Hvar eru nöldurseggirnir núna ?

Vegagerðin er hreinlega að vinna afrek.  Hlaupið var vart afstaðið þegar ferðaþjónustan og jafnvel þingmenn sjálfstæðisflokksins og svo ekki sé minnst á alla náhirðarbloggarana, hjóluðu í Vegagerðina og sökuðu hana um seinagang og kunnáttuleysi.  Ríkisstjórnin fékk svo sinn skammt af skömmum. 

Mér þætti gaman að sjá þetta lið sjálft byggja 120 metra langa brú á innan við viku!  Þeir sem verst létu eiga að skammast sín og taki það til sín sem eiga.


mbl.is Brúin tilbúin um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óskar minn. Mikið er gaman að sjá hvað þú ert ánægður með 'afrek' Vegagerðarinnar.

Það væri álíka afrek ef þú gætir nú rifjað upp föðurnafnið þitt - og ekki sakar ef þú gætir nú einu sinni farið rétt með:

'Brúin verður 156 m löng, byggð í 9 mislöngum höfum en því ráða lengdir stálbitanna sem voru til á lager Vegagerðar­innar.'

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:17

2 Smámynd: Óskar

Já Hilmar - náhirðarhælbítar eins og þú leynast víða á blogginu.  Aldrei ánægðir, sítuðandi út í ríkisstjórnina og opinbera aðila - horfa aðeins á INN og lesa bara Dabbapóst.  Mér finnst þið eiga skilið að vera  á örorkubótum fyrir að vera svona sjúkir.

Óskar, 15.7.2011 kl. 14:36

3 identicon

Óskar, 15.7.2011 kl. 14:36: Þakka hlýjar kveðjur Skari minn. Fyndið að réttmæt kröfugerð skattgreiðenda skuli verið túlkuð af samspilltum föðurleysingja sem 'Aldrei ánægðir, sítuðandi út í ríkisstjórnina og opinbera aðila...'

Verkefni almennings á að vera að halda stjórnvöldum á tánum, reka þau áfram og gera réttmætar kröfur.

Stjórnarsleikjur eins og þú enda sjálfsagt á sjálftökulaunum hjá Vegagerðinni.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:50

4 Smámynd: Óskar

Rólegur Hilmar.  Ekki mér að kenna þó bæturnar þínar séu lágar.

Óskar, 15.7.2011 kl. 15:08

5 identicon

Óskar, 15.7.2011 kl. 15:08: Hmmm... Þú segir mér fréttir. Vilt þú ekki líka upplýsa mig um hver er að greiða mér þær Skari minn? Eða er þetta bara enn einn heilaspuninn í þér?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 15:51

6 identicon

Sæll; Nafni minn, Haraldsson - og aðrir gestir, þínir !

Nafni !

Allsendis óþarft; af þinni hálfu, að troða ilsakar, við Hilmar Þór. Hann er að minnsta kosti; ívið kurteisari í orðavali en ég, þegar ég er að lýsa illum eiginleikum vina þinna, ræksnanna; í Stjórnarráði - og á Alþingi, ágæti drengur. Gildir; um uppsóp, ALLRA gömlu flokka skrípanna, að sjálfsögðu.

Hilmar er; einn þeirra raunsæis manna, sem sjá hlutina, í skýru ljósi.

Enn; sem fyrr, vil ég hvetja þig, til þess að láta af Náhirðar talinu, þar sem slík iðkan, er bein móðgun, við Dánarheima, nafni minn góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 17:23

7 identicon

illsakar; átti að standa þar. Afsakið; Helvízka fljótfærnina, piltar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 17:37

8 Smámynd: Óskar

Engar illsakir er ég að troða nafni en er harðorður þegar menn geta ekki staulast til að viðurkenna það sem vel er gert sama hver á í hlut.  Kveðja úr 101!

Óskar, 16.7.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband