10.7.2011 | 20:22
Ótrúlegt væl er þetta
Djöfull er maður orðinn þreyttur á mönnum sem væla út í eitt og kenna stjórnvöldum um nánast allt sem miður fer í þessu landi. Gott ef ríkisstjórnin setti Kötlu ekki af stað.
Ein 120 metra löng brú er mikið mannvirki sem allajafna tekur marga mánuði, jafnvel ár að reisa. Verkfræðikunnátta þessara snillinga hlýtur að vera gríðarleg fyrst þeir halda að það sé hægt að henda upp svona mannvirki á nokkrum dögum, jafnvel bráðabirgðabrú. Þeir ættu frekar að miðla af sinni snilldarþekkingu til Vegagerðarinnar heldur en að skæla í fjölmiðlum.
Auðvitað grípur mogginn þetta á lofti enda kennir Mogginn ríkisstjórninni um nákvæmlega allt sem gerist í þessu landi. Aumkunnarverður pappír.
Finnst þetta með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engu við þetta að bæta hjá þér Óskar...
hilmar jónsson, 10.7.2011 kl. 20:30
Komið þið sælir; Nafni minn Haraldsson / Hilmar, og aðrir gestir, nafna !
Nafni !
Margt; má upp á Jóhannes Kristjánsson, stórvin minn og Hótelhaldara klaga, en síðast af öllu, skyldir þú - né nokkur annarra; kalla Jóhannes vælukjóa.
Persónulega; þekki ég Jóhannes og hans fólk, af góðu einu, og ekki hefir það sókt til opinberra styrkjasjóða, sem eru nú hvað vinsælastir, hjá hjörð hinna ört fækkandi ESB liðsmanna, nafni minn, góður.
Ætli Skaftfellingar; auk sveitunga minna, Árnesinga, eigi það ekki sam eiginlegt, að verða ögn seinni til aðgerða og hugkvæmni en aðrir Sunn -lendingar, eins og Rangæingar og Vestmannaeyingar nafni minn, en,, eru ekkert lakara fólk, að upplagi, né hugdirfð, ýmissi.
Renndu nú, austur að Höfðabrekku nafni minn - mættir alveg, taka vin okkar; Hilmar Jónsson með þér, og þiggið Kaffisopa góðan, hjá Jóhannesi og frú, og þið mynduð brátt komast að annarri niðurstöðu, ykkar nú verandi hugrenninga, ágætu drengir.
Í Guðanna bænum; blöndum ekki Helvítis pólitíkinni, í þessa umræðu, drengir góðir - lítið hald; þar í.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 21:15
Er ekki Mogginn nánast að matreiða náttúruhamfarir á pólitíkska vísu Óskar..
hilmar jónsson, 10.7.2011 kl. 21:20
Komið þið sælir, að nýju !
Hilmar minn !
Morgunblaðið - Fréttablaðið - Dagblaðið-Vísir og Fréttatíminn; svo einhverjir séu nefndir, hafa nú vart, það vægi, að ráða úrslitum miklum, um þróun mála, á eldstöðva- og jarðskjálfta svæðum landsins, eða - telur þú svo vera, Hilmar minn ?
Ekki; hefir Buenos Aires Herald, suður í Argentínu, farið að kenna Chile önskum kollegum sínum, um þróun gossins mikla, í Chile, Hilmar minn.
Eigum við ekki; að reyna að halda jarðtengingunni (gul/græni vírinn, manstu), ágæti drengur ?
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 21:28
Jamm Hilmar það er SORGLEGT og ekkert annað en það að menn séu að nota sér náttúruhamfarir í pólitískum tilgangi eins og framsjallar virðast vera að gera þessa dagana. Það er hreinlega ekki hægt að leggjast mikið lægra en það en því miður virðist öllu vera trúandi uppá þetta lið.
Nafni, þekki hótelhaldarann ekki neitt en það hreinlega fauk í mig þegar ég las þessa frétt. Eðlilega er hann svekktur að sjá fram á að missa kanski besta bitann úr sumrinu en maðurinn hlýtur að geta skilið það að 120 metra langri brú verður ekki ruslað upp á nokkrum dögum, það getur enginn mannlegur máttur. Nú ef menn telja sig vita betur þá eiga þeir náttúrulega að setja sig í sambandi við Vegagerðina og segja þeim þar hvernig á að koma upp 120 metra langri bráðabirgðabrú á nokkrum dögum. Ég er ekki verkfræðingur en ég fullyrði að þetta er ekki hægt. ... Maður segir nú ekki annað en það var eins gott að Katla gaus ekki af fullu afli og slátraði svona 15 km, af þjóðveginum ásamt öllum brúm, einhvernveginn hefði Mogganum tekist að kenna ríkisstjórninni um það...ahm, já bestu kveðjur sem fyrr!
Óskar, 10.7.2011 kl. 23:02
Í verkfræðisveitum bandaríska hersins er metið í byggingu bráðabirgðabrúa yfir stórfljót nákvæmlega 12 mínútur og ein sekúnda. Þar eiga þeir eingarnar tilbúnar á lager. Ef þetta er hægt í þeim tilgangi að drepa og skemma (sem er tilgangurinn með hernaði) hvaða kröfur er þá eðlilegt að gera þegar tilgangurinn er uppbyggilegur?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 23:40
Guðmundur þú verður að átta þig á því að í hernaði eru ekki gerðar beinlínis ströngustu öryggiskröfur til mannvirkja sem er ruslað upp á nokkrum mínútum. Hvort vilja menn taka nauðsynlegan tíma í að koma upp bráðabirgðabrú sem uppfyllir nauðsynlegar öryggiskröfur eða stofna mannslífum í hættu svo ferðaþjónustan skaðist ekki ?
Óskar, 10.7.2011 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.