10.4.2011 | 11:46
Þarna er í forsvari maður sem vill drepa pólitíska andstæðinga
Mikil er ógæfa þjóðarinnar að lýsa yfir stuðningi við samtök sem maður fer fyrir sem hefur opinberlega sagt að taka eigi pólitíska andstæðinga hans af lífi. Þetta er Loftur Alice sem bauð sig fram til formanns fyrir sjálfstæðisflokkinn á síðasta landsfundi en komst til allrar hamingju ekki langt.
Ég sé að hann vantar reyndar á myndina og lítið hefur farið fyrir honum allra síðustu daga, sjálfsagt hafa honum vitrari menn beðið hann að halda sig til hlés fyrir kosningar rétt eins og sjallar gera reyndar við Hannes Hólmstein, þeir senda hann yfirleitt úr landi fyrir kosningar.
Það er ekkert annað en sorglegt að þjóðin hafi valið að fylgja þjóðernis öfgaöflum og lýðskrumurum út á úfinn sjó. Þjóðin skar á landfestar öryggis og samstarfs við vinaþjóðir og heldur nú einangruð og vinalaus í mikla óvissuferð sem getur tæpast endað vel, allavega ekki betur en sá samningur sem í boði var- mjög liklega miklu verr.
Reyndar er fyrsta kosningaloforð Nei sinna þegar fallið. Þeir sögðu að Bretar og Hollendingar mundu ekki þora í málssókn. Báðar þjóðir hafa strax lýst því yfir að málið fari fyrir alþjóðadómstóla. Mig langar að vita hvernig Nei sinnar útskýra þetta.
Hvatning fyrir stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú fullyrðing hjá þér að Loftur komi að þessum hóp er röng. Það er ágætt að kynna sér málin aðeins áður en maður tjáir sig um þau.
http://www.advice.is/?page_id=10
Af síðunni sem ég vísa á kemur eftirfarandi fram:
ADVICE hópurinn:
B.kv.
K
Kristinn (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:03
þá hefur honum verið sparkað úr hópnum mjög nýlega. Hér var hann í honum : http://www.kjosum.is/frettir/2-tilkynningar/72-askorun
Óskar, 10.4.2011 kl. 12:10
Þetta er allt annar hópur. Þessi hópur er enn starfandi sbr. www.kjosum.is.
Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 15:06
Óskar ertu ekki orðinn þreittur á sjálfum þér?????????
Sigurður Helgason, 10.4.2011 kl. 15:49
Sigurður neinei- ég þreytist aldrei á að reyna að koma vitinu fyrir þjóðina.
Óskar, 10.4.2011 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.