Þarna þekkjum við sjálfstæðisflokkinn

Hagsmunagæsla hinna efnameiri á kostnað almennings.  Þannig er Sjálfstæðisflokknum rétt lýst og það ber að þakka Einari K. Guðfinnssyni fyrir að bera þetta á borð þannig að það verði ekkert misskilið.

Nú er bara að muna eftir þessu fyrir kosningar og láta Einar og hans flokksfélaga stafa framan í þjóðina daginn fyrir kjördag að arði að okkar helstu auðlind sé best varið í þyrlukaup auðjöfra og að fela peningana í skattaskjólum heldur en að láta Íslensku þjóðina njóta hans.

Þessu má þjóðin ekki gleyma.


mbl.is „Munum afnema veiðigjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sjálfstæðisflokkurinn kom á hóflegu veiðigjaldi frir 10 árum og Steingrímur reitti hár sitt af hausnum á sér og sagði flokkinn setja byggðir landsins á hausinn. Núna snéri hann við blaðinu og ákvað að blóðmjólka sjávarútveginn eins og hann hefur verið að blóðmjólka þjóðina eð hrekja hana að öðrum kosti úr landi. Þú ættir kanski að kynna þér staðreyndir ( þótt það sé ekki aðferð vinstri manna ) áður en þú ´ferð af stað með haugahugsun og hótanir sem þú ræður ekkert við.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.6.2012 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband