Lýðskrumaraflokkurinn?

Fáir stjórnmálamenn komast með tærnar þar sem Lilja hefur hælana í lýðskrumi.  Hún var komin í stjórnarandstöðu daginn sem stjórnin var mynduð og byrjuð að rífa niður allt í kringum sig.   Hún vildi ekki AGS inn í landið, ég býð ekki í ástandið í dag ef við hefðum ekki notfært okkur aðstoð AGS.  Hvað sem menn kunna að segja um AGS þá er það staðreynd sem engum dylst að hjálpin var ómetanleg og við værum sennilega komin aftur í svartar miðaldir efnahagslega án aðkomum AGS.

Lilja var fljót, eins og lýðskrumara er háttur, að taka afstöðu gegn öllum nauðsynlegum en óvinsælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hinir lýðskrumararnir í stjórnarandsöðunni.

Ekki kæmi mér á óvart að lýðskrumarar landsins sameinist í þessum flokki t.d. Heimsksýn og Indefence sem reyndar virðist horfið af yfirborði jarðar eftir að hafa platað þjóðina til að neita sanngjörnum samningi til að leysa Icesave með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á en verða varla góðar.

Lilja gat aldrei bent á eina einustu leið útúr kreppunni enda kvótaerfinginn frá Grundarfirði lítið annað en laumusjalli þó með öfugum formerkjum því hún vill ganga enn lengra en vinstri flokkarnir í skattheimtu, eins og þjóðin þoli það!

Að sjálfsögðu vill Lilja eins og annað torfkofafólk helst engin samskipti eða viðskipti við aðrar þjóðir enda útlendingar upp til hópa skrælingjar og þjófar sem stunda það sér til skemmtunar að níðast á Íslendingum.  Mig hlakkar til að sjá stefnu hins nýja flokks, fyrir hvað hann stendur því svo mikið er víst að ekki nokkur maður áttar sig á fyrir hvað Lilja stendur.  Hún talar alltaf um hvað almenningur á bágt en vill ekkert gera fyrir almenning- nema hækka skattana!  Ekki minnist ég þess að hafa heyrt  minnst á hugmyndir að atvinnuuppbyggingu frá henni.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin var ekki plötuð til að neita þrælalögunum. Hún hafði vit á því sjálf. Kreppan er enn til staðar og ekki sér fyrir endann á henni. Ef AGS hefði ekki verið kallað til þá væri hún mjög sennilega yfirstaðin, hún hefði líklega verið harðari, það sem hefur verið að falla hjá okkur undanfarin ár og á eftir að falla (sbr. heimili landsins) hefði fallið strax og hægt hefði verið að bjarga þeim heimilum sem þessa mánuðina er verið að murka lífið úr. Samfélagið allt væri því mun betur statt.

assa (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 10:34

2 Smámynd: Óskar

Óttalegt rugl er þetta Assa, eiginlega copy/paste af bullinu í Lilju.  AGS lánaði okkur fjármagn til þess að halda þjóðfélaginu rúllandi áfram.  ENGINN ANNAR virti okkur viðlits hvað lán varðar.  HVERNIG HEFÐI VERIÐ HÆGT AÐ HALDA VELFERÐARKERFINU GANGANDI ÁN FJÁRMAGNS FRÁ AGS? PENINGAR TIL ÞESS VORU EINFALDLEGA EKKI TIL STAÐAR!

Óskar, 3.1.2012 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband