Kvótaerfinginn að missa sig

Lilja kvótaerfingi vill fyrir alla muni halda krónunni enda fyrirsjáanlegt að krónan mun hrynja þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin með tilheyrandi hagnaði fyrir LÍÚ gengið og kvótagreifa.   það henta Lilju engan veginn að taka upp annan og traustari gjaldmiðil.  Það hentar heldur ekki LÍÚ, Bjarna Ben, Sigmundi eða öðrum fjármagnseigendum.

Gott fólk, það að Lilja skuli þykjast starfa fyrir almenning í þessu landi er hlægilegt.  Sjálf er hún erfingi af kvótaauðæfum og hvert einasta verk sem hún hefur unnið á þingi hefur verið til þess fallið að styrkja það sem hún kallar fjármagnseigendur.  Þessi manneskja á Íslandsmet ef ekki hreinlega heimsmet í lýðskrumi.


mbl.is „Lengra er í kosningar en margur hélt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Miðað við vandræðin á meginlandi evrópu hvað varðar blessuðu evruna sýnst mér hún nú ekkert sérlega traustur gjaldmiðill. Efast um að evran eigi eftir að leysa einhvern vanda. Því er spurning hvort Evran sé yfirleitt hagstætt fyrir þjóðina.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.8.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Óskar

Já miðað við þessi vandræði þá er Evran nú ótrúlega sterk.  Hún er 50% hærri dag gagnvart dollar en hún var þegar hún var tekin upp!

Óskar, 24.8.2011 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband