri sjálfstæðismaður sem á væntanlega ekki tilverurétt hér á Íslandi að þínu mati.

Margur heldur mig sig og svo öfugt...

Grétar Örn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:24

4 identicon

Jájá, Mogginn aldeilis að drulla yfir allt vinstrið og hrósa hægrinu eins og sannast hér, eða má Mogginn að þínu mati ekki flytja neikvæðar fréttir af VG? Ein neikvæð frétt af þeim frá Mogganum og það er viðbjóðsleg rógsherferð? Hvernig væri að slaka aðeins á samsæriskenningunum.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:45

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Alveg sammála þér. Hægra ofstæki Morgunblaðsins er staðreynd.  Forsíða blaðsins, ritstjórnargreinar blaðsins, velvakandi og Agnes litla Bragadóttir vitna um þetta ofstæki á hverjum degi.  Auðivtað eru dagar Morgunblaðsins taldir með sama áframhaldi og er alveg með ólíkindum að nokkur fjárfestir skuli vilja reka dagblað með þetta ofstækisfólk innanborðs.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.12.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

það er bara gott að einhver fjölmiðill skuli nenna að minna okkur vesælu komma að Steingrímur er drullusokkur og Jóhanna er steingerfingur

Magnús Ágústsson, 11.12.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband