Ógeðfelldasta myndin er að allur sjálfstæðisflokkurinn afneitar ábyrgð sinni á hruninu

Þar höfum við það -  Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn landsins síðustu 18 árin fyrir hrun, oftast nær með hækjunni sinni - hórunum í framsóknarflokknum.  Sá flokkur hefur reyndar tekið til hjá sér og sett lýðskrumara og þjóðremburugludalla í forystusveit sína- sem eru þó skömminni skárri en glæponarnir sem réðu þar ríkjum áður.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar ekki gert nokkurn skapaðan hlut!  Þar sitja enn á þingi í umboði hans kúlulánaþegar, styrkþegar, skattsvikarar og jafnvel dæmdur þjófur.  Nú stendur til að Landsdómur taki fyrir ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra flokksins og þá vælir náhirðin út í eitt, mogginn, þingflokkurinn og allt helvítis pakkið.  Auðvitað er hrunið öllum öðrum að kenna en sjálfstæðisflokknum - það segir allavega Dabbi og hjörðin baular með.


mbl.is Ráðherrar Samfylkingar í skjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kannski var það bara gott að þetta fór svona vegna þess að núna eru allar líkur á því að Þjóðin fái að vita hverjir eiga í raun og veru sökina á þessu öllu saman...

Það sem er lágkúrulegast og lítilmannslegast við þetta allt saman er að það skyldu ekki allir verða kærðir heldur bara Geir H.H.

En það besta í þessu öllu saman er að það kemur önnur Ríkisstjórn á eftir þessari því miður fyrir ykkur vegna þess að mjög margir eru á því að núverandi Ríkisstjórn eigi heima fyrir Landsdómi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.3.2012 kl. 18:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Landsdómur mun kanna hverjir voru kúgaðir og af hverjum, og það er grunnurinn að réttlátu uppgjöri.

Það skal enginn komast upp með að hóta fólki og kúga það án eftirmála, til að mafían fái áfram að ráða á Íslandi. Mafían er með fulltrúa í öllum gömlu flokkunum. Það þarf ekki fjármálaeftirlit til að vita það.

Nú er komið að réttláta uppgjörinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband