Athyglissjúklingur og tækifærissinni ákveður að lengja kreppuna á Íslandi

Þessi ákvörðun forsetans kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart enda er hann lýðskrumari og tækifærissionni af verstu sort.  Hversvegna á þetta mál EKKI að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu?

1. Icesaveskuldin er sennilega um 1% af skuldum þjóðarinnar.  Eigum við að láta sérhverja skuld þjóðarinnar i atkvæðagreiðslu um hvort það eigi að greiða hana?

2. Þetta er MJÖG FLÓKIN milliríkjadeila og almenningur mun aldrei setja sig inn í þetta mál nægilega vel til að geta tekið upplýsta ákvörðun.  HVE MARGIR VITA T.D. AÐ BRETAR OG HOLLENDINGAR MUNU BORGA CA 2/3 HLUTA ICESAVE EN AÐEINS LÍTILL HLUTI MUN FALLA Á ÍSLENDINGA?

3. Almenningur hefur ekki hugmynd um þá gríðarlegu áhættu sem felst í því að hafna samkomulaginu og að málið endi fyrir dómstólum.  LÍKLEGT ER AÐ ÍSLAND VERÐI DÆMT TIL AÐ GREIÐA ALLA ICESAVE SKULDINA AÐ FULLU, UM 1200 MILLJARÐA I STAÐINN FYRIR 30-50 MILLJARÐA EINS OG SAMNINGURINN GERIR RÁÐ FYRIR.  VEIT ÞJÓÐIN ÞETTA?  ÉG HELD EKKI.

4. Alþingi samþykkti frumvarpið með yfirgnæfandi meirihluta og ÞVÍ ERU ENGIN RÖK FYRIR FORETTA ÍSLANDS AÐ HUNDSA SVO AUGLJÓSA OG YFIRGNÆFANDI ÁKVÖRÐUN RÉTTKJÖRINS ALÞINGIS ÞJÓÐARINNAR.

5. ÚTILOKAÐ ER AÐ NÁ BETRI SAMNINGI , ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA SNÝST ÞVI UM HVORT YFIRHÖFUÐ SKULI GREIÐA ICESAVE SKULDINA OG ÉG FULLYRÐI AÐ STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR MUN ALDREI SETJA SIG NÆGILEGA VEL INN Í MÁLIÐ TIL AÐ TAKA UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN.

6.  ANSTÆÐINGAR SAMKOMULAGS TALA Í ÁRÓÐURSKENNDUM FRÖSUM EINS OG "ÉG BORGA EKKI SKULDIR ÓREIÐUMANNA"´ÁN ÞESS AÐ HAFA HUGMYND UM HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR Í RAUN OG VERU.  ÞEIR SEM EKKI SETJA SIG NÆGILEGA VEL INN Í MÁLIÐ (OG ÞEIR ERU MARGIR) GLEYPA ÞETTA LÝÐSKRUM HRÁTT OG SEGJA NEI BYGGT Á FRÖSUNUM FRÁ LÝÐSKRUMURUNUM MEÐ SKELFILEGUM AFLEIÐINGUM FYRIR ÞJÓÐINA.

 

Mikil er ógæfa Íslands að hafa þetta athyglissjúka erkifífl fyrir forseta.

 


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 16:28

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun málsins - ég vona, eftir að forsetinn bilaði, að þjóðin nái áttum og samþykki samninginn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.2.2011 kl. 16:56

3 Smámynd: Pétur Sveinsson

Yfir 500 milljardar....tad er tad sem vid hefdum þurft ad borga....ekki 30 milljardar....myndi ekki taka okkur til arsins 2046 ad borga 30 milljarda.

Pétur Sveinsson, 20.2.2011 kl. 16:59

4 Smámynd: Óskar

500 milljarðar er kjaftæði Pétur.  Lýgi eins og flest annað úr heykvíslahjörðinni.  Þú gleymir viljandi eigum úr þrotabúi Landsbankans sem fara upp í skuldina samkvæmt samningnum en EKKI ER VÍST  að það verði svo gott fari máli fyrir dómstóla. 

Ef dómstólar komast að verstu mögulegu niðurstöðu fyrir Ísland þá er spurning hvort Pétur, Rauða Ljónið og aðrir úr heykvíslahjörðinni verði menn til að biðja restina af þjóðinni afsökunar á að hafa valdið nýju og miklu verra hruni sem aldrei þurfti að eiga sér stað.

Óskar, 20.2.2011 kl. 17:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: Þar sem icesave skuldin er óþekkt, er ekki unnt að segja hve st´ro hluti af skuldum þjóðarinnar hún yrði.

2: Flókið?  Nei, einfalt.  Það eru fordæmi - frá bretlandi - fyrir að greiða ekki krónu.

3: Ekki láta ljúga svona að þér.  Fordæmi, skilurðu?  England vs. Mön.

4: Lestu stjórnarskrána, skv henni má þetta.

5: Þeir sem vilja samkomulag tala í áróðurskenndum frösum eins og: "ÚTILOKAÐ ER AÐ NÁ BETRI SAMNINGI" ," ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA SNÝST ÞVI UM HVORT YFIRHÖFUÐ SKULI GREIÐA ICESAVE SKULDINA OG ÉG FULLYRÐI AÐ STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR MUN ALDREI SETJA SIG NÆGILEGA VEL INN Í MÁLIÐ TIL AÐ TAKA UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN," og að sjálfsögðu: "Þjóðaratkvæði er árás á þingræðið."

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2011 kl. 20:29

6 identicon

Ekki nota caps við heyrum alveg ágætlega þarft ekki að öskra á mann.

En ef þig langar svo agalega að borga þessa skuld getur þú örruglega tala við bankan þinn að hluti af þínum launum fari til Hollendinga og Breta það er enginn að banna þér að gera það þið Samfylkinga pakk getið bara lagt saman í stóra peninga haug send þeim mánaðalega.

kari (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:43

7 Smámynd: Óskar

Ásgrímur og Kári.  það er akkúrat svona sorglegur málflutningur eins og ykkar sem er að fara með þessa þjóð til andskotans.  Heimskulegur þjóðrembingur, upphrópanir og innihaldslausir frasar.  Kusuð þið kannski Davíð Oddsson á sínum tíma?  Vitið þið að hann bjó til umhverfið fyrir icesaveglæpamennina að leika sér í ?  Þjóðin kaus yfir sig stjórnvöld sem leyfðu þessu að gerast og þessvegna er þjóðin ábyrg.  flóknara er það ekki.

Óskar, 21.2.2011 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband