það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að skikka bankana til afskrifta

Það er ekki boðlegt, hvorki af Jóhönnu, Steingrími né Árna Páli að koma sífellt í fjölmiðla og reyna að höfða til einhverrar samvisku hjá bönkunum.  Allir vita það að sú samviska er ekki til.  Það verður að gæta þess að ALLIR SITJI VIÐ SAMA BORÐ BURTSÉÐ FRÁ ÞVÍ HVAR ÞEIR ERU MEÐ LÁNIN SÍN.  Sem dæmi þá er Frjálsi Fjárfestingabankinn í slitameðferð og þeim er andskotann sama um hvernig þeir tækla kúnnana sína.  ÞAÐ VERÐUR AÐ SETJA SAMRÆMD LÖG SEM SKILDA ALLAR FJÁRMÁLASTOFNANIR TIL AÐ AFSKRIFA UM SÖMU UPPHÆÐ EÐA PRÓSENTU.
mbl.is Vill afskrifa meira en minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar. þetta er alveg rétt hjá þér. Það þekki ég af eigin reynslu.

Fyrir rúmlega tveimur árum síðan talaði ég við starfsmann í Landsbankanum, sem ekki hafði lagalega heimild frá stjórnvöldum til að hjálpa almenningi.

Samt höfðu stjórnvöld vísað á þennan mann, til að fá réttláta meðferð sinna mála?

Hvers vegna höfðu stjórnvöld ekki gefið þessum manni raunverulegt lagalegt umboð til að leysa vanda viðskiptavina bankans?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband