3.3.2012 | 15:00
Mjög undarleg frétt
Í fréttinni segir að "en skjálftar af þessari stærð valda gjarnan flóðbylgjum, sem geta valdið miklu tjóni, hundruðum kílómetra frá upptökum skjálftans." - Þessi skjálfti var 6,6 stig og svo lítill skjálfti getur aldrei valdið hættulegri flóðbylgju. Þeir þurfa að vera upp undir 8 stig eða ca 50 sinnum öflugri til að valda flóðbylgju sem teldist hættuleg. Skjálftarnir við Sumötru 2004 og við Japan í fyrra voru báðir yfir 9 stig. Þess má geta að margir eftirskjálftanna í Japan eru miklu stærri en þessi skjálfti við Loyalty eyju.
Annað í fréttinni: "Nýja-Kaledónía er á svæði sem kallast Eldhringurinn, en þar eru náttúruhamfarir tíðar vegna þess að svæðið er á plötuskilum."
Sko, öll meiriháttar jarðskjálftasvæði jarðar eru á plötuskilum, reyndar afskaplega sjaldgæft að stórir skjálftar verði utan þeirra. Eldhringurinn er hinsvegar svæði umhverfis Kyrrahafsflekann þar sem hann rekst á fjölda annarra fleka, N-Ameríkuflekann, Filippseyjaflekann, Evrasíuflekann ofl. Yfir 80% allra jarðskjálfta á jörðinni verða á þessum flekamótum, þ.e. í Eldhringnum.
Sjá meðfylgjandi mynd sem sýnir Eldhringinn.
Hamfarir í Eldhringnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.