13.2.2011 | 13:42
Heldur er það dapurt
Heykvíslahjörðin telur sjálfsagt eitthvað meira. Liðið sem vill að skattborgarar í Bretlandi og Hollandi taki á sig allan kostnað við glæpsamlegt athæfi Íslenskra banka sem áttu að lúta Íslensku eftirliti sem brást. Íslenska þjóðin bakkaði uppi "tæru snilldina" rakkaði niður erlenda aðila sem reyndu að vara við hættunni og svo þegar allt hrundi segir ákveðinn hluti þjóðarinnar,, þetta er allt helvítis bretunum að kenna, látum þá bara borga! ..Sorrý ég segi, þeir sem vilja að íbúar annarra landa taki á sig allan kostnað vegna þessa máls hljóta að vera alvarlega siðblindir.
Nú er í höfn samningur sem er okkur mjög hagstæður. Verði hann ekki samþykktur þá endar þetta fyrir dómi OG MÖGULEGT ER AÐ ÍSLAND VERÐI DÆMT TIL AÐ GREIÐA MARGFALT, JAFNVEL 50 SINNUM ÞAÐ SEM NÚ ER BÚIÐ AÐ SEMJA UM. FARI SVO, ÞÁ ÆTTI AÐ DRAGA HEYKVÍSLAHJÖRÐINA MEÐ INDEFENCE I FARARBRODDI Í HEILU LAGI FYRIR LANDSDÓM ÞVÍ ÞETTA LIÐ HEFUR ÞÁ KALLAÐ ÞJÓÐARGJALDÞROT YFIR OKKUR.
Núverandi samningur er það hagstæður að útilokað er að betri niðurstaða fáist fyrir Ísland nema dómur félli þannig að við mundum sleppa en það er mjög ólíklegt, EÐA MAN EINHVER EFTIR NEYÐARLÖGUNUM?
Sex þúsund manns gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvernig er það ekki siðblinda að vilja semja um að brjóta lög, með þeim rökum að það sé "hagstæðara" en fyrri samningur?
Að fylgja lögum er ekki eitthvað sem maður gerir eftir "hagkvæmni".
Og hafðu engar áhyggjur af því að þetta fari fyrir dóm, það er ekkert sem Evrópuríkin hræðast meira en að komið verði upp um lögleysu þeirra.
Og já ég man eftir neyðarlögunum, tel mig jafnvel vera einn af fáum Íslendingum sem hafa lesið þau. En hvað þýða neyðarlögin eiginlega?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 14:37
Samþykkt Icesave þýðir einfaldlega gjaldrot okkar innan næstu fimm ára. Engin ríkisstjórn getur samþykkt slíkan samning án aðkomu þjóðarinnar, sérstaklega þegar það er álitamál hvort við eigum að borga eða ekki.
Það er engin munur á að vera dauður eða steindauður og því eigum við að taka slaginn. Í versta falli breytist ekkert
Jón Lárusson, 13.2.2011 kl. 14:55
Sæll; Nafni !
Enn; gerir þú gys að, þá Eþíópíumenn og Sómalir, hröktu heri Mússólínis, af höndum sér, búnir heykvíslum, einum vopna, á sínum tíma. Bið þig; að láta af þessu skenzi, í garð þeirra ágætu þjóða, nafni minn.
Komdu nú; ofan úr turni sjálfbirgings háttarins, nafni minn - og viðurkenn þú þá staðreynd; að hvorki, þér - mér, né öðrum landsmönnum ber nokkur skylda til, að borga einka skuldir stórglæpa- og hryðjuverka manna, þó samlandar okkar séu.
Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 15:27
Guðmundur það eru ekki neyðarlögin í heild sem eru málið heldur sú klásúna í þeim að allar innistæður í Íslenskum bönkum voru tryggðar í topp, þ.e. útibúum þeirra hér á landi. Slíkt er einfaldlega kolólöglegt og stæðist ALDREI fyrir Evrópudómstól.
Jón Lárusson, kjaftæði. Núverandi Icesave samkomulag er sennilega nálægt 1% af erlendum skuldum þjóðarinna, það er einfaldlega haugalýgi að núverandi samkomulag setji klakann á hausinn en mjög líklegt að VERÐI EKKI SAMIÐ þá hefur ykkur í heykvíslahjörðinni tekist að gera þjóðina gjaldþrota. þá mun ég óska ykkur til hamingju með vel unnið verk og koma mér svo úr landi.
Nafni, Ég er ekkert að gera grín að Eþíópium eða öðrum píum, heykvíslin hefur verið eins konnar táknmynd þegar múgæsing tekur öll völd umfram skynsemi. Svo er í þessu tilfelli þó heykvíslahjörðin hin Íslenska notist reyndar frekar við neyðarblys og blogg. En alltaf gaman að heyra frá þér nafni, með kveðju frá Filippseyjum þar sem ég er staddur um þessar mundir.
Óskar, 13.2.2011 kl. 16:18
Óskar, kjaftæði eða ekki kjaftæði, það er bara þín skoðun eins og það að þetta sé eitthvað í líkingu við 1% af erlendum skuldum þóðarbúsins. Þú átt að sjálfsögðu rétt á þínum skoðunum í þessu máli, en sannleikurinn er einfaldlega sá að við höfum ekki hugmynd um það hversu hár reikningurinn verður frá Bretum og Hollendingum. Þetta er óútfylltur tékki sem þarna er um að ræða.
En ef við bara lítum til vaxta upp á tugi miljarða, þá sér það hver heilvita maður að þetta styrkir ekki þjóðarbúið. Í mínum huga er það alveg á hreinu að við fyrst förum að finna fyrir Icesave eftir að búið er að gefast upp fyrir Bretum, Hollendingum og ESB.
Ef þetta væri jafn borðleggjandi okkar að borga, eins og margir vilja halda fram, afhverju eru Bretar og Hollendingar ekki búnir að fara í hart með þetta. Málið er að þeir eru jafn tvístígandi í þessu og margir hér á landi.
Jón Lárusson, 14.2.2011 kl. 08:24
Hvað er að þér Óskar hvers vegna vilt þú svíkja þjóð þína?
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.