22.9.2011 | 12:31
Á hvaða plánetu býr þessi maður?
Það er allavega nokkuð ljóst að hann er ekki að lýsa Íslenskum veruleika. Forsetaræfillinn hefur haft það fyrir sið að stórskaða þjóðarhag með orðagjálfri sínu undanfarin ár. Þær sögur ganga fjöllunum hærra að hann dauðsjái eftir að hafa sett síðasta Icesave samning í þjóðaratkvæði enda ljóst að Nei-ið sem öfgaþjóðernissinnar náðu að ljúga inn á þjóðina hefur stórskaðað okkur.
Þessi orð forsetans nú gera varla mikinn skaða en maðurinn bullar út í eitt að vanda. Hann gefur í skyn að kreppann sé bara búin- hér er enn um 7-8% atvinnuleysi, gríðarleg kaupmáttarskerðing staðreynd og atvinnulífið er í lamasessi. Ríkisstjórnin hefur bjargað þvi sem bjargað verður eftir efnahagslega kjarnorkuárás og rán sjálfstæðisflokksins en mikið verk er enn óunnið.
ÓLAFUR - GJALDEYRISHÖFT ERU YFIRLEITT EKKI SETT Á Í RÍKJUM ÞAR SEM ALLT ER Í HIMNALAGI.
Stuðluðu að vexti eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða haldbær rök hefur þú fyrir því aðNEI-ið hafi stórskaðað okkur????? Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að forsetinn "dauðsjái" eftir því að setja Ices(L)ave í þjóðaratkvæði????? Þetta eru nú einhver öfgafyllstu skrif sem ég hef séð í langan tíma og orðfærið er þér til lítils sóma.............
Jóhann Elíasson, 22.9.2011 kl. 12:54
Haldbær rök? Hefði já orðið ofan á væri málið einfaldlega úr sögunni án þess að við þyrftum að borga eina andskotans krónu enda a þrotabúið fyrir þessu. Nú stefnir í málaferli sem GETA FARIÐ HVERNIG SEM ER! Lánshæfismat okkar hefði klárlega hækkað með Jái sem hefði auðvelda erlenda fjárfestingu hér- en hún er nákvæmlega engin að stórum hluta útaf Icesave.
ÉG sagði sögur fjöllunum hærra um að Óli sæi eftir þessu, þetta hef ég heyrt víða að en lítið til á prenti nema kannski þetta. http://ordid.eyjan.is/2011/09/14/forsetinn-og-sogulegar-tulkanir/
Óskar, 22.9.2011 kl. 13:00
Ég er margoft búinn að segja það, og endurtek enn, við verðum að afbera Ólaf Ragnar þar til kjörtímabili hans líkur. Bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Við höfum enga aðra option. Og það er stutt í það að við sendum ræfilinn í langt frí. Þá fyrst verður hann þjóðinni ekki lengur til skammar, né veldur henni ómældu tjóni erlendis.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 13:15
Málið hefð EKKI verið úr sögunni ef við hefðum sagt JÁ. Ef við hefðum sagt JÁhefðum við orðið að greiða 40 milljarða á þessu ári í afborganir og vexti. Hvaðan átti að taka þá peninga???? Etir því sem Gunnarsstaða-Móri sagði þá höfðu engir fjármunir verið teknir frá til að greiða Ices(L)ave, yrðu samningarnir samþykktir. Ertu virkilega svo vitlaus að halda að lánshæfismat HÆKKI ef þú BÆTIR VIÐ SKULDIR???? Við vitum að málferli geta farið á hvorn veginn sem er og vilja sumir segja að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað að þetta færi fyrir dómstóla vegna þess að grunnurinn til málshöfðunar sé MJÖG veikur.
Jóhann Elíasson, 22.9.2011 kl. 13:49
Málið væri EKKI úr sögunni. Icesave varðaði forgangskröfur, dómsmálin eru vegna annarra þátta og hefðu alltaf verið rekin. Það kemur niðurstöðu Icesave málsins ekkert við.
Þó þrotabúið greiði allar forgangskröfur hefði reikningurinn vegna Icesave orðið óbærilegur og væri enn að hækka á hverjum einasta degi.
Veistu nokkuð hvað Icesave snérist um?
Stóra málið var vaxtaberandi krafa til tryggingar "skuldinni". Eftir lækkun vaxta í Icesave III væri það "ekki nema" 60 milljónir á dag. Þó þortabúið gæti greitt enn meira færi rest í almennar kröfur og Ísland þyrfti áfram að borga 60 milljónir á dag. Vextirnir eru ekki greiddir af eigum þrotabúsins.
Það sem nú þegar væri fallið á Ísland væri nóg til að byggja eina Hörpu og Vaðlaheiðargöng fyrir afganginn. Samt væru nokkur þúsund milljónir eftir. Allt í beinhörðum gjaldeyri.
Forsetinn bjargaði þjóðinni blessunarlega frá þessum málalokum. Almenningur (sem þú kallar öfgaþjóðernissinna) skyldi alvöruna og sagði Nei.
GrúSkari (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.