10.6.2011 | 16:28
The Eagles á göngugrindum ?
Stundum er maður aðeins of fljótur að lesa. Miðað við aldur hljómsveitarmeðlima hefði ég ekki orðið hissa þó þeir stauluðust um á göngugrindum á sviðinu, ef þá ekki á hjólastólum. Það hefði nú reyndar verið ákveðinn sjarmi yfir því.
Enn er nóg af gamlingjum sem enn reyna að glamra á hljóðfæri til að flytja á klakann, er ekki Dolly Parton enn á lífi? Um að gera að fá hljómsveitirnar ekki meðan þær eru á toppnum, frekar svona hálfri öld síðar. Það er Íslenska aðferðin:)
The Eagles á göngustígnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða hvaða.
Zeppelin var á toppnum þegar hún kom hingað, 50Cent, Europe, Metallica, Sugababes, Foo Fighters, Nick Cave og allskonar..
David (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:39
Það er grundvallar munur að horfa á og heyra menn sem eru að spila ánægjunnar vegna, með rétt stillt hljóðkerfi, vandaða spilamennsku og því hugarfari að skemmta áhorfendum eða mönnum sem bara mæta í vinnuna til að fá greitt fyrir með óáheyrilegt hljóðkerfi, neikvætt viðhorf til áhorfenda og meira að hugsa um að skemmta sjálfum sér með drykkju og annarri neyslu en að skemmta áhorfendum.
Mér fannst ekki fyrir svo löngu að menn komnir yfir miðjan aldur ættu ekki erindi upp á svið til að flytja rokk og aðra góða tónlist, en mitt viðhorf hefur breyst í því og ég nýt þess mikið betur að fara á tónleika með mönnum yfir sextugt en einhverjum ungum hrokagikkjum sem varla eru komnir af bleyjunni.
Ég fer mjög mikið á allskonar tónleika og hef þónokkurn samanburð í þessum efnum og þó Eagles hafi ekki verið í topp 10 yfir mínar vinsælustu hljómsveitir gegnum tíðina þá var kvöldi í gær mjög góð skemmtun fyrir mig og álit mitt á þeim hækkaði stórlega.
Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 21:51
Æ hvaða hvaða, JÓN.
Þegar þú nefnir unga tónlistarmenn með hroka vart komna af bleyju - þá ertu sjáflur að sýna hroka. Þetta er nú ekki fullorðinslegt er það nú?
En yfir í annað; þetta með Eagles keyrandi um á göngustígnum var bæði lögbrot og svakaleg ókurteisi. Þarna fara forríkir og fullfrískir menn um á bílum og neyða aldrað fólk og öryrkja til að víkja úr vegi fyrir sér.
Ég hræki á svona afstöðu til lífsins og tillitsleysi til meðbræðra sinna.
Eagles hafa lengi verið á topp 10 hjá mér en öfugt við þig þá féllu þeir alveg í áliti hjá mér - burtséð frá því hvað þeir spiluðu vel fyrr um kvöldið.
(Ekki koma með mótrök um að engir aldraðir eða öryrkjar séu á ferli á þessum tíma dagsins á göngustígnum takk)
Annars bara hress.
David. (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 11:17
David: Ég tala af talsverði reynslu þegar ég nefni þennan mun á hljómsveitum og tónlistarmönnum. Ég starfaði í mörg ár í þjónustu þar sem voru, dansleikir, tónleikar, pöbbakvöld og aðrar uppákomur og það var mikill munur á hversu prófessional menn voru og hvernig framkoman var og þá er ég ekki síst að tala um gagnvart rekstraraðilum og okkur starfsfólkinu.
Eagles voru ekki að aka eftir einhverjum hefðbundunum merktum göngustígum, alls ekki. Þarna er óskilgreindur malarvegur, sem hvorki er skilgreindur sem gata né göngustígur, en er talsvert breiður og liggur milli Suðurlandsbrautar og nýju Laugardalshallarinnar, svo það er verið að gera úlfalda úr mýflugu þarna í fréttinni.
Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.