Náhirðin við það að ná völdum -Guð blessi Ísland

Nú bendir allt til þess að nei verði ofan á , því miður.  Það er sorglegt að þjóðin ætli sjálfviljug að skera á landfestar öryggis, vinskapar og sátta við aðrar lýðræðisþjóðir og halda út á ólgusjó óvarin í ferð sem getur tæpast endað vel en líklega mjög illa.

Afleiðingarnar verða bæði efnahagslegar og pólitískar.  Neiið mun kosta þjóðina sem ekki vill borga skuldir óreiðumanna margfalt meira en jáið og hefur þetta verið rökstutt vel.  Strax á mánudag verður lánshæfismat rikissjóðs fellt og fyrir þá sem ekki vita ÞÁ ER LÁNSHÆFISMAT PENINGAR HVAÐA SKOÐUN SEM MENN HAFA Á MATSFYRIRTÆKJUNUM.  Í kjölfarið hækkar vaxtakostnaður ríkis og fyrirtækja óhjákvæmilega og ríkið mun ekki getað endurfjármagnað ohagstæði lán á hagstæðari kjörum.  Þetta mun leiða af sér aukið atvinnuleysi og enn meiri doða í atvinnulífinu.

En pólitísku afleiðingarnar held ég að verði miklu verri.  NÁHIRÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UNDIR FORYSTU MANNS SEM SKAPAÐI UMHVERFIÐ SEM GLÆPALYÐURINN LÉK SÉR Í, MANNS SEM GAF GLÆPAMÖNNUM LANDSBANKANN, ÞETTA HYSKI NÆR HÉR VÖLDUM Á NÝJAN LEIK.

Ég spái því að ekki líði á löngu þar til þjóðin sakni þeirra gömlu góðu daga þegar hér var ríkisstjorn sem þó reyndi af fremsta megni að koma okkur útúr kreppunni.  VIÐ VITUM HVERNIG HÆGRI ÖFGAMENN VINNA, ÞAÐ SEM GERIST Á ÍSLANDI EF HYSKIÐ NÆR V0LDUM ER EKKERT FLÓKIÐ, HÉR VERÐUR BORGARASTYRJÖLD ÞEGAR ÞETTA LIÐ HEFUR VALDIÐ HRUNI NO 2.

Svo er rétt að benda Mogganum á að allir fjölmiðlar landsins hafa fjallað um yfirlýsingu Vigdísar Finnbogadóttur en Mogginn hampar miklu fremur einhverju Bandarískum rugludalli sem veit ekkert um þetta mál.  Svona vinnur náhirðin.

Til hamingju Íslendingar með að hafa sjálfviljugir kosið yfir ykkur efnahagslega tortýmingu, það verður víst engum öðrum en þjóðinni um kennt.  9. april 2011 er sorgardagur.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Náhirðin er við völd, kjáni. Lítið meira handa henni að skemma svo tímabært hún hypji sig - og helst úr landi!

Örn Gunnlaugsson, 9.4.2011 kl. 14:33

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þú spyrð á mínu bloggi hver ég sé að ryðjast inn á þitt blogg. Ég skrifa undir fullu nafni ólíkt sumum eins og þér. Þú þarft því ekki að spyrja hver ég er þar sem ég er ekki í feluleik!

Örn Gunnlaugsson, 9.4.2011 kl. 14:58

3 identicon

Það hlustar enginn á svona hræðslu og viðbjóðsáróður eins og já greinarhöfundi hér að ofan. Skömmustulegt hjá þér.

Heimurinn átti líka að hrynja yfir okkur í Icesave 1 og 2 og í landhelgisstríðinu. Við stóðum hinsvegar í lappirnar (sem þú hefur gleymt) og ekkert skeði nema góðir hlutir.

Það sem er síðan enn mikilvægara að Íslendingar hafa fengið hrós fyrir alla þessu hluti síðan þá. Í nýjast Icesave munum við fá risa klapp á bakið frá ummheiminum.

NEI er eina svarið.

Já er blekking og hræðsluáróður.

Már (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 16:59

4 Smámynd: Óskar

Þessum pistli mun ég halda til haga og sjáum hvað rætist af þessu.  Ég óttast því miður að þjóðin muni sjá þetta svart á hvítu á næstu vikum og mánuðum.

Óskar, 9.4.2011 kl. 23:31

5 identicon

Verð að gera athlægi að þessu:

NÁHIRÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UNDIR FORYSTU MANNS SEM SKAPAÐI UMHVERFIÐ SEM GLÆPALYÐURINN LÉK SÉR Í

Kapítalísmi stendur og virkar enn. Kapítalísminn olli ekki vandamálunum sem hríða yfir umheiminn heldur er það lélegar reglugerðir og hið ónýta hagkerfi sem var sett á lappirnar af J.D. Rockefeller á sínum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki vandamálið heldur allt þingið eins og það leggur sig. Sama hvern þú kýst þá munu alltaf einhverjir gera mistök t.d. vegna græðgis, óstjórnanlegra tilfinninga, eða annara ástæðna.

Eina ástæðan fyrir því sem gerðist hér er sú að Landsbankinn var lýstur sem banki undir vernd ríkisins. Hver gerði það fail? Ég veit það ekki en það var einhver einstaklingur á þingi sem fékk meirihluta í lið við sig.

- - -

Hræðsluáróður sem á sér enga hliðstöðu nema orð og tilfinningar og án haldbæra staðreynda - maður fær tár í augun af hlátri.

hfinity (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband