Er nokkuð verið að bíða eftir forstjóranum ?

Iceland Latepress er enn og aftur að gera stórt stykki í brækurnar.  Frægt varð þegar farþegar voru látnir bíða í Berlín vegna þess að forstjóri IE var of seinn útá völl.  Að sjálfsögðu var skálduð upp önnur ástæða fyrir biðinni.  Algengt er að IE sameini eða felli niður flug á síðustu stundu með tilheyrandi vandræðum fyrir farþega.  Sjálfur fór ég til Portúgal í sumarfrí í fyrra með IE og það var mín síðasta ferð með þessu ruslfélagi, það klikkaði hreinlega allt sem gat klikkað, vélum seinkaði í báðum ferðum um margar klukkustundir, upplýsingagjöfin engin og kvörtunarbréfi eftir ferðina var ekki svarað. 

mbl.is Sykursjúk börn föst í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að enn skuli vera til hópur fólks sem ferðast með þessu flugfélagi, en líklega er ástæðan fyrir því að fólk borgar minna og FÆR AUÐVITAÐ BARA EFTIR ÞVÍ...

Biggi (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Óskar

Borgar fólk minna?  Það er nú bara ekki alltaf þannig.  Flugleiðir eru bara á mjög svipuðum og jafnvel lægri verðum á sumum leiðum.  -- Þó ég þyrfti að borga helmingi meira með öðrum flugfélögum þá geri ég það hér eftir því ég hef heldur ekki efni á að missa úr vinnu ef ég kemst ekki heim á réttum tíma.  Það er nú bara þannig að ef þú kaupir ferð með IE þá eru litlar líkur, já mjög litlar á að tímasetningar standist.  Að þetta flugfélag heiti "EXPRESS"  er náttúrulega djók.

Óskar, 13.6.2011 kl. 19:55

3 Smámynd: Hannes

Ég fór til Spánar með IE nýlega og mun aldrei fara með þessu flugfélagi framar. Þar sem ég er 196cm á hæð þá var sérstaklega borgað fyrir aukafótarými báðar leiðir. Það þurfti að byrja á því í bæði skiptin að finna annað sæti fyrir mig enda ekki neinum bjóðandi nema dverg með anorexíu að sitja í þessum þrengslum. Svo þegar farið var á skrifstofuna að kvarta þá er það ekki hægt heldur verður að senda tölvupóst til að kvarta.

Hannes, 13.6.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Óskar

Nákvæmlega, þeir vilja ekki feisa farþegana.   Mér var einmitt sagt með skætingi að senda bara bréf eða tölvupóst.  Gerði hvorttveggja, meiraðsegja tvisvar en fékk aldrei svar!  Eftir þessa reynslu hika ég ekki við að láta hvern sem er heyra mitt álit og mína reynslu af viðskiptum við þetta skítakompaný.

Óskar, 13.6.2011 kl. 23:11

5 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Eitthvað segir mér nú að Iceland Express eigi ekki marga lífdaga eftir ef þetta eru einu sögurnar sem hægt er að finna um þá.

Þá man ég eftir því þegar gert var grín af þessum endalausum seinkunum hjá þeim núna síðasta skaupinu.

Einar Örn Gissurarson, 14.6.2011 kl. 02:26

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

http://www.caa.is/Farthegar/Rettindifarthega/

Ég bendi fólki á að skoða þessa síðu.  Allt of margir eru ekki með réttindi sín á hreinu.  Það er um að gera að láta heyra í sér ef fólk er óánægt.

Sigríður Jósefsdóttir, 14.6.2011 kl. 12:05

7 Smámynd: Hannes

Óskar til að kórana vitleysuna þá er flugið svo seint að aðeins þeir fyrstu sem innrita sig geta keypt veitingar því að það er verið að loka veitingastöðunum og búðunum þegar innritunin byrjar á flugvellinum í Alicante.

Hannes, 14.6.2011 kl. 21:37

8 Smámynd: Óskar

Nákvæmlega Hannes, lenti akkúrat í þessu i Portúgal í fyrra.  Eina staffið á flugvellinum úti um miðja nótt var skúringafólkið!

Óskar, 15.6.2011 kl. 00:10

9 Smámynd: Hannes

En yndislegt eða þannig að þurfa að bíða eftir að vélin fari í loftið til að geta fengið kaffi eða vondar samlokur ef þær sem eru ágætar eru uppseldar. Það eina sem var opið á flugvelinum var Burger king og það var verið að loka honum þegar við vorum að borða og við vorum fyrst í röðinni þannig að flestir gátu ekki keypt sér neitt.

Hannes, 15.6.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband