Eins og við var að búast fara náhirðarbloggarar strax á kreik þegar svona fréttir rata á síður mbl.is Þetta sama lið linnti ekki látum fyrr en það fékk að kjósa um icesave því það var svo mikilvægt að þjóðin fengi að kjósa en svo má hún ekki kjósa um ESB samning! Þetta lið er svo ruglað að það tekur eiginlega engu tali. Þetta er Líú og bændagengið sem vill áfram hafa þjóðina í höftum, kvótinn og sjávarútvegsauðlyndin skal áfram vera í höndum örfárra forríkra sjalla og þjóðin skal áfram neydd til að halda uppi handónýtu og úreltu landbúnaðarapparati.
Nei sem betur fer ráða heimsksýn og líu gengið þessu ekki, þjóðin mun fá að ákveða sína framtíð sjálf án aðstoðar þessa hyskis.
Ekki gott að setja umsókn á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Nafni minn; æfinlega !
Hvers vegna; tekur þú þig ekki upp, með allt þitt slekti - og setur niður tjaldbúðir þínar, í dýrð; og undir vernd nýlendu velda burgeisanna, suður á Brussel völlum, ágæti drengur ?
Í stað þess; að vera að ergja þig - sem aðra, með tilgangslausu rausi þínu, hér heima á Ísafoldu, nafni minn, góður ?
Svona; í fullri vinsemd, fram sett, að sjálfsögðu, af minni hálfu.
Með beztu kveðjum; til eins þorstláts Norður- Ameríkumanns - sem langar að komast undir dýrðar vængi Barrosó´s, og þeirra Rumpuy´s.
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:36
Þú ættir nú bara að slappa af með þetta "Náhirðartal" þitt og þetta "heimsksýnar" kjaftæði þitt.
Hvorki ég eða Óskar Helgi Hellgason sem hér andmælir þér líka erum nein LÍÚ mafía, bændahyski eða "náhirð" eða "Heimsksýnarhyski" eins og þú með þinn gorgeir heldur fram að þeir allir séu, sem eru andsnúnir ESB stjórnsýsluapparatinu sem sjálft er við dauðans dyr og náhyrðin þarf brátt að kasta rekunum yfir þetta deyjandi apparat !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:17
Snarpgreindur og málefnalegur maður hann Óskar Haraldsson.
Verst að hann misskilur eitthvað sjálfan sig í tengslum við óttann sem fylgir því að spyrja þjóðina.
Það voru aðildarsinnar á Alþingi sem þorðu alls ekki að spyrja þjóðina álits á því hvort hún vildi sækja um aðild að þessum stórveldisdraumi Adolfs heitins.
Það er ekki einsdæmi að fólk misskilji sig sjálft en þykir afar slæmt.
(einkum til afspurnar)
Árni Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 20:11
Nafni- ég er ekki alveg fæddur í gær. Ég hef búið í henni sólríku og auðugu Califoníu. Ég hef líka dvalið langdvölum i fátækari svæðum Asíu þar sem verkefni fólks alla daga er fyrst og fremst að hafa eitthvað að borða yfir daginn. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast óteljandi útlendingum í gegnum tíðina. Sá er vitur er víða ratar segir einhversstaðar en heimskur er sá er heima situr. Þannig finnst mér viðhorf Evrópuandstæðinga vera út í eitt- þeir eru haldnir vanþekkingur, hræðslu, ótta og jafnvel hatri á útlendingum. Staðreyndin er nú sú að án samskipta við erlend ríki væri þetta þjóðfélag löngu dáið út.
Óskar, 28.9.2011 kl. 22:37
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingar-kona og Steingrímur J. Sigfússon Samfylkingar-maður (fyrrverandi VG maður) komu þó og sátu fyrir svörum fyrir gjörðir ríkisstjórnarinnar, og það var þakkarvert. En svörin voru ekki þakkar verð.
Valgerður var spurð af fyrrverandi Samfylkingarmanni hvort ekki væri rétt og heiðarlegt að þjóðin fengi að kjósa um þetta aðildarferli núna, vegna breyttra aðstæðna í Evrópu frá því farið var af stað í þetta ferli. Henni fannst ekki vit í því, en taldi að það gæti kannski verið heiðarlegt að leyfa þjóðinni að kjósa núna um áframhald, en sagði svo að það skipti samt ekki máli. Ég spyr: skiptir þá heiðarleiki gagnvart þjóðinni ekki máli?
Skynsamur síðuhöfundur verður ekki í vandræðum með að útskýra hvers vegna heiðarleiki gagnvart þjóðinni skiptir ekki máli? Ég er of heimsk til að skilja réttlætið í því sem þessi Samfylkingar-kona sagði á þessum fundi.
Heiðarleiki, virðing og réttlæti skiptir öllu máli.
Steingrímur vill ekki ganga í ESB, en vill samt aðildarviðræður gegn þjóðarvilja og vilja kjósenda VG, og þorir ekki að standa með kjósendum sínum, og afneitar þar með þeim hluta þjóðarinnar sem kusu VG út á það loforð að ekki yrði farið í ESB-viðræður. Og ekki vildi hann nefna kostnaðar-upphæðina við þetta ESB-brambolt, sem er í óþökk flestra. Kannski honum finnist líkt og Valgerði, að heiðarleiki og þjóðarmeðvitund skipti ekki máli, þegar ESB-umsóknin er til umræðu? Er skynsamlegt af þjóðkjörnum stjórnvöldum að hundsa og svíkja þjóðarvilja/meðvitund, og sitja áfram umboðslaus? Hvernig endar það í löggæslu-sparnaðar-landi?
Gleymum ekki hótunum Jóhönnu, til að hafa áhrif á kosninga-niðurstöðu alþingis um ESB-aðildarviðræður árið 2009, sem var tilraun til að láta alþingi kjósa gegn eiðsvarinni sannfæringu sinni. Slík vinnubrögð teljast hvorki heiðarleg né lögleg í lýðræðis-ríkjum, en hafa viðgengist í vanþróuðum einræðisherra-stýrðum og kúguðum ríkjum.
Grunaðir meðsekir úr fyrri ríkisstjórn, hrunstjórninni, hlífðu sjálfum sér við landsdóm, en framseldu Geir H. Haarde einan í landsdóm, með atkvæðum sínum. Slík vinnubrögð eiga ekkert skylt við siðferðislegt réttlæti.
Í ljósi alls þessa hefur þessi stjórn ekki forsendur til að sitja áfram í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin ríkisstjórn getur setið róleg í algjörri óþökk meirihluta kjósenda hennar, vegna óskiljanlegra svika-vinnubragða í mjög stórum og afdrifaríkum málum.
Því síður hefur þjóðin þörf fyrir gömlu kúlulána-keðjubréfa-hrunverjana, né þeirra áhangendur, í nokkra stjórn. Skrifuð voru mörg bindi af spillingar-rannsóknarskýrslu, til að koma í veg fyrir spillt svikavinnubrögð, en ekki til að viðhalda þeim.
Endurnýjun landstjórnarinnar er óumflýjanleg, miðað við ábyrgðarlaus og ítrekuð klíku-vinnubrögð og virðingarleysi stjórnarinnar fyrir réttlæti og þjóðarvilja. Þjóðin er vinnuveitandi stjórnarinnar, og ákvörðunar-rétturinn er án nokkurs vafa hennar megin þegar svikin eru svo stór sem raun ber vitni, og afdrifarík kosningaloforð svikin svo gjörsamlega.
Ástandið er löngu komið yfir þolmörk, því miður. Þjóðin þolir ekki siðspillingu stjórnvalda og embættis-afbrotamanna lengur.
Nú er komið að 24. grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
Það þarf að skipa fámenna og óflokksbundna, heiðarlega þenkjandi utanþings stjórn til að koma á einhverri siðvæðingu í stjórnsýslunni. Það er engin önnur lýðræðisleg leið fær, til að afstýra meiri svika-spillingar-ósköpum, uppsögnum og landflótta menntaðra og ómenntaðra skattborgaranna, sem flýja kjaraskerðingu, fátækt, gjaldþrot og atvinnuleysi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2011 kl. 00:23
Heyr heyr Anna Sigríður.
Sigurður Haraldsson, 29.9.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.