Hægra öfgaruslið undir eftirlit strax takk.

Ég sendi mínar mestu samúðarkveðjur til Noregs.

Hér á landi veður uppi öfga hægri hyski og þjóðrembulið sem er til alls víst.  Ekki þarf annað en að lesa vefi eins og Amx,  jafnvel moggann á köflum í seinni tíð, skrif bloggara sem hafa hvatt til morða á stjórnmálamönnum til vinstri og nefni ég Loft Alice í því sambandi.   Omega hefur breitt út hatursboðskap í sömu átt og þessi fjöldamorðingi í Noregi.

það er ekki hægt að útiloka svipaða atburði af völdum hægra öfgarusls hér í framtíðinni.  Flest af þessu rusli hefur fundið farveg í sjálfstæðsiflokknum.   Ég mæli með því að ruslið verði sett undir eftirlit svo við þurfum ekki að horfa upp á þvilíkar hörmungar sem frændur okkar Norðmenn þurfa nú að þola.


mbl.is Reynt að eyða framtíð Noregs
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í guðanna bænum, elsku bloggarar, ekki halda áfram þeirri ósmekklegu umræðu á þessu lægsta hugsanlega plani sem byrjaði strax eftir hádegi í gær út um allt og virðist enn í fullum gangi.

Á þessu aldrei að linna?

Ómar Ragnarsson, 23.7.2011 kl. 14:09

2 identicon

Ég er 100% sammála Ómari.

anna (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 14:13

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einmitt svona kenningar,eiga engan hljómgrunn!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 23.7.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjartanlega sammála Ómari.

Allar öfgar og hatursáróður er af hinu illa, hvort sem það er til hægri eða vinstri.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.7.2011 kl. 14:22

5 Smámynd: Óskar

Omega varð einmitt á vegi mínum þegar ég rúllaði yfir stöðvarnar með fjarstýringunni áðan.  - Þar var einhver tattúveraður fábjáni að úthúða múslimum og íslamstrú.  Fábjáninn var Íslenskur, - ekki að ástæðulausu að ég hef hvatt til þess að þessari sorpstöð verði lokað.  Yfirleitt er sjónvarpsstöðvum erlendis sem breiða út haturssboðskap lokað.  Ekki hér - hér er öfgarusli sýnd alltof mikil linkind og við sjáum nú því miður hvað þessi linkind kostaði hjá frændum okkar.  Vel má vera að einhverjir segi þetta blogg á lágu plani,- ég vil bara ekki að við þurfum að horfa uppá svona atburði hér, það má aldrei gerast og því á ekki að líða það hér að öfgasamtök fái að breiða út hatursboðskap óáreitt.

Óskar, 23.7.2011 kl. 14:23

6 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Réttara er að segja að allt sem fer í öfgar sé slæmur hlutur. Hvort sem það er öfgafull kristnistjórn (Krossferðirnar, spænski rannsóknarrétturinn), öfgafull múslimstjórn (Talibanar, hriðjuverkárásir), öfgafull þjóðernisstefna (Nasismi) og margt fleira.

Málið er einfaldlega að þegar fólk ákveður að ein ákveðin skoðun sé 100% rétt og að það er ekki til neitt sem heitir millivegur, þá er hægt að afskræma allan sannleik og réttlæta allskonar hegðun.

Það er það sem við þurfum að passa okkur á.

Einar Örn Gissurarson, 23.7.2011 kl. 15:26

7 identicon

Algjörlega sammála Ómari.  Ég held að þeir sem svona skrifa séu akkúrat að gera það sem þeir eru að fordæma en það er að ala á hatri og upplausn. Allir öfgar eru af hinu illa og þeir sem þá aðhyllast eru jafn slæmir hvort þeir eru til hægri eða vinstri, trúaðir eða ekki trúaðir. Það að bendla einn stjórnmálaflokk við slíkt er ekkert annað en argasti öfga áróður af verstu gerð og setur þá sem það gera á stall með öfgamönnunum sem þeir eru að fordæma. Síðast þegar ég vissi var umræddur flokkur ekki þjóðernisflokkur  eða skilgreindur sem öfga hægriflokkur.

Björn (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:23

8 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég fæ ekki skilið, hvernig það er á lægsta plani að benda á að umræðan hér á landi hefur verið yfirgengilega hatursfull. Það er tekið til þess úti í Noregi, að þessi maður hafði sagt Gro Harlem Brundtland vera landráðamann. Hérlendis þykir slíkt orðalag sjálfsagt. Hér er stjórnmálamönnum jafnvel hótað lífláti og ekkert gert í því.

Það er ekki eðlilegt hvernig umræðan er hér á landi og nauðsynlegt að ræða það áður en skaði hlýst af.

Sveinn R. Pálsson, 23.7.2011 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband