Hóta fjárfestum - Það er að pissa í skóinn sinn Lilja

Kocoa puffs "hagfræðingurinn" Lilja kemur með reglulegu millibili fram með "aðgerðaáætlun" sem ekki er heil brú í , ekki einu sinni hálf brú.  Hvernig í andskotanum dettur manneskjunni í hug að hægt sé að hóta eigendum krónubréfa því að eign þeirra verði að engu ef þeir gera ekki það sem stjórnvöldum þóknast?

Það virkar kanski í praxis í mánuð en dettur manneskjunni til hugar að slíkt mundi efla traust á Íslensku viðskiptalífi og laða að fjárfesta í framtíðinni? Ónei, þetta er leið sem aðeins N-Kóreumönnum dytti til hugar að beita.  

Lýðskrum Lilju er ekki lengur bara heimskulegt, það er hreinlega hættulegt að ljúga svona rugli að þjóðinni og reyna að afla fylgis með þessum hætti útá óvinsæla ríkisstjórn eins og Lilja er hér að gera og það ekki í fyrsta skipti.  Lýðskrumari dauðans og ekkert annað.


mbl.is Vill hóta eigendum snjóhengjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Lilja er raunverulega að benda á er það að verðgildi krónunnar í dag er allt of hátt, gengið er niðurgreitt með lántökum, ef krónan væri á frjálsum gjaldeyrismarkaði þá væri gengið mun lægra. Það er hið raunverulega gengi sem greiða á fyrir krónugréfin.

Á meðan það erlenda krónumálið er óleyst er tómt mál að tala um að afnema gjaldeyrishöftin.  Ein leiðin til að gera það er að bjóða fjárfestum raungengi fyrir bréfin, ALLIR FJÁRFESTAR kannast við AFFÖLL, þau eru partur af viðskiptum.  Manstu eftir ICESAVE.  Erlendir fjárfestar framtíðarinna eru hræddari við fyrirsjáanlegar framtíðarógnir (óleystann krónuvanda) en hrakfarir fyrri fjárfesta, það sem komið er í baksýnisspegilinn.

Enginn erlendur fjárfestir kemur til með að fjárfesta í einu eða neinu sem byggir á íslensku krónunni fyrr en krónubréfin eru komin í baksýnispegilinn. 

 Rangt og uppsprengt gengi hækkar kostnað erlendra fjárfesta við fjárfestingar hér á landi og minnkar áhuga þeirra á að fjárfesta.  Fjárfestar horfa meira fram á við og minna aftur á við, hvernig heldur þú að Þýskaland og Japan hafi risið úr öskunni, með aðstoð fortíðarfjárfesta?  

Frekar vil ég morgunkornið hennar Lilju, en þá lausn sem þú mælir með, og hún var hver, jú, engin, bara á móti!

Bjorn (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband