21.5.2012 | 17:28
Ögmundur hefur aldrei verið vitlausari
Oft hefur hann nú verið tregur blessaður,- en aldrei eins vitlaus eins og eftir að hann varð ráðherra. Hann er sennilega eini ráðherrann í Íslandssögunni (að undanskildu Ingjaldsfíflinu honum Jóni Bjarnasyni) sem heldur að hann sé í stjórnarandstöðu!
Ögmundur tilheyrir rikis- forréttindaelítunni. Hann þóttist á árum áður berjast fyrir verkalýðinn en gerði aldrei nokkurn skapaðan hlut nema blaðra frá sér allt vit og eitt er ljóst að ekki hefur vitið komið til baka.
Varðandi málefnið, þá er það nú þannig að ESB andstæðingar telja alltaf vitlaust að ganga í ESB. Þegar hér var bullandi góðæri þá var það ekki hægt því við þyrftum að borga svo mikið með okkur til fátæku þjóðanna í ESB. Nú er það ekki hægt vegna kreppunnar hér og lélegrar samningsstöðu okkar!
Eins og virkur alki finnur alltaf ástæðu til að drekka þá finnur Ömmi litli alltaf ástæðu til að bulla.
Aldrei vitlausara að ganga í ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo eru aðrir svona fólk eins og þú Óskar sem neita að horfast í augu við stöðuna eins og hún er...
Og svona algjörlega burt séð frá flokkapólitík Óskar, hvað er þá að því að fá á hreint svar Þjóðarinnar með vilja hennar gagnvart þessu mikla máli sem þetta ESB er...!
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.5.2012 kl. 18:21
Ingibjörg það er nú það sem flestir vilja - sjá samning og fá að kjósa um hann. Er þetta flókið ?
Óskar, 21.5.2012 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.