Jájá, náhirðin vill taka af okkur réttinn til að kjósa

Náhirðin sem heldur uppi mogganum gerir allt til að taka þann sjálfsagða rétt af þjóðinni að fá að velja eða hafna aðild að ESB í kosningum.  Enda er náhirðinni ekki umhugað um hag þjóðarinnar, heldur hugsar hún eingöngu um hag LÍÚ sægreifanna sem halda uppi skeinipappírnum þeirra.  4700 manns á einni viku er nú ekki mikið og það að þessi vefur heiti skynsemi.is er svona álíka gáfulegt og nafngiftin á heimssýn sem með réttu ætti að heita heimsksýn.

Þjóðin mun ákveða framtíð sína innan eða utan ESB sjálf.  Hún þarf ekki aðstoð náhirðarinnar, LÍÚ og bændamafíunnar til að ákveða hvað henni er fyrir bestu.  Allir skynsamir menn sjá stóru kostina í ESB aðild.  Aðeins strútar með hausinn í holu sjá það ekki.


mbl.is Rúmlega 4.700 undirskriftir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rangt Óskar. Náhirðin kom einmitt í veg fyrir að þjóðin fengi að kjósa hvort hún kærði sig um aðildarviðræður.

Nú skrifar þú bara undir hjá skynsemi.is og færð að kjósa :)

Kolbrún Hilmars, 16.9.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

fínt að fá samninginn á borðið og kjósa svo.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 18:02

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Náhirðin er meirihluti eftir sem ég best veit! það er lýðræði er það ekki?

Sigurður Haraldsson, 16.9.2011 kl. 19:17

4 Smámynd: Óskar

Sigurður og Kolbrún eru bæði meðlimir í Heimsksýn eftir því sem ég best veit enda virðist gáfnarfarið í samræmi við félagsskapinn.    Kolbrún virðist ekki hafa lesið færsluna áður en hún kommentaði og Sigurði er rétt að benda á að ALLAR kannanir benda til þess að þjóðin vilji fá að kjósa um samninginn svo náhirðin er klárlega í minnihluta þar.

Óskar, 16.9.2011 kl. 19:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rangt aftur, Óskar. Ég las pistilinn en kaus að skrifa athugasemdina út frá fyrirsögninni. Sem var það gáfulegasta af textanum.

En það er greinilegt að náhirðarnar eru tvær og við tölum í kross hvað þær varðar.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2011 kl. 19:49

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar hvað hefur þú í hendi þér sem segir að Þjóðin muni fá að kjósa þegar samningur er komin....

Ekkert annað en loforð frá fólki sem er nú þegar búið að svíkja Þjóðina um kosningu á þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2011 kl. 20:45

7 identicon

Sæll Nafni; sem og aðrir gestir, þínir !

Þetta; er nú með því lélegra, sem frá þér hefir komið, nafni minn, Haralds son.

Fyrir það fyrsta; vanvirðir þú - sem allnokkrir annarra spjallsíðu (blog) hafa Dánarheima, með náhirðar þvættingnum, hérna megin grafar.

Síðan; eru köpuryrði þín, sem ýmissa annarra, til Heimssýnar, hjákátleg, í ljósi þeirrar staðreyndar, að litli Evrópuskaginn rúmar, um það bil 8% allrar veraldarinnar. Tek fram; að ég er ekki meðlimur, í Heimssýn.

Þannig að; Heimsk sýn, beinist að þér sjálfum nafni minn - sem annarra þeirra, sem kjósa að éta upp fagnaðarerindin, sunnan frá Brussel völlum, ágæti drengur.

Stundum; hefir þér tekist betur upp, en í þetta sinn, nafni minn, góður.

Öngvu að síður; með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Óskar

Ingibjörg--nú þegar búið að svíkja þjóðina um kosningu í þessu máli?  Ertu á lyfjum eða hvað?  Það er að sjálfsögðu ekki hægt að kjósa um málið fyrr en einhver samningur liggur fyrir.

Sæll nafni--ég er ekki að vanvirða einn eða neinn, dauða eða lifandi þó ég tali um náhirð!  --náhirðina kenni ég við drauginn uppi í Hádegismóum.  --Evrópuskaginn rúmar kannski 8% af íbúafjölda heimsins en hinsvegar rúmar hann hátt í 90% af lýðræðisþjóðum heimsins, þeim sem við viljum helst vera í samstarfi við.  ,,,þannig er nú það!!!

Óskar, 17.9.2011 kl. 06:14

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Nafni minn; Haraldsson !

Rangt; hjá þér, ágæti drengur.

Fjarri fer því; að þorri landsmanna, aðhyllist Vestrænt lýðræði, svo kallað, eftir það, sem á undan er gengið, hér heima fyrir.

Við ættum að eiga - og eigum, samstarf við fjölmargar einræðis- og tvíræðis þjóðir, einnig.

Draugurinn; við Hádegis móa Rauðavatns, verðskuldar öngva umræðu - hann mætti þakka fyrir; að fá að dvelja í gapastokk, dægrin löng, sá Andskoti - ásamt félögum sínum, núverandi Stjórnarráðs setum - sem þeim fyrrverandi, mörgum.

Með; fjarri því, lakari kveðjum - em þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband