Dæmið mun snúast við- þjóðin vill bætt lífskjör

Náhirðin sem vældi svo ægilega yfir Icesave og linnti ekki látum fyrr en hún hafði platað forsetann til að setja málið í þjóðaratkvæði - þetta sama "lýðræðissinnaða" fólk vill alls ekki að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort hún vill bætt lífskjör til frambúðar eða ekki.

Matvæli mundu lækka um allt að 50%, vextir snarlækka, verðtryggingin væntalega heyra sögunni til- aðeins lítið brot af hagnaði þjóðarinnar við að ganga í ESB.

Niðurrifs- og afturhaldsöflin tuða mikið um sjávarútveginn og landbúnaðinn.  Tökum þetta aðeins fyrir

Rök niðurrifssinna:  Þjóðin missir yfirráð yfir sjávarútvegsauðlyndinni - hm, bíðum aðeins við, HEFUR ÞJÓÐIN YFIRRÁÐ YFIR ÞESSARI AUÐLYND ?  Svarið er NEI- hún er í höndum 20 LÍÚ fjölskyldna SEM FÆRA MEIRAÐSEGJA HAGNAÐINN ÚT FYRIR LANDSTEINANA TIL AÐ ÞURFA EKKI AÐ BORGA SKATTA AF RÁNINU!  Einmitt með inngöngu í ESB VÆRI HUGSANLEGA HÆGT AÐ SÆKJA ÞETTA ÞÝFI TIL BAKA!

Landbúnaðurinn getur ekki keppt við erlendan landbúnað-  nú og sowhat?  Ef hann getur það ekki afhverju Á ÞJÓÐIN ÞÁ AÐ BORGA MEÐ ÓARÐBÆRUM LANDBÚNAÐI OG SÆTTA SIG VIÐ AUKAÚTGJÖLD OG LÍFSKJARASKERÐINGU ÚTAF ÞVÍ? EIN ÁSTÆÐA ÓSKAST TAKK!

Vissulega ganga yfir erfiðir tímar í Evrópu núna, reyndar útum allan heim.  ÖLL HAGKERFI Í HEIMINUM EIGA ERFITT UPPDRÁTTAR NÚNA.  Evrópa, Evran og ESB mun vissulega retta úr kútnum innan fárra ára, hugsanlega þarf að losna við einhver oábyrg ríki úr ESB sem hafa ekkert þar að gera eins og Grikkland en eftir stendur bara sterkara ESB.  Ég er þess fullviss að þegar þjóðin sér í gegnum áróður og lygar LÍÚ tíðinda, náhirðarinnar, bændaliðsins sem vildi helst ekk fá síma til landsins og heimsksýnar- þá er ég nokkuð viss um að hún velur leið bættra lífskjara sem er að sjálfsögðu að ganga í ESB.

 

 


mbl.is Mögulegt að ljúka ferlinu 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband