25.5.2011 | 12:25
Bleikjan er ótrúleg já
Það sem ég hef heyrt frá fiskeldisfræðingum er að miklu betra er að ala bleikju heldur en lax af ýmsum ástæðum. Hún er margfalt harðgerari, þrífst við lægra hitastig og það sem kannski skiptir mestu máli er að hún er laus við sjúkdóma sem hrjá laxeldi með reglulegu millibili.
Það er líka rannsóknarefni hve margar bleikjutegundir eru í landinu en hún virðist hafa einstaka aðlögunarhæfni. Í Þingvallavatni er t.d. blind bleikjutegund sem lifir í gjótum á botninum, ástæðan fyrir því að hún er blind er sú að hún hefur ekkert við augu að gera!
Heyrt hefur maður sögur af því að bleikja lifir í vötnum sem botnfrjósa af og til. Ég efast um að nokkur önnur fisktegund þoli annað eins.
Bleikjan er ótrúlegur fiskur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða blinda bleikjutegund er þetta?
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 13:42
þetta er dvergbleikjuafbrigði sem hefur verið kallað Gjábranda. Hún er oft alveg blind. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1612392
Óskar, 25.5.2011 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.