Hrein þvæla

Þessi "ekki frétt" er í besta falli hlægileg.  Í fyrsta lagi er verið að blanda Icesave inn í  þetta þó sá pakki sé miðað við nýja samninginn sennilega um 1% af skuldum þjóðarinnar.  Í öðru lagi er einfaldlega rangt farið með tölur um gjaldeyrisforðann, hann er miklu meiri enda hefur seðlabankinn verið að kaupa gjaldeyri undanfarna mánuði til þess eins að sporna gegn styrkingu krónunnar og halda henni á því róli sem hún er núna til að styrkja útflutningsgreinarnar.   En sem fyrr er því miður lítið að marka "fréttir" sem birtast á síðum morgunblaðsins eða á mbl.is  ,það er orðið meira mark takandi á fréttum frá Baggalúti heldur en þessu náhirðarrusli.
mbl.is Gengur verulega á gjaldeyrisforðann á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt farið með tölur? Fyrst þú veist að rangt er farið með tölur, viltu þá ekki koma með hinar réttu?

Það þætti frétt til næsta bæjar ef stjórnlaus styrking krónunnar væri það vandamál sem Seðlabankinn stríddi helst við þessa dagana!

Ef eitthvað er hlægilegt þá er það þessi bloggfærsla þín.

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig styrkir það útflutningsgreinarnar að halda gengi krónunnar alltof háu?

Geir Ágústsson, 10.2.2011 kl. 11:43

3 Smámynd: Óskar

Hvað áttu við Geir?  Seðlabankinn er einmitt að kaupa gjaldeyri til að koma í veg fyrir að krónan styrkist.  Kannski áttu við að gengið sé orðið of sterkt núna.  Ég get nú ekki verið sammála því.

Óskar, 10.2.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband