18.7.2011 | 14:04
Óvissuferðir með Iceland Express
Það eru svo sannarlega óvissuferðir sem fólk fer í þegar verslaður er flugmiði með Iceland Express.
Óvissan flest í eftirfarandi þáttum:
- Óvíst hve lengi þarf að dvelja í Leifsstöð fyrir ferð
- Óvíst hvort eitthvað vott eða þurrt fæst um borð þegar loks er komið í vélina
- Óvíst hvenær heimferð hefst
- Óvíst hve lengi þarf að dvelja á flugvelli erlendis
- Óvíst hvaða hóteli dvali er á ef IE þarf að útvega hótel því vélin kemst ekki í loftið.
- Óvíst hverjum þú sefur hjá því rekkjunautur er valinn handahófskennt.
- Óvíst hvert vélin fer sem á að flytja farþega heim þvi þeir bæta við millilendingum í tíma og ótíma.
- Óvíst hvort eða hvenær fólk fær farangurinn sinn aftir. Ekki ólíklegt að farangur í vél til Íslands frá París lendi í Canada.
- Að lokum óvist hvort vélin kemst yfirhöfuð heim því hún er í verra ástandi en 30 ára gamall trabant.
Ýmiskonar bilanir komu í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki hvers vegna íslenska Flugmálastjórnin fékk að vita hvers eðlis bilarnir voru. Í fyrsta lagi er þetta bresk þota, skráð í Bretlandi og á bresku flugrekstrarleyfi og kemur Íslendingum ekkert við frekar en þetta hefði verið þota frá Thai Airways, og í öðru lagi hefur Flugmálastjórnin okkar kóað með þessu jaðarverkefni sem er IE/Astreus í áraraðir. Algerlega bitlaust verkfæri, Flugmálastjórn Íslands.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.