Það verður að einkavæða Landsvirkjun...

Þetta heyrðist hvað eftir annað úr röðum sjalla og frjálshyggjupostula fyrir hrunið að það yrði að einkavæða Landsvirkjun svo fyrirtækið yrði arðbært!  Þjóðin má auðvitað ekki njóta góðs af sterkum fyrirtækjum í eigum ríkisins. 

Kannski hefði farið betur ef einkavæðingar æðið hefði ekki heltekið allt hér á síðasta áratug með alkunnum afleiðingum.  Kannski ætti þjóðin fleiri fyrirtæki sem hún nyti góðs af í staðinn fyrir að örfáir einkaaðilar hafi fengið þessi fyrirtæki fyrir spottprís, mergsogið þau og svo sett þau á hausinn.

Var einhver að tala um fé án hirðis ?


mbl.is Allt að 112 milljarðar á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Nú verður Svandís brjáluð og Vinstri Grænir fara á líminguni og heimta enga svona uppbyggingu enga atvinnu í þessum geira, byggjum frekar upp  nýtísku Vinstri Græna moldakofa.

Rauða Ljónið, 28.6.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi útrásarstefna Ríkissins í gegnum LV er tómt rugl. Í einu orðinu er talað um uppbyggingu iðnaðar og að það megi ekki nota rafmagn í neitt nema eitthvað annað og í hinu orðinu þá á að flytja allt rafmagnið út til atvinnusköpunar þar.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.6.2011 kl. 13:22

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sindri Karl Sigurðsson, 28.6.2011 kl. 13:22
Vinstri Grænir vilja öruglega flytja það út heldur en byggjauppa atvinnu hér heima.

Rauða Ljónið, 28.6.2011 kl. 13:35

4 identicon

Þegar Ísland er komið í ESB verða stjórnvöld að selja Landsvirkjun, sem og verða sveitarfélög að selja öll fyrirtæki í orkuvinnslu og -dreifingu.

Bensi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 16:36

5 Smámynd: Óskar

Bensi þetta er kjaftæði.  Það er ekkert í ESB lögum sem bannar riki eða sveitarfélögum að eiga fyrirtæki á þessu sviði.

Óskar, 28.6.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband